V-Húnavatnssýsla

Ófært á Þverárfjallsvegi

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á vegum en ófært er á Þverárfjalli, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Samkvæmt spá Veðurstofunnar snýst í hæga suðlæga átt á dag á Ströndum og Norðurlandi vestra, léttir til og kólnar.
Meira

Strákar, ekki gleyma Konudeginum á sunnudaginn

Ég henti í smá pistil fyrir kvenþjóðina fyrir Bóndadaginn en nú er komið að ykkur strákar að gefa konunni eitthvað sniðugt á Konudaginn. Nú þarf ég að passa mig að hafa pistilinn ekki of langan því þið viljið hafa allt einfalt því ef það verður of flókið þá gætuð þið fengið valkvíða og hætta við að gefa elskunni ykkar gjöf, og það má alls ekki gerast. Þetta snýst ekki um að hafa gjöfina dýra heldur er það hugsunin á bak við gjöfina sjálfa.
Meira

Vill skýringu á ávinningi af sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, hefur beint spurningum til heilbrigðisráðherra um ávinning af sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Elsa Lára óskar eftir upplýsingum um sparnað af sameiningu eftirtalinna heilbrigðisstofnana: Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, á Hólmavík og Hvammstanga. Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þ.e. á Patreksfirði og Ísafirði. Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, þ.e. á Blönduósi og Sauðárkróki.
Meira

„Við ákváðum að finna okkur eitthvað að gera“

Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal hafa búið á Sauðárkróki síðan 1996, en þau áttu engin tengsl við staðinn áður en þau fluttu þangað ásamt fjórum börnum sínum fyrir utan nokkra kunningja og vini. Í dag eiga þau og reka tvö fyrirtæki sem eru umsvifamikill í veitinga- og gistihúsageiranum á Sauðárkróki.
Meira

Þæfingur á Þverárfjallsvegi

Vaxandi suðaustan átt var á Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt, þykknaði upp, 8-15 með snjókomu. Lægir og styttir að mestu upp í dag, en snýst í vaxandi norðaustan átt með snjókomu seint í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjóinn á morgun. Flestir vegir eru færir á Norðurlandi, ýmist er hálka eða snjóþekja en á Þverárfjalli er þæfingur og skafrenningur. Éljagangur er nokkuð víða.
Meira

145 umsóknir bárust Uppbyggingarsjóði

Þann 15. febrúar sl. rann út umsóknarfrestur um styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra árið 2016 en styrkir sjóðsins eru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar og til menningarverkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Víða vantar fólk til starfa

Athygli vekur hve fjölmörg störf eru auglýst laus til umsóknar á Norðurlandi vestra um þessar mundir, um er að ræða bæði framtíðarstörf og í sumarafleysingar. Í Feyki í dag er auglýst eftir rannsóknarmanni við sjávarlíftæknisetrið Biopol á Skagaströnd. Þá eru auglýst nokkur laus störf við lúxushótelið að Deplum í Fljótum, eins og greint var frá í morgun.
Meira

Artemisia og Korgur sigruðu fjórganginn

Fyrsta kvöld KS-Deildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Svaðastaðahöllinni í gærkvöldi. Keppt var í fjórgangi. Sigurvegarar kvöldsins voru Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli með einkunnina 8,07. Það var lið Hrímnis sem vann liðsskjöldinn með tvo knapa í A-úrslitum og einn í B-úrslitum.
Meira

Skipulagning Elds í Húnaþingi miðar vel áfram

Eldur í Húnaþingi fer fram dagana 20. – 24. júlí, hefst á miðvikudegi og endar á sunnudegi. Dagskráin er þegar farin að taka á sig mynd. Í Feyki sem kom út í síðustu viku er rætt við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Sólrúnu Guðfinnu Rafnsdóttur, um hvernig gengur. Hún og eiginmaður hennar, Mikael Þór Björnsson, tóku formlega að sér skipulagningu hátíðarinnar í desember sl. og sér hann um fjármálastjórn.
Meira

Litir ársins 2016

Já, þið sjáið rétt. Þetta eru litirnir sem litasérfræðingarnir hafa valið sem liti ársins 2016. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem valdnir eru tveir litir saman. En sérfræðingarnir telja þessa tvo verða áberandi bæði í tískufatnaði og heimilisskreytingum þetta árið. Í fyrra völdu þeir vínrauðan en núna eru það Rose quarts og Serenety sem ég kalla með öðrum orðum barnableikt og barnablátt.
Meira