Íbúum fjölgar um 0,7% á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2023
kl. 08.00
Á heimasíðu Þjóðskrár segir að íbúum hafi fækkað í níu sveitarfélögum en fjölgað eða staðið í stað í 55 sveitarfélögum frá 1. desember 2022 til 1. desember 2023. Á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög í dag og fjölgaði í þrem þeirra. Aftur á móti fjölgaði íbúum í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022 og var aukningin á Norðurlandi vestra um 0,7%. Hlutfallslega var mesta fjölgunin á Suðurnesjum eða um 5,3% sem er fjölgun um 1.651 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.465 frá 1. desember 2022 til. 1. desember 2023 sem er um 3% aukning.
Meira
