V-Húnavatnssýsla

Mustad tekur þátt í fyrsta sinn

Síðasta liðið sem kynnt er til þátttöku í KS-Deildinni í vetur er Mustad. Liðstjóri er Sina Scholz og með henni eru Hlynur Guðmundsson, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Flosi Ólafsson. Hér er um nýtt lið að ræða sem vann sér þátttökurétt í gegnum úrtöku og hefur engin af þessum knöpum keppt áður í KS-Deildinni.
Meira

Síðasta tækifæri að skrá sig á Samgönguþing MN

Í dag er síðasta tækifæri að skrá sig á Samgönguþing MN sem haldið verður í Hofi á morgun. „Við hvetjum alla til að nota tækifærið, hlusta á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum,“ segir í fréttatilkynningu. Fundarstjóri er Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Eftirvænting fyrir fyrsta mót KS-Deildarinnar

Fyrsta mót KS-Deildarinnar verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi. „Mikil eftirvænting er fyrir þessu fyrsta keppniskvöldi KS-Deildarinnar. Mikið hefur verið um æfingar í Svaðastaðahöllinni að undanförnu og ljóst að liðin leggja mikið undir,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Dregur smám saman úr vindi með morgninum

Suðvestan ofsaveður er fram undir kl. 09 til 10 á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, en dregur smám saman úr vindi með morgninum, sunnan 8-15 annað kvöld. Frost 1 til 6 stig. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði.
Meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Handverkshátíð 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir þátttakenda á Handverkshátíð við Hrafnagil sem haldin verður dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Líkt og undangengni ár geta þátttakendur sótt um sölubás á innisvæði, útisvæði eða í matvælatjaldi. Með umsókn skuldbindur sýnandi sig til að taka þátt í sýningunni alla 4 sýningardagana.
Meira

Fanney Dögg liðsstjóri Mountain Horse

Sjötta og næst síðasta liðið sem kynnt er til leiks fyrir KS-Deildina 2016 er lið Mountain Horse. Liðstjóri er Fanney Dögg Indriðadóttir og með henni eru Elvar Logi Friðriksson, Hallfríður S. Óladóttir og Hans Þór Hilmarsson. „Þarna er athyglisvert lið á ferðinni,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Skil með úrkomu og hlýnandi veðri fer yfir landið

Spáð er suðaustan 18-23 og slyddu með morgninum á Ströndum og Norðurlandi vestra, en mun hægari og snjókomu síðdegis. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust um tíma á morgun. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar kemur fram að skil með úrkomu og hlýnandi veðri fari norður yfir landið í dag.
Meira

Fjör á Bókasafninu á Hvammstanga á öskudaginn

Að venju var líf og fjör á Bókasafni Húnaþings vestra á Hvammstanga á öskudaginn. Að sögn Guðmundar Jónssonar, starfsmanns þar, flykktust börnin þangað til að syngja og þáðu sælgæti fyrir.
Meira

„Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð

Á sunnudaginn kemur verður opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði ný sýning sem ber yfirskriftina „Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð.
Meira

Umsóknarfrestur nálgast hratt

Í fréttatilkynningu frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra er minnt á það að umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum nálgist hratt, en hann rennur út næstkomandi mánudag, 15. febrúar.
Meira