V-Húnavatnssýsla

Menningarfélag Húnaþings vestra stofnað

Rétt fyrir áramót var stofnað Menningarfélag Húnaþings vestra. Vilhelm Vilhelmsson og Sigurvaldi Ívar Helgason stóðu fyrir stofnun félagsins og boðuðu til stofnfundar þriðjudaginn 29. desember síðastliðinn. Tilgangur félagsins er að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra og þá einkum með rekstri húsnæðis undir slíka starfsemi.
Meira

Alvarlega slösuð eftir umferðaslys á Hrútafjarðarhálsi

Kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega þegar tveir fólksbílar rákust saman á Hrútafjarðarhálsi laust fyrir átta í gærkvöldi. rúv.is hefur eftir vaktahafandi lækni á bráðamóttöku að konan sé alvarlega slösuð og í lífshættu. Hún var enn í aðgerð á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Meira

Spáð dálítilli snjókomu eða slyddu í dag

Hálka eða hálkublettir eru á Norðurlandi. Norðaustan 8-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en þurrt að kalla á morgun. Hiti kringum frostmark.
Meira

Kosning á Manni ársins 2015 lýkur á hádegi í dag

Kjöri á Manni ársins á Norðurlandi vestra lýkur kl. 12 á hádegi í dag, 4. janúar. Kosningin fer fram á forsíðu feyki.is. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar til titilsins og er kosið á milli þeirra sem hér eru nefndir í kosningunni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2015.
Meira

Aldrei selst jafnvel í forsölu

Undirbúningur og framkvæmdir á tilvonandi landsmótssvæðinu að Hólum í Hjaltadal gengur vel og kominn er hugur í hestamenn fyrir landsmóti næsta sumar, ef marka má ganginn í forsölumiða á mótið. „Aldrei hafa jafnmargir keypt miða í forsölu og nú, en um helmingi fleiri hafa nýtt sér forsöluverðin í ár en áður og sala gjafabréfa hefur sömuleiðis náð nýjum hæðum,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Almenningshlaup á gamlársdag

Á morgun, gamlársdag, verður almenningshlaup á Hvammstanga í boði fyrir þá sem vilja labba, skokka eða hlaupa í góðum félagsskap á síðasta degi ársins.
Meira

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH 2015

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga sl. mánudag, þar sem fram fór Staðarskálamótið í körfubolta 2015. Íþróttamaður USVH árið 2015 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal en hann hlaut 35 stig í kjörinu. Norðanátt.is greinir frá.
Meira

Stormur á Tröllaskaga og Skagaströnd

Vonskuveður hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun. Lægðin er nú yfir landinu, rétt 930 millibör. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er stormur í kringum Tröllaskaga og Skagaströnd núna um hádegisbil. Spáð er vaxandi suðvestanátt, 18-28 m/s upp úr hádegið, hvassast á annesjum, en hægari í kvöld. Hiti um og yfir frostmarki.
Meira

Flugeldasölur og gamlársbrennur í Húnavatnssýslum

Brenna og flugeldasýning verða á sínum stað á gamlárskvöld á Blönduósi á vegum Björgunarfélagsins Blöndu. Í Glugganum segir að kveikt verði í brennunni kl. 20:30 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. „Verið er að safna styrktaraðilum að flugeldasýningunni til að hún verði enn glæsilegri en áður,“ segir í auglýsingunni. Flugeldasala er aðal fjáröflun Björgunarsveitanna.
Meira

Stofnfundur Menningarfélags Húnaþings vestra í kvöld

Stofnfundur Menningarfélags Húnaþings vestra verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 29. desember, klukkan 21:00 í Bókasafni Húnaþings vestra, Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Tilgangur félagsins verður að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra.
Meira