Stjórn SSNV tekur undir vonbrigði vegna styrkveitinga úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun

Lokaáfangi uppbyggingar við Borgarvirki var eitt þeirra verkefna sem fékk úthlutað styrk úr verkefnaáætlun Landsáætlunar 2020-2022. Mynd:Wikipedia.org
Lokaáfangi uppbyggingar við Borgarvirki var eitt þeirra verkefna sem fékk úthlutað styrk úr verkefnaáætlun Landsáætlunar 2020-2022. Mynd:Wikipedia.org

Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var þann 7. apríl sl. var lögð fram samantekt á úthlutunum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun sem runnið hafa til Norðurlands vestra á undanförnum árum.

Í fundargerð kemur fram að samkvæmt samantektinni sé ljóst að fjármunir þeir sem komið hafa til landshlutans hafa verið mjög lágt hlutfall þeirra fjármuna sem þar eru til ráðstöfunar. „Í ljósi þess að ákveðið hefur verið að auka fjármagn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í ljósi aðstæðna vegna heimsfaraldurs vill stjórn SSNV vekja athygli á því að nauðsynlegt er að ákveðinn hluti þeirra fjármuna renni til svæða sem skemur eru á veg komin í uppbyggingu innviða til að þau verði í stakk búin til að nýta þann tíma sem nú skapast til uppbyggingar. Ef þess verður ekki gætt er hætta á að þessi svæði verði mun lengur að ná sér á strik þegar ferðaþjónustan fer á skrið að nýju,“ segir í fundargerð.

Stjórn SSNV vísar jafnframt í bókanir byggðaráðs Blönduósbæjar frá 17. mars sl. og sveitarstjórnar Húnavatnshrepps frá 2. apríl sl. þar sem lýst var yfir, í báðum tilvikum, vonbrigðum vegna síðustu úthlutunar úr sjóðunum.

Tengdar fréttir:

Vonbrigði með synjun á styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fjármunum úthlutað til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir