V-Húnavatnssýsla

Tónleikar í Hvammstanga- og Blönduóskirkju

Tónleikar á vegum Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa verða haldnir fimmtudagskvöldið 17. september í Hvammstangakirkju og föstudagskvöldið 18. september í Blönduóskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Meira

Nýr vefur Feykis.is í loftið

Velkominn á nýjan vef Feykis.is. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurhönnun á vefmiðlinum til að vera takti við nútímann og hefur afraksturinn litið dagsins ljós. Helsta breytingin felst í liprari framsetningu efnis á vefnum en áður og er Feykir.is nú aðgengilegri í snjallsímum og spjaldtölvum.
Meira

Stór réttahelgi framundan

Ein af stærstu réttahelgum ársins er framundan. Líkt og um síðustu helgi verða víða réttir á Norðurlandi vestra. Eftirfarandi upplýsingar eru af lista sem Feykir tók saman, samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum:
Meira

SSNV auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir framkvæmdastjóra. Eins og fram kom í Feyki og á feyki.is á dögunum hefur Bergur Elías Ágústsson, sem gegnt hefur starfinu frá áramótum látið af störfum er hann farinn til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC.
Meira

Farsæl öldrun

Félag eldri borgara Húnaþingi vestra og Landsamband eldri borgara, héldu fræðslufund um „farsæla öldrun“ og hagsmunamál eldri borgara, í Nestúni Hvammstanga síðast liðinn mánudag. Mæting á fundinn var með ágætum og umræður líflegar.
Meira

Veðurklúbburinn spáir fyrir september

Veðurklúbburinn í Dalbæ á Dalvík hefur gefið út spá fyrir september mánuð og lofar hún góðu. Á fjölmennum fundi klúbbsins í gær var ennfremur farið yfir forspárgildi ágústspár klúbbsins og voru menn sáttir við þá útkomu, eins og segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum.
Meira

Blanda slær Íslandsmet

Heildarveiði í Blöndu sem af er sumri er komin í 4.303 laxa en Landsamband veiðifélaga birtir vikulega nýjar tölur um laxveiði úr helstu laxveiðiám landsins og voru þær nýjustu birtar á miðvikudaginn var. Vikuveiðin í Blöndu ...
Meira

Þjóðarsáttmála um læsi

Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns við lok grunnskóla. I...
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra

Haustið er á næsta leiti og þá hefjast uppskerustörfin í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð. Þessir þjóðlegu og spennandi viðburðir munu setja svip sinn á næstu vikurnar um allan landshlutann. Fyrstu fjárré...
Meira

Vatnsnesvegur ber ekki þá umferð sem um hann er

Mikil umferð hefur verið í sumar um veg númer 711, hringveg um Vatnsnes  í Húnaþingi vestra. Telur ferðaþjónustubóndi á svæðinu að umferð þar geti verið um 80-100 þúsund bílar yfir sumarið. Vegurinn er að stórum hluta mal...
Meira