Haförn á flugi í Húnaþingi
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
15.11.2015
kl. 13.45
Þessi haförn varð á vegi blaðamanns Feykis á dögunum á ferð um Miðfjörð í Húnaþingi vestra. Hann lét eftirför blaðamanns ekki trufla sig, gaut augunum annað slagið aftur, en hélt áfram flugi sínu inn fjörðinn þar til hann hvarf inn í þokuna. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Vesturlands er um að ræða fullorðinn fugl en undanfarin ár hafa þrjú arnarpör orpið við Húnaflóa. „Vonandi fjölgar þeim og varpútbreiðslan færist áfram til austurs,“ segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofunnar.
Meira
