V-Húnavatnssýsla

Ferðaveður með versta móti

Í dag er suðaustan 10-15 og él á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti um frostmark. Mjög djúp lægð gengur yfir landið með vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld, 18-23 m/s og slydda í nótt. Hægari um tíma í fyrramálið en snýst síðan í hvassa suðvestanátt, allt að 18-25 m/s á Norðurlandi með éljum eða slydduéljum og lélegu skyggni. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verður ferðaveður með versta móti víðast hvar í kvöld og nótt.
Meira

Ljúf jólalög á Jólatónleikum Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar hélt nýverið jólatónleika á Borðeyri og á Hvammstanga. Tónleikarnir voru þeir fyrstu undir stjórn nýs kórstjórnanda, Daníels Geirs Sigurðssonar, sem tók við að stýra kórnum nú í haust. Á tónleikunum flutti kórinn ýmis ljúf jólalög, íslensk og erlend.
Meira

Vaxandi suðaustanátt og slydda á morgun

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er sunnan 3-10, bjart veður og minnkandi frost. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 13-20 og slydda seinnipartinn á morgun, en mun hægari seint annað kvöld, einkum vestantil. Hiti 0 til 5 stig.
Meira

Húnar aðstoða fasta ferðamenn á aðfangadagskvöld

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga lögðu erlendum ferðamönnum í lið á aðfangadagskvöld en ferðamennirnir, sem voru frá Suður-Kóreu, höfðu fest sig á Holtavörðuheiði. „Um leið og kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin klukkan sex þá hringdu símar félaga í sveitinni í samhljómi með útkallsboðum,“ segir á Facebook-síðu sveitarinnar.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Margir fagna eflaust vetrarsólstöðum, en þær eru einmitt í dag, 22. desember og að þeim loknum tekur daginn að lengja á ný. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags þennan dag er 4 klukkustundir og 8 mínútur í Reykjavík. Þar er einnig að finna upplýsingar um dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. En hvers vegna verða vetrarsólstöður?
Meira

Leitar eftir aðstoð til að brúa bilið í kanínuræktinni

Á Syðri-Kárastöðum skammt norðan Hvammstanga er eina kanínubú landsins þar sem kanínur eru ræktaðar til manneldis. Fyrirtækið Kanína ehf. var stofnað í október 2011 og er Birgit Kositzke aðaleigandi þess. Hún kemur frá Þýskalandi og er kanínukjöt hluti af matarmenningunni þar. Þar sem Birgit langaði að búa áfram á Íslandi ákvað hún að stofna sitt eigið fyrirtæki og fylgja viðskiptahugmynd sinni eftir, en nú skortir fjármagn til að brúa bilið þar til reksturinn fer að standa undir sér.
Meira

Harðnandi frost næstu daga

Nokkur hálka er í Húnavatnssýslum en vegir að mestu auðir í Skagafirði en þó er hálka á Siglufjarðarvegi fyrir utan Hofsós. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðaustlæg átt 8-15 m/s og úrkomulítið, en dálítil snjókoma í kvöld. Frost 0 til 8 stig.
Meira

„Það er hljómurinn innra með okkur sem skiptir mestu máli“

Elinborg Sigurgeirsdóttir hefur stýrt Tónlistarskóla Húnaþings vestra samfleytt frá árinu 1989. Hún er fædd 10. júlí 1951 og er uppalin á Bjargi í Miðfirði. Eiginmaður Elinborgar var Egill Gunnlaugsson, héraðsdýralæknir í Húnaþingi vestra en hann lést 2008. Elinborg er komin af tónlistarfólki í báðar ættir og því ekki að undra að tónlistin yrði hennar ævistarf.
Meira

„Góður dagur á Norðurlandi vestra“

„Ég er afar glaður að þetta skuli hafa klárast með þessum hætti. Það er ekki annað hægt, þetta verða rúmlega þrjátíu störf og 316 milljónir, þannig að það er alveg ljóst að þetta er veruleg innspýting inn á svæðið. Þetta er góður dagur,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Norðvesturnefndarinnar, um þá ákvörðum Ríkisstjórnarinnar, sem tekin var í morgun, að samþykkja 15 af 30 tillögum sem Norðvesturnefndin setti fram í skýrslu í desember á síðasta ári.
Meira