V-Húnavatnssýsla

Einar Örn Gunnarsson sigraði Söngkeppni NFNV

Söngkeppni Nemendafélags FNV fór fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gærkvöldi. Fjöldi flottra söngatriða voru flutt, alls 14 talsins, en það var Einar Örn Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari. Í dómnefnd voru Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir.
Meira

Söngkeppni NFNV í kvöld

Söngkeppni Nemendafélags FNV fer fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í kvöld, föstudaginn, 5. febrúar, og hefst kl. 20:00. „Ómissandi tónlistarskemmtun,“ segir um viðburðinn í auglýsingu.
Meira

Veðrið einna verst í Húnaþingi vestra - „Hver aðstoðarbeiðnin á fætur annarri“

Ekkert ferðaveður var á Norðurlandi vestra í gærkvöldi, þá sérstaklega í Húnaþingi vestra. Ökumenn lentu í vandræðum og björgunarsveitir stóðu í ströngu, samkvæmt því sem segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á NLV. Lögreglan beindi því til ökumanna að vera ekki á ferðinni. „Til að mynda tók það björgunarsveitarmenn á breyttri jeppabifreið tvær klukkustundir að aka frá Hvammstanga að Víðihlíð sem alla jafna er um 20 mínútna akstur,“ segir á síðunni.
Meira

Ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun

Varað er við stormi eða roki (20 til 28 m/s) um landið sunnan- og vestanvert síðdegis, en norðan- og austanlands í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð vaxandi austanátt og snjókoma, 18-25 og talsverð snjókoma í kvöld, hvassast á annesjum. Lægir í fyrramálið og styttir að mestu upp eftir hádegi. Frost 0 til 5 stig.
Meira

„Velkomin á Norðurland vestra“ - skemmtilegt kynningarmyndskeið um NLV

Textílsetur Íslands á Blönduósi hefur birt skemmtilegt kynningarmyndskeið á netinu um Norðurlandi vestra. Í myndskeiðinu er sagt stuttlega frá helstu atvinnugreinum svæðisins og hvað það er einna þekktast fyrir, s.s. ullarframleiðslu, menningu og listir og mikla náttúrufegurð.
Meira

Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo hefur birt lista yfir þau 682 fyrirtæki af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015. Þetta er í sjötta sinn sem Creditinfo gefur út listann en af þeim 682 fyrirtækjum sem komust á lista eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Less is more

Nú eru útsöluslárnar að hverfa hægt og rólega úr búðunum og nýjar vörur fara að streyma inn, mér til mikillar ánægju. Við Íslendingar erum reyndar ekki alveg tilbúin í að kaupa vor og sumarvörur strax, þar sem allt er á kafi í snjó ennþá, en það eru einmitt vörurnar sem við förum að sjá í „nýjar vörur“ rekkunum á næstunni.
Meira

Heildarstefna í húsnæðismálum

Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu í 10 liðum. Um var að ræða aðgerðaáætlun sem fól það m.a. í sér að taka á skuldavanda heimila, auka stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði og vinna að framtíðarskipan húsnæðismála, þar á meðal úrbótum á leigumarkaði.
Meira

Staða viðræðna um nýja búvörusamninga á lokametrunum

Samninganefnd bænda hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðu viðræðna um nýja búvörusamninga en viðræður milli fulltrúa bænda og stjórnvalda hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Í yfirlýsingunni kemur fram að samningagerð sé nú langt komin en henni er þó ekki lokið. „Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira

Hvessir síðdegis með ofanhríð

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi en þó eru aðeins hálkublettir í Skagafirði. Í ábendingu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar segir að hvessa eigi með ofanhríð um landið norðvestanvert. Síðdegis verði snjókoma og skafrenningur frá Snæfellsnesi og Dölum, vestur og norður um Strandir, Skaga, Fljót og utanverðan Eyjafjörð. Hringvegurinn frá Holtavörðuheiði til Akureyrar verður hins vegar að mestu í sæmilegu vari.
Meira