V-Húnavatnssýsla

Sauðfjárræktarsamningurinn verstur fyrir jaðarbyggðir

Mikil óánægja er meðal sauðfjárbænda í Húnaþingi vestra, á Ströndum og Vestfjörðum með búvörusamninginn sem nú liggur fyrir til staðfestingar. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins hefur áætlað með samningnum verði tekjur sauðfjárbænda á Ströndum og í Ísafjarðarsýslum skertar um 20 prósent. RÚV.is greinir frá.
Meira

Hefur aldrei átt né selt kvóta

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir alþing­ismaður (VG) hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna um­mæla ut­an­rík­is­ráðherra um að hún hafi ekki gert grein fyr­ir hags­mun­um sín­um um kvóta­sölu sína og fjöl­skyld­unn­ar. Í yfirlýsingunni segist Lilja Raf­ney hvorki hún né eig­inmaður­ hennar hafi átt eða selt kvóta.
Meira

Kvennatölt Norðurlands verður á skírdag

Kvennatölt Norðurlands fer fram 24.mars - skírdag og hefst klukkan 18:00 í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Keppt verður í þremur flokkum, Opnum flokki, minna vönum og 17 ára og yngri. Veitt verður einnig verðlaun fyrir flottasta parið og bestu útfærslu á þema, en þemað í ár eru páskarnir/gulir.
Meira

Suðlægar áttir ríkjandi næstu daga

Sunnan 3-8 og bjartviðri er á Ströndum og Norðurlandi vestra en 5-10 og þykknar upp á morgun. Hiti 4 til 10 stig að deginum, en nálægt frostmarki í innsveitum í nótt. Þá eru vegir greiðfærir um mestallt land.
Meira

Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut við FNV

Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrarabrautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar verið útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990 hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðarmeistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslustundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms.
Meira

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
Meira

Háskóladagurinn verður í FNV á föstudaginn

Háskóladagurinn verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 18. mars frá kl. 9:45 til 11:15. Allir háskólar landsins kynna námsleiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum.
Meira

Fermingarblað Feykis aðgengilegt á netinu

Feykir vikunnar er tileinkaður fermingum. Að venju er blaðið stærra í sniðum, fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Nönnu Rögnvaldar matreiðslufrömuð og metsöluhöfund þar sem segir frá æskuárum sínum í Skagafirði og talar um matarástina. Fjallað er um söngleikinn Súperstar sem verið er að setja á svið á Hvammstanga og viðtal við Jóhönnu Ey sem hannar og saumar undir J.EY Design.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Húnar aðstoða ferðamenn í vanda

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga fóru í tvö útköll síðastliðinn mánudag. Fyrra útkallið barst kl. 15:50 þar sem kínverskir ferðamenn óskuðu eftir aðstoð 10 km inni á veg F547 þar sem þeir sáu fastir.
Meira