V-Húnavatnssýsla

Kosning á Manni ársins 2015 á Norðurlandi vestra hafin

Eins og undanfarin ár geta íbúar á Norðurlandi vestra kosið mann ársins, úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum Feykis og Feykis.is. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar til titilsins og verður kosið á milli þeirra sem hér eru nefndir í kosningunni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2015.
Meira

Flutningabíll lenti utan vegar á Holtavörðuheiði

Í fyrrinótt var óskað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga eftir að flutningabíll lenti utan vegar og valt á Holtvörðuheiðinni. Samkvæmt facebook síðu Húna fóru björgunarsveitarmenn á heiðina snemma í gærmorgun til að bjarga farminum og aðstoða við að koma bílnum aftur upp á veg.
Meira

Hvassviðri á Norðurlandi vestra í dag

Búast má við norðaustan hvassviðri eða stormi og hríðarbyl á öllu norðanverðu landinu í dag með takmörkuðu skyggni, hvassast er á NV-verðu landinu. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2015

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 15. desember, kl. 20:30 og í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 16. desember, kl. 20:30. Á söngskránni eru jóla- og aðventulög, íslensk og erlend. Enginn aðgangseyrir.
Meira

Ó, helga nótt í sérflokki

Í síðustu netkönnun Feykis voru talin til nokkur mis sígild jólalög en spurt var hvert laganna kæmi þeim sem svaraði mest í jólagírinn. Það er skemmst frá því að segja að það var jólasálmurinn Ó helga nótt sem vann netkosninguna með miklum yfirburðum, hlaut 30% atkvæða en hægt var að velja á milli níu svara.
Meira

Hætta á flughálku með hlýnandi veðri

Nú er eða hlýna á landinu úr vestri með snjókomu, slyddu og síðar rigningu. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hætt við að flughált verði við þessi umskipti að loknum frostakafla, þegar blotnar á klaka og þjappaðan snjó sem fyrir er. Hálka er á flestum vegum á Norðurlandi en sumstaðar snjóþekja, einkum á útvegum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tilnefningunni skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti í kvöld, 14. desember.
Meira

Mikið foktjón í Skagafirði

Söngdívan Diddú var ekki fyrr búin að yfirgefa Skagafjörð, eftir að hafa sungið á tónleikum með Geirmundi Valtýssyni, en stormur sem kenndur hefur við hana gerði mikinn usla í Firðinum. Þrátt fyrir að þarna sé um tilviljun að ræða er ljóst að veðrið sem gekk yfir landið allt sl. mánudag og náði mestum hæðum á Suðurlandi og í Skagafirði, er eitt hið versta í 25 ár. Afleiðingarnar voru þær að umtalsverðar skemmdir urðu á mörgum íbúðar og útihúsum í Skagafirði, þakplötur losnuðu og lausamunir fuku.
Meira

Eru gæludýrið eða hesturinn hrædd við flugeldahljóð?

Um næstu áramót munu margir fjölskyldumeðlimir á íslenskum heimilum fyllast óöryggi og skelfingu, þegar mannfólkið kveikir í skoteldum sér til skemmtunar. Þetta eru gæludýrin og hestarnir. Það er í flestum tilfellum hægt að laga eða fyrirbyggja hræðslu við hljóð fyrirfram. Þetta er gert með því að venja þau á hljóðin, svo þau átti sig á að ekkert hættulegt sé á ferð.
Meira

Fyrsti áfangi tekinn formlega í notkun á þriðjudag

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra, í Miðfirði og Hrútafirði. Verklegum framkvæmdum hitaveitunnar er nú að mestu lokið og verður fyrsti áfangi tekinn formlega í notkun þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 14:30.
Meira