V-Húnavatnssýsla

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir stuttum hvelli

Þriðjudaginn 1. mars 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:55. Fundarmenn voru 13 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20.
Meira

Hefur þú séð Bjarna Frey?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan að morgni þriðjudags. Síðast er vitað um ferðir Bjarna Freys, á bifreiðinni UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005, á Kjalarnesi á leiðinni norður síðastliðinn þriðjudag klukkan 9:30 að morgni.
Meira

„Enn og aftur var farið að aðstoða erlenda ferðamenn“

Björgunarsveitarmenn í Húnum á Hvammstanga komu kínverskum ferðamönnum til aðstoðar í gær að þessu sinni á vegi 717 við Borgarvirki. Samkvæmt Facebook-síðu Húna er þetta í annað sinn í þessari viku sem þeir koma erlendum ferðamönnum til aðstoðar á þessum vegi.
Meira

Bjart yfir Norðurlandi vestra í dag

Austan 3-8 og bjart veður er á Ströndum og Norðurlandi vestra, frost 0 til 10 stig. Vegir eru að mestu auðir á láglendi en hálkublettir á fjallvegum.
Meira

Hagnaðinn til neytenda

Þessa dagana heyrum við fréttir af gríðarlegum hagnaði viðskiptabankanna þriggja, þ.e. Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Samanlagt tóku þeir inn 80 milljarða króna hagnað á síðasta ári og er hagnaður þeirra þriggja frá hruni 370 milljarðar. Þessi hagnaður kemur á sama tíma og þessir sömu viðskiptabankar hafa verið að bæta við þjónustugjöldum og í mörgum tilfellum að hækka þau þjónustugjöld sem fyrir voru. Má þar meðal annars nefna úttektargjald, hraðbankagjald, svargjald bankaþjónustu, greiðslugjald, kortagjald og svona er hægt að telja áfram. Þessir gjaldaliðir eru um 30 talsins.
Meira

Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði

Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Meira

Salbjörg Ragna lék sinn fyrsta A-landsleik

Salbjörn Ragna Sævarsdóttir körfuboltakona frá Borðeyri við Hrútafjörð lék í síðustu viku sinn fyrsta A-landsleik með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Leikurinn var gegn Ungverjum í undankeppni EM 2017. Salbjörg, sem spilar með Hamri, var eini nýliðinn í þessum leik.
Meira

Bændur og vinnuhjú í Miðfirði á 19. öld

Í dag klukkan tvö heldur fyrirlestraröðin „Með sunnudagskaffinu“ áfram á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Dr. Vilhelm Vilhelmsson heldur fyrirlesturinn „Bændur og vinnuhjú í Miðfirði á 19.öld“.
Meira

Fannst heill á húfi eftir að hafa velt sleða ofan í læk

Í gær voru allar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra kallaðar út vegna leitar að manni sem saknað var á í Vesturárdal í Miðfirði. Sá sem leitað var af er bóndi á svæðinu en hann hafði farið frá heimili sínu á vélsleða eftir hádegi í gær. Frá þessu var m.a. greint á vefnum mbl.is.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2015

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.
Meira