V-Húnavatnssýsla

SUPERSTAR á Hvammstanga um páskana

Leikfélög UMF Grettis og Kormáks munu setja upp sýninguna SÚPERSTAR í Fèlagsheimilinu Hvammstanga um komandi páska. Leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, hljómsveitastjórn í höndum Daníels Geirs Sigurðssonar og sér Ingibjörg Jónsdóttir um skipulagningu. Frá þessu segir á vef Norðanáttar.
Meira

Lækkum leiguverð

Það er staðreynd að veruleg fjölgun hefur átt sér stað á leigumarkaði, frá árinu 2008. 20,8% heimila voru á leigumarkaði árið 2014, samanborið við 12,9 % árið 2008. Auk þessa hafa kannanir, m.a. frá ASÍ sýnt fram á að margir þeirra sem búa á leigumarkaði, búa við verulega þungan húsnæðiskostnað. Algengt er að sá húsnæðiskostnaður nemi á bilinu 40 – 70 % af ráðstöfunartekjum.
Meira

Ísólfur kemur í stað Hönnu Rúnar í Íbess-Hleðslu

Fjórða liðið sem mun taka þátt í KS-Deildinni í ár er Íbess-Hleðsla. Liðstjóri er Jóhann B. Magnússon og með honum er Magnús Bragi Magnússon, Ísólfur Líndal Þórisson og Anna Kristín Friðriksdóttir.
Meira

Stjórn SSNV ályktar vegna fyrirhugaðrar skerðingar á póstþjónustu

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á N orðurlandi vestra, SSNV, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmæli þeirri ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að draga úr póstdreifingu í aðildarsveitarfélögunum sjö sem standa að SSNV.
Meira

Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur

Sagt er að öskudagur eigi sér átján bræður og sé eitthvað til í því þurfa íbúar á Norðurlandi vestra ekki að kvíða veðurfarinu næsta rúman hálfa mánuðinn, þó vissulega væri nokkuð kalt í morgun.
Meira

Hreinsun vega langt komin en þungfært á Siglufjarðarvegi

Það snjóar á Norðurlandi en samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru þó flestir vegir vel færir og hreinsun vega langt komin. Enn er þó þungfært á Siglufjarðarvegi. Norðan 8-15 og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Lægir smám saman á morgun. Frost 2 til 10 stig.
Meira

Pallaball á Hvammstanga í mars

Þrír ungir menn á Hvammstanga standa fyrir svo kölluðu Pallaballi á Hvammstanga, helgina fyrir páska. Allur ágóðinn af dansleiknum rennur til kaupa á ómtæki fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Kólnandi veður á morgun

Norðaustan 10-18 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari og úrkomulítið í innsveitum. Norðan 8-15 annað kvöld og víða éljagangur. Kólnandi veður, frost 3 til 9 stig seint á morgun. Snjóþekja eða hálka og er á flestum leiðum Norðvesturlands.
Meira

Einar Örn Gunnarsson sigraði Söngkeppni NFNV

Söngkeppni Nemendafélags FNV fór fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gærkvöldi. Fjöldi flottra söngatriða voru flutt, alls 14 talsins, en það var Einar Örn Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari. Í dómnefnd voru Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir.
Meira

Söngkeppni NFNV í kvöld

Söngkeppni Nemendafélags FNV fer fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í kvöld, föstudaginn, 5. febrúar, og hefst kl. 20:00. „Ómissandi tónlistarskemmtun,“ segir um viðburðinn í auglýsingu.
Meira