V-Húnavatnssýsla

Íbúðalánasjóður selur 504 fast­eignir um land allt

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja um 500 íbúðir úr eigna­safni sjóðsins í opið sölu­ferli. Um er að ræða þriðjung þeirra íbúða sem nú eru í eigu sjóðsins eða 504 íbúðir alls. Íbúðirnar eru um land allt og verða boðnar til sölu í 15 eigna­söfnum. Veru­legur hluti íbúðanna er í útleigu en hluti eign­anna þarfnast lagfær­ingar.
Meira

Vel mætt á aðventutónleika í Ásbyrgi

Hópur Vestur-Húnvetninga sem staðið hafa að tónleikahaldi fyrir jólin undanfarin ár hélt jólatónleika í Ásbyrgi síðastliðinn fimmtudag. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, keppandi í Voice Ísland og ein af söngkonunum á tónleikunum segir að vel hafi tekist til og mæting verið góð að venju.
Meira

Óskar þess heitast að komast aftur í læknismeðferð til Svíþjóðar

María Ósk Steingrímsdóttir er 22 ára stúlka frá Sauðárkróki. Hún er búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þegar blaðamaður Feykis hitti hana á kaffihúsi í borginni á dögunum bar hún það ekki með sér að hafa lifað við viðstöðulausa verki meira og minna allt sitt líf, sársauka sem hún hefur lært að lifa með. Undanfarin tvö ár hafa þó verið henni þungbær með stigvaxandi verkjum og langri bið eftir að komast í aðgerð. María segir óvissuna um hvað framtíðin beri með sér einna erfiðust.
Meira

Útköll í Austur-Húnavatnssýslu en engin í Húnaþing vestra

„Þetta gekk allt vel hér í Húnaþingi vestra. Sveitin var í viðbragðsstöðu, en við þurftum ekki að sinna neinum útköllum. Ég hef ekki heldur frétt af neinu tjóni,“ sagði Gunnar Örn, formaður Björgunarsveitarinnar Húna, í samtali við Feyki nú rétt fyrir hádegi.
Meira

Rafmagnslína á veginum milli Miðsitju og Sólheima í Skagafirði

Rafmagnslína liggur á þjóðvegi 1 í Skagafirði milli bæjanna Miðsitju og Sólheima, unnið er að viðgerð og verður vegurinn lokaður á meðan. Víða er lokun á vegum enn í gangi, verið er að meta aðstæður gagnvart veðri og ástandi og unnið er að opnun þar sem hægt er.
Meira

Skólahald á Norðurlandi vestra í dag

Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að hefðbundið skólahald verði í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir. Þannig að allt skólahald í Skagafirði fellur niður í dag nema á Sauðárkróki.
Meira

Enn er óvissustig á Norðurlandi vestra

Samkvæmt svari við fyrirspurn Feykis til Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld er ekki búið að lýsa yfir hættustigi í Skagafirði eins og sagt var í fréttum fyrr í kvöld. Þar ríkir hins vegar óvissustig eins og víðast hvar annars staðar á landinu.
Meira

Skagafjörður gæti orðið sérlega illa úti

Í viðtali við Óla Þór Árnason, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum RÚV kom fram að veðurspáin, einkum í kvöld, væri einna verst fyrir Skagafjörð. Tröllaskaginn, sem gjarnan skýlir ákveðnum svæðum í héraðinu, gæti að þessu sinni virkað eins og magnari á veðrið.
Meira

Veðurklúbburinn spáir rysjóttu tíðarfari og hvítum jólum

Þriðjudaginn 1. des. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00 með einnar mínútu þögn í virðingarskyni við nýlátinn klúbbfélaga, Gunnar Rögnvaldsson, sem var virkur í starfi klúbbsins og lagði m.a. til veðurfarsvísurnar, sem fylgt hafa veðurspánni á þessu ári.
Meira

Óvissustig vegna óveðurs

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.
Meira