A-Húnavatnssýsla

Holtavörðuheiði opnuð á ný

Rétt upp úr klukkan 12 í dag var Holtavörðuheiðinni lokað út af slæmum akstursskilyrðum. Reiknað var með því að vegurinn myndi opna á ný um hálf þrjú en upp úr klukkan hálf tvö var heiðin opnuð á ný en vegfarendur hvattir til að aka varlega.
Meira

Leikskólafólk í Skagafirði samþykkti verkfall auk starfsfólks sundlauga

Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks á leikskólum í fimm sveitarfélögum á félagssvæði Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþágu, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Vinnustöðvanir munu vera frá 30. maí til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní.
Meira

Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Gul viðvörun er í ennþá gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.
Meira

Það rigndi göt á Kormák/Hvöt

Húnvetningar héldu áfram keppni í 3. deildinni í knattspyrnu í gær þrátt fyrir votviðri sem var á mörkum hins leyfilega. Það var spilað í Garðinum og samkvæmt öruggum heimildum af aðdáendasíðu gestanna þá rignir öðruvísi þar en annars staðar – sennilega þá miklu meira og örugglega á ská. Vallaraðstæður voru því ekki hinar bestu en heimamenn virtust pluma sig betur við þessar erfiðu aðstæður og unnu sanngjarnan 3-0 sigur.
Meira

Þá sjaldan maður bregður sér í leikhús á Blönduósi :: Björk Bjarnadóttir skrifar

Við mæðginin, Björk og Egill Mikael, næstum fjögurra ára, kíkjum oft norður á Blönduós til að heimsækja ömmu og afa. Alltaf er kátt í koti en nú var einstaklega mikil spenna fyrir því að fara norður því við vorum einnig að fara að sjá leikritið Blíðu og dýrið, eftir Nicholas Stuart Gray, hjá Leikfélagi Blönduóss. Lítil frænka kom líka með okkur til ömmu og afa, hún Indiana Hulda, sem er fimm ára. Hún var svo spennt að fara á leikritið að spurt var hvern dag, hvort leikritið yrði í dag, en við mættum á Blönduós þrem dögum fyrir sýninguna sem var sýnd þann 30. apríl.
Meira

Gult ástand og vetrarfærð á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Búist er við vetrarfærð á fjallvegum norðan- og austanlands í nótt og á morgun sunnudaginn 14. maí. Í athugasemd veðurfræðings eru vegfarendur hvattir til að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.
Meira

Vináttan :: Áskorandinn Karl Jónsson – Brottfluttur Króksari

Ég er minntur á það rækilega þessa dagana hvað æskuvináttan er sterk og hvað hún mótaði mig mikið. Alla lífsleiðina eignast maður vini og kunningja en alltaf er það æskuvináttan sem er og verður sterkust. Hún krefst í raun einskis. Hún krefst ekki daglegs sambands lengur, það geta liðið vikur á milli samtala, en æskuvinirnir eru bara þarna og daglega hugsa ég til þeirra, hvernig þeim líði og hvort það sé ekki allt í lagi.
Meira

Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BRSB að fara með málið fyrir dómstóla

BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitafélaganna.
Meira

Opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það verður hrært í góða veislu á Blönduósi á morgun þegar heimamenn fagna opnun Hótel Blönduóss eftir fegrunaraðgerðir og allsherjar uppstrílun. Opnunarteiti verður frá kl. 14 til 17 þar sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mætir í hátíðarskapi og Hugrún Sif og Tríó Halla Guðmunds koma fram. Að sjálfsögðu verða veitingar í boði og að auki býðst fólki að skoða Krúttið, hótelið, kirkjuna og Helgafellið.
Meira

Vill skoða aðrar leiðir til að minnka umfang urðunar í Stekkjarvík

Húnahornið greinir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar sé óánægð með að áform um stækkun urðunarsvæðis í Stekkjarvík komi ekki formlega inn á hennar borð áður en stjórn Norðurár samþykkir framkvæmdina endanlega. Þá setur sveitarstjórnin spurningarmerki við að ekki þurfi sérstakt framkvæmdaleyfi frá henni enda áformaðar framkvæmdir umfangsmiklar.
Meira