V-Húnavatnssýsla

Lækjarmót ræktunarbú ársins þriðja árið í röð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga síðasta dag október mánaðar. Daginn áður var haldin uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts. Á hátíðunum voru veittar ýmsar viðurkenningar, m.a. fyrir ræktunarbú ársins og knapa ársins. Lækjamót var valið ræktunarbú ársins 2015, þriðja árið í röð.
Meira

Vetrarþjónusta, fjármálaráðherra og veruleiki dagsins

Á dögunum mælti fjármálaráðherra fyrir fjáraukalögum. Sá hann sérstaka ástæðu til að staldra við vetrarþjónustukostnað Vegagerðarinnar og klykkti út með: „Þar vísa ég til þess að í vetrarþjónustu, eins og annars staðar í stofnanakerfinu, er ekki hægt að útiloka að menn þurfi að aðlaga þjónustustigið að þeim veruleika sem mönnum er búinn við fjárlagagerðina. Það er hinn kaldi veruleiki svo margra stofnana í ríkiskerfinu og hlýtur að eiga við í Vegagerðinni.“
Meira

Kvenbuxnatískan í haust er með dass af 70‘s áhrifum

Ég fékk svolítið skemmtilegt komment um mig frá vini mínum hér á Sauðárkróki. „Bíddu, er Sigga farin að skrifa um tísku? Sé ég hana ekki yfirleitt ómálaða í íþróttafötum?“ Sem er alveg rétt. Ég hef síðan ég flutti norður dottið í þæginlega fatnaðinn en hef reyndar aldrei verið mikið fyrir það að hafa mig til í framan þó svo að ég þurfi að fara út á meðal fólks. Ég verð samt að viðurkenna að ég passaði ekki lengur í fötin mín eftir að hafa eignast barn og það að vera í fæðingarorlofi neyddi mig aðeins niður á jörðina í þessum málum, sem var í góðu lagi, sérstaklega hvað fötin varðar. Því að eyða hátt í 50-70 þúsund krónum í hverjum mánuði er bilun. En þegar freistingarnar eru til staðar þá er það mjög auðvelt.
Meira

Hrekkjavökupartý á Hvammstanga

Síðasta laugardag var allsherjar hrekkjavökupartý í félagsmiðstöðinni Órion á Hvammstanga þar sem fagurlega skreyttar verur mættu til að skemmta sér og gæða sér á fingramat, í bókstaflegri merkingu, og öðru góðgæti. Frá þessu er sagt á vefnum Norðanátt.
Meira

Sala á Neyðarkallinum að hefjast

Í dag hefst sala á Neyðarkallinum svokallaða, sem er ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveita landsins. Félagar í Skagfirðingasveit verða á ferð um Sauðárkrók um helgina, og svo er einnig með aðrar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra.
Meira

Fylgst með vinnslu Iceprotein á þorskpróteinum í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við fyrirtækið Iceprotein í Verinu á Sauðárkróki. Rætt er við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir rysjóttu veðurfari í nóvember

Þriðjudaginn 3. nóv. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 16 talsins, sem er óvenju góð mæting enda síðasta veðurspá gengið með endemum vel eftir og því engin ástæða til annars en að vera stoltur af þátttöku sinni í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Fundinum lauk kl. 14:25.
Meira

Framhaldsrannsókn á sauðfjárdauða

Í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar segir frá því að stofnunin vinni nú að undirbúningi að framhaldi rannsóknar á auknum sauðfjárdauða í fyrra vetur, í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga

Sigurður Líndal Þórisson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Síðastliðin 4 ár vann Sigurður við gæða- og verkefnastjórnun hjá Expedia Inc, einu stærsta ferðaþjónustu- og tæknifyrirtæki heims. Þar á undan starfaði Sigurður m.a. við leikhússtjórnun, sem sjálfstætt starfandi leikstjóri með á sjötta tug leikverka að baki, og sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna. Sigurður er með MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College, leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama, og kennarapróf frá Strode's College.
Meira

„Víðidalstungubók“ komin heim

Flateyjarbók er nú að koma út á norsku í fyrsta skipti. Er útgáfan afar vegleg og hefur enda hlotið fádæma góðar undirtektir meðal Norðmanna. Það var stórbóndinn Jón Hákonarson í Víðidalstungu sem upphaflega lét gera bókina og kostaði hana, en skrifarar hennar voru prestarnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson.
Meira