V-Húnavatnssýsla

Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga

Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga.
Meira

Víða hálka, snjóþekja og éljagangur

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur núna á níunda tímanum. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er Norðaustan 5-10 m/s og él í dag, en hægari og rofar til í kvöld.
Meira

Loksins er farið að snjóa

Það hefur kyngt niður snjó á Norðurlandi vestra í nótt og það sem af er degi en svæðið hafði orðið talsvert útundan í snjókomu síðustu daga. Nú upp úr hádegi fór síðan að hvessa þannig að líklegt má teljast að það dragi í skafla og færð spillist. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu og Lágheiði er ófær.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla - smelltu hér

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður sýndur í dag beint frá Sauðárkróki á Feyki.is og hefst útsendingin innan skamms. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm og þangað mæta fulltrúar fyrirtækjanna sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð og góðir gestir til að ræða um frumkvöðlastarf.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla á morgun kl. 12:00

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á Feyki.is á morgun, laugardaginn 28. nóvember, og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.
Meira

Jólablað Feykis er komið út

Jólablað Feykis er komið út. Blaðið er 44 litprentaðar síður og er því dreift ókeypis inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Efni blaðsins er að vanda fjölbreytt og komið víða við. Forsíðumynd blaðsins er eftir Gunnhildi Gísladóttur ljósmyndara.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er á þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra að Staðarskála og áfram yfir Holtavörðuheiði, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá eru hálkublettir á Þverárfjalli og víða í Húnavatnssýslum. Aðrar leiðir í Skagafirði og á Skaga eru greiðfærar.
Meira

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-2015 - Örstutt gláp á tölur

Fyrir töluótt fólk getur verið fróðlegt að glugga í íbúatölur enda kemur margt athyglisvert í ljós þegar þær eru skoðaðar betur. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-15 er hér til lauslegrar skoðunar, skipt niður eftir þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Íbúaróunin er eitthvað misjöfn innan landshlutans en almennt fækkar íbúum á öllu svæðinu. Alls um 850 manns á 15 árum eða rúm 10%. Slík fækkun íbúa er væntanlega verðugt umhugsunarefni.
Meira

Netverslanir með tískufatnað á Íslandi

Það að búa í litlu bæjarfélagi hefur bæði kosti og galla en með tilvist internetsins stækkaði heimurinn mjög mikið fyrir þá sem hafa lært að kveikja á tölvunni og tengjast netinu. Það að kaupa vöru og láta senda sér heim varð allt í einu mjög auðvelt. Mikið úrval er að erlendum netverslunum og flesir kannast við hann Alí vin minn (www.aliexpress.com) og það getur verið mjög skemmtilegt að versla frá honum, allt svo ódýrt, en þeir sem hafa prófað að panta fatnað geta eflaust komið með fyndnar sögur, því í flestum tilvikum er hann hannaður á asískt fólk sem passar auðvitað enganvegin á okkur Íslendinga.
Meira

Landsnet tilbúið til viðræðna um orku fyrir álver á Hafurstöðum

Ágætur gangur er í viðræðum um orkuöflun fyrir álver á Hafursstöðum í Skagabyggð, að því er haft er eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf. í Morgunblaðinu í dag. Einnig kemur fram í fréttinni að Landsnet sé tilbúið til viðræðna við sveitarfélögin á svæðinu, svo skýra megi flutningsþörf raforku og þar með staðsetningu háspennulína.
Meira