V-Húnavatnssýsla

N4 í Norrænt samstarf

Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur fengið styrk frá verkefnasjóði NORA, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, til að koma á fót samstarfi um gerð sjónvarpsþáttanna Á norðurslóðum - I norden, frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Norður-Noregi með það að markmiði að kynna líf, menningu, lífshætti og störf á norðurslóðum og miðla því á frummáli á alþjóðlegum vettvangi.
Meira

Súpufundur og námskeið á vegum Markaðsstofu Norðurlands

Föstudaginn 15. janúar 2016, á efri hæð á Greifanum Akureyri, verður haldið námskeið um breytingar á virðisaukaskatt í ferðaþjónustu á vegum KPMG 11:00-12:00 og súpufundur um þróun og uppbyggingu í vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi 12:00-13:00.
Meira

Útsölutips!

Á útsölum er hægt að gera frábær kaup, ef þú veist af hverju þú ert að leita. Að fara á þær bara af því að allir aðrir gera það endar yfirleitt að maður kaupir einhverja vitleysu. Þetta gerðist svolítið oft hjá mér í innkaupaferðunum erlendis því þar fékk maður lítinn tíma til að fara í búðir, eins og t.d. H&M. Allt svo ódýrt og allt keypt sem þótti flott. Þegar uppi var staðið var þetta alls ekki ódýrt því maður notaði bara brot af þessu öllu. Góð kaup ekki satt!
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Síðastliðinn föstudag, þann 8. janúar, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum.
Meira

Global Game Jam á Kollafossi í lok janúar

Þann 29. til 31. janúar næstkomandi verður haldið „Global Game Jam“ um allan heim, þar með talið á Kollafossi í Vesturárdal í Húnaþingi vestra. Þar hefur undanfarin tvö ár verið haldið hið óvenjulega Isolation Game Jam.
Meira

Fjöldi lítilla gististaða er á skrá á Norðurlandi vestra

Hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra eru 134 gististaðir á skrá. Flestir þeirra eru smáir, eða 84 af þessum 134 og fá þeir skoðun annað hvert eða jafnvel fjórða hvert ár. Þar er m.a. um að ræða litla gistiskála og gistiheimili án veitingasölu, heimagistingu og minni fjallaskála.
Meira

Anna Pálína Þórðardóttir er Norðvestlendingur ársins 2015

Anna Pálína Þórðardóttir hefur verið kosin Norðvestlendingur ársins 2015 af lesendum Feykis. Anna, sem varð áttræð 8. apríl sl., gaf á síðasta ári út bókina Lífsins skák sem inniheldur endurminningar hennar.
Meira

Langþráð baráttumál komið í höfn

Baráttan fyrir lægri húshitunarkostnaði hefur staðið lengi. Núna getum við fagnað því að mikilvægum áfanga er náð. Með lögum sem tóku gildi nú um áramótin og lögum sem lúta að jöfnuði í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis, eru stigin stærri og varanlegri skref í þessum efnum en við höfum lengi séð.
Meira

Skráningu í fjarnám við FNV lýkur 8. janúar

Í tilkynningu frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að skráningu í fjarnám á vorönn 2016 ljúki á morgun, föstudaginn 8. janúar. Fjölmargir áfangar eru í boði í fjarnámi.
Meira

Blússandi ójöfnuður eða blússandi góðæri?

Í upphafi árs lítum við yfir farinn veg og stígum á stokk og heitum á okkur sjálf að ná árangri í þeim verkefnum sem við erum að kljást við hverju sinni. Á Alþingi eru það fjárlögin sem endurspegla stefnu hverrar ríkisstjórnar og stjórnarandstaðan glímir við að ná fram breytingum á í takt við stefnu sinna flokka.
Meira