A-Húnavatnssýsla

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Blússandi byr hjá Húnvetningum í boltanum

Bleiki valtarinn rauk í gang í kvöld þegar lið Ýmis úr Kópavogi mætti liði Húnvetninga í 3. deildinni. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn á Blönduósi gert sjö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lið Kormáks/Hvatar er því enn sem fyrr í öðru sæti 3. deildar þegar fimm umferðir eru eftir. Staðan er vænleg en eftir eru nokkur sleip bananhýði og það fyrsta er heimaleikur gegn liði Kára frá Akranesi nú um helgina.
Meira

Rúnar Kristjánsson sendir frá sér ljóðabókina „Fjörusprek og Grundargróður“

Nýútkomin er hjá forlaginu Sæmundi á Selfossi ljóðabókin Fjörusprek og Grundargróður eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Þetta er níunda bók höfundar og sjöunda kveðskaparbók hans.
Meira

Íbúum fjölgar í Húnabyggð: „Engin ástæða til annars en að vera bjartsýn og jákvæð“

„Þetta skýrist einnig af þeirri uppbyggingu sem er í gangi bæði í gamla bænum og t.d. í nýsköpun í matvælaiðnaði. Fyrirtæki á svæðinu er líka sum hver að vaxa og Textílmiðstöðin hefur náð alvöru fótfestu. Þannig að það er ýmiskonar gerjun í gangi og engin ástæða til annars en að vera bjartsýn og jákvæð.”
Meira

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgar mest

Íbúum Skagafjarðar fjölgaði um 64 íbúa eða 1,5 prósent á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. ágúst 2023, sem er mesta fjölgunin í einstaka sveitarfélagi á Norðurlandi vestra. Íbúar Skagafjarðar eru nú 4382 talsins.
Meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum. Af viðbrögðum einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum má ráða að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum: 20 ár frá fyrstu keppni

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 20. ágúst og hefst kl. 14. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Strandamenn fundu upp þessa skringilegu keppnisgrein og verður því mikið um dýrðir.
Meira

Lifepak CR2 hjartastuðtæki til HSB

Á stjórnarfundi í síðustu viku afhenti stjórn Hollvinasamtaka HSB Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi Lifepak hjartastuðtæki. Tæki þetta er gefið í minningu Ingva Þórs Guðjónssonar, en hann var í allmörg ár ráðsmaður og sjúkrabílstjóri hjá HSB.
Meira

Trésmiðjan Stígandi ehf. auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Trésmiðjan Stígandi ehf. auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Meira