V-Húnavatnssýsla

Breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga mótmælt

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) mótmæla þeim hugmyndum sem koma fram í þingskjali nr. 290, um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs vegna hlutdeildar í sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki verði ráðstafað árlega í samræmi við álagt heildarútsvar ársins 2013. Þetta kemur fram í fundargerð SSNV frá 12. janúar sl.
Meira

Alvarlegur hrossasjúkdómur landlægur í nágrannalöndunum aldrei greinst hérlendis

Í tengslum við umræðu um kverkeitlabólgu í Svíþjóð vill Matvælastofnun vekja athygli á mikilvægi smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu í hrossum hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að Kverkeitlabólga sé alvarlegur hrossasjúkdómur sem telst landlægur í öllum okkar nágrannalöndum þó alla jafna takist að einangra þau tilfelli sem upp koma og hindra faraldra.
Meira

Austur-Húnavatnssýsla áberandi á Mannamóti

Markaðsstofur landshlutanna, sem eru sex talsins, standa árlega fyrir Mannamóti, sem er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum, sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, og síðast en ekki síst að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar.
Meira

Hæg breytileg átt og él í dag

Fremur hæg breytileg átt og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en norðaustan 8-13 á Ströndum seint í kvöld. Norðaustan 10-18 og él á morgun, en hægari inn til landsins, einkum austantil. Frost 1 til 8 stig. Hálka og hálkublettir er á vegum.
Meira

Árekst­ur á Sauðárkróki

Tveir bíl­ar skullu harka­lega sam­an á Aðal­götu á Sauðár­króki um tvöleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki slasaðist ökumaður ann­ars bíls­ins lít­il­lega og var hann flutt­ur á sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri.
Meira

Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna. Þessa vikuna eru vinnustofur opnar í Húnaþingi, Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd en í Skagafirði í næstu viku.
Meira

Áskorun til ferðaþjóna á Norðurlandi

Ég hef aldrei nokkurn tímann stílað inn á það að fara í búð þegar hún er lokuð. Mér hreinlega dettur það ekki í hug. En auðvitað eins og karlmanni sæmir hef ég misskilið opnunartíma af og til, en það er óvart. Ég hef heldur aldrei búist við að einhver komi til mín þegar það er lokað og læst.
Meira

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið í Farskólanum

Stéttarfélögin Kjölur, SFR og Samstaða bjóða félagsmönnum sínum á námskeið í samstarfi viðFarskólann en á vef hans má finna nánari lýsingar á námskeiðin og þar er einnig hægt að skrá sig á þau. Námskeiðin er að sjálfsögðu opin öllum og vill Farskólinn minna á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
Meira

50´s áhrif í herratískunni í sumar

Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með herratískunni eftir að ég sá um innkaup fyrir Smash í Kringlunni, sem er „streetwear“ verslun. Þegar ég tók það verkefni að mér var eitt stórt vandamál, að versla inn herrafatnað, því framan af hafði ég ekki mikið spáð í henni því kærastinn minn hefur nefnilega verið mjög tregur í að fylgja tískuráðunum mínum. Hann hefur frekar farið sínar eigin leiðir, mér til mikilla ama, og oftar en ekki hef ég þurft að bíta fast í tunguna á mér þegar hann er að setja saman „outfittið“.
Meira