V-Húnavatnssýsla

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs og atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15.febrúar nk.
Meira

Mikil heitavatnsnotkun á árinu 2015 í Húnaþingi vestra

Í tilkynningu frá Hitaveitu Húnaþings vestra segir að við reglulegan álestur á hitaveitumælum hafi komið í ljós mikil almenn heitavatnsnotkun á árinu 2015.
Meira

Síðasti skráningardagurinn á Mannamót

Mannamót eru handan við hornið og fresturinn rennur út í dag. „Sýningin Mannamót sem haldin er fimmtudaginn 21. janúar í flugskýli Ernis er kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til þess að koma vöru sinni á framfæri,“ segir í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á morgun

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin á morgun, laugardaginn 16. janúar, og fer hún fram í Félagsheimili Hvammstanga. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Áætlað er að keppninni ljúki um kl. 22:00.
Meira

Kalt í dag en minnkandi frost á morgun

Snjóþekja eða hálka er á vegum á Ströndum og Norðurlandi vestra. Það er suðaustlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað, frost 4 til 14 stig. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis á morgun, þykknar upp og minnkandi frost.
Meira

Íslandspóstur fækkar dreifingardögum í dreifbýli

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum á 75 póstnúmerum, sem dreifð eru um allt land. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem birt var á vef stofnunarinnar sl. föstudag, skal fyrirkomulag dreifingarinnar vera 2+3, þ.e. þriðjudag og fimmtudag í viku 1 og mánudag, miðvikudag og föstudag í viku 2 o.s.frv. Breytingin tekur m.a. til Hvammstanga (pnr. 531, 500), Blönduóss (541, 540, 545) og Sauðárkróks (551, 560, 565, 566, 570) og tekur gildi þann 1. mars 2016.
Meira

Áhyggjur af fjölgun umferðaslysa

Morgunblaðið fjallar um á vef sínum Mbl.is að aukin tíðni umferðaslysa í Húnaþingi vestra valdi miklum áhyggjum. Rætt er við Kristján Þor­björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Blönduósi, og Svein Karlsson, bifvélavirkja á Borðeyri við Hrútafjörð, en hann hefur þjón­ustað lög­regl­una á Blönduósi und­an­far­in 20 ár með drátt­ar­bíl ef um­ferðaró­höpp verða í Húnaþingi vestra, frá Víðidalsá upp á miðja Holta­vörðuheiði. Báðir segja þeir sl. ár hafa verið sérstaklega annasamt.
Meira

Snjóþekja eða hálka á vegum

Snjóþekja eða hálka er á vegum í Norðurlandi og éljagangur í Skagafirði. Norðan 5-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, lægir á morgun og styttir upp að mestu þegar líður á daginn. Kólnandi veður, frost 5 til 13 stig síðdegis.
Meira

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa býður stúlkum á sjálfstyrkingarnámskeið

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa bauð öllum stelpum á 12. aldursári í fimm sveitarfélögum í Húnavatnssýslum kostur á að sækja námskeið helgina 24. – 25. október síðastliðinn. Námskeiðið köllum við „Stelpur geta allt“ en markmiðið með því er að styrkja sjálfsmynd ungra stelpna. Kennsla, matur, gisting og afþreying var í boði klúbbsins.
Meira

Ljósadagurinn haldinn í annað sinn

Ljósadagurinn er haldinn í annað sinn í dag, þriðjudaginn 12. janúar, en þá er kveikt á útikertum eða luktum til minningar um látna ástvini. Hugmyndin að Ljósadegi kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar slyss sem varð 12. janúar 2014.
Meira