V-Húnavatnssýsla

Safnað fyrir ómtæki með kótilettukvöldi

Söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 5. mars 2016. Um er að ræða kótilettukvöld með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.
Meira

Allt að 62% vinnuafls starfar hjá Framúrskarandi fyrirtækjum

Eins og sagt var frá í 6. tölublaði Feykis, fyrr í þessum mánuði, eru tólf fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista yfir þau 682 fyrirtæki landsins af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Stóðust þau fyrirtæki styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.
Meira

Dýrbítar drápu kindur á Sporði

Tveir hundar, tík og stálpaður hvolpur, drápu tvær kindur og særðu þá þriðju á bænum Sporði í Línaakradal í Húnaþingi vestra um miðjan dag sl. þriðjudag. Að sögn Þorbjörns Ágústssonar, bónda á Sporði, þurfti að aflífa þriðju kindinni sem var illa bitin.
Meira

Nýr deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs við Selasetur Íslands

Jessica Faustini Aquino er deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selaseturs Íslands og kennari við Hólaskóla. Á vef Selasetursins kemur fram að hún er með Ph.D. gráðu í samfélagsauð og þróun frá Arizona State University í Bandaríkjunum. Hún er líka með B.S. gráðu í náttúruverndarlíffræði og M.S. gráðu í afþreyingar- og ferðamálafræði.
Meira

Bjartviðri og kalt í dag

Suðaustan 3-8 m/s er á Stöndum og Norðurlandi vestra, lengst af bjartviðri og frost 2 til 12 stig, kaldast til landsins. Víða er hálka á Norðurlandi en sums staðar snjóþekja á útvegum.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira

Hestar fyrir alla

Fyrirhugað er að halda reiðhallarsýningu Þyts, Hestar fyrir alla, föstudaginn 18. mars næstkomandi. Sýningin verður haldin í samstarfi æskulýðsnefndar Þytsog annarra félagsmanna og vonast nefndin auðvitað eftir góðum undirtektum félagsmanna. „Til að halda sýningu verðum við að hafa atriði og þess vegna leitum við til ykkar félagsmenn góðir, sem og annarra áhugasamra,“ segir á vef Hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Fjólubláa liðið sigraði fjórganginn

Annað kvöld Húnvetnsku liðakeppninnar var haldið í reiðhöllinni á Hvammstanga sl. föstudagskvöld. Á vef hestamannafélagsins Þyts segir að um skemmtilegt kvöld hafi verið að ræða, margir frábærir hestar og knapar sýndu listir sínar. Það var Fjólubláa liðið sigraði kvöldið og náði sér í 65,2 stig.
Meira

Nýir búvörusamningar undirritaðir á föstudag

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga sl. föstudag. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.
Meira

Sýning um líf kvenna á fyrri tíð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Sýningin „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“ opnaði á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 14. febrúar. Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. „Áhugaverð sýning sem dregur frásagnir af konum á safnasvæðinu fram í dagsljósið,“ segir um sýninguna á vef Norðanáttar.
Meira