V-Húnavatnssýsla

Laust starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og strandamanna

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Um er að ræða fullt starf. Safnvörður ber ábyrgð á daglegu starfi byggðasafnsins, m.a. safnkennslu, skráningu, miðlun og kynningarmálum.
Meira

Úrkomulítið í dag en dálítil él í kvöld og nótt

Sunnan 10-15 og úrkomulítið er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en dálítil él í kvöld og nótt. Lægir á morgun og styttir upp. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig í nótt og á morgun. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru aðalleiðir á Norðurlandi eru mikið til greiðfærar en nokkur hálka er víða á útvegum.
Meira

Tölvur frá Tengli teknar gagnið í Burkína Fasó

Fyrir rúmu ári síðan, í jólablaði Feykis 2014, var greint frá gjöf Tengils ehf. á Sauðárkróki á tölvum til skóla í Afríku. Tölvum í eigu fyrirtækisins, sem áður höfðu verið í notkun í skólasamfélaginu í Skagafirði, hafði verið skipt út og var sú ákvörðun tekin að gefa þær til hjálparstarfs. Tölvurnar hafa nú verið teknar í gagnið í skólanum Ecole ABC de Bobo í Burkína Fasó.
Meira

Hlýtt í veðri næstu daga

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er austan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig. Víða eru hálkublettir eða hálka á vegum. Þá má búast við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Á að gefa bóndanum gjöf á morgun?

Það vill svo skemmtilega til að bóndadagurinn er á morgun. Á þessum degi hefur skapast sú hefð að eiginkonur/kærustur gefi bónda sínum blóm í tilefni dagsins. Gjafirnar hafa reyndar breyst mikið seinust ár og hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín hjá mörgum þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir sinn heittelskaða.
Meira

Kanínubúinu að Syðri-Kárastöðum bjargað

Söfnun Birgit Kositzke, kanínubónda til bjargar búi sínu Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra, lauk á Karolina Fund þann 15. janúar síðastliðinn. Birgit lagði upp með að safna 3000 evrum en niðurstaðan var að 4.819 evrur söfnuðust, tæp 700 þúsund, en 91 aðili lét fé af hendi rakna. Rætt er við Birgit á Dv.is.
Meira

Bjart að mestu og kaldast í innsveitum

Hæg suðlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Bjart að mestu og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Áframhaldandi hálka er síðan á velflestum vegum Norðanlands. Búast má við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Ásdís Aþena og Rannveig Erla sigurvegarar í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra haldin síðastliðinn laugardag, þann 16. janúar. Samkvæmt Facebook-síðu Grunnskóla Húnaþings vestra var flott frammistaða hjá öllum keppendum.
Meira

Hálka á velflestum vegum

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hæg suðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Hálka er á velflestum vegum á Norðurlandi. Þá má búast við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs og atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15.febrúar nk.
Meira