A-Húnavatnssýsla

Ingvi Rafn stýrir Kormák/Hvöt út tímabilið

Ingvi Rafn Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar og mun stýra liðinu út leiktímabilið. Hann tekur við af Aco Pandurevic sem lét af störfum síðastliðna helgi.
Meira

Starfsmann vantar í Fab Lab

Fab Lab Sauðárkrókur leitar nú að starfsmanni til að hanna og skrá (github) verkefni á sviði KiCad rafrásahönnunar og forritunar. Verkefnin verða síðar notuð til kennslu í grunn- framhalds- og háskólum eins og hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá Labbinu er gerð krafa um íslensku og/eða ensku kunnáttu.
Meira

Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar

Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.
Meira

Syngur einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg

Ólafur Freyr Birkisson mun syngja einsöng annað kvöld á tónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Ólafur er frá Höllustöðum í Blöndudal, sonur Kristínar Pálsdóttur og Birkis Hólm Freyssonar.
Meira

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Gul viðvörun vegna veðurs hefur þegar tekið gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og miðhálendið og mun taka gildi síðar á hverjum landshlutanum af öðrum, utan Austfirði sem sleppa alveg að þessu sinni.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira

Húnvetningar töpuðu gegn Elliða og Aco lætur af störfum

Í síðustu viku lutu Húnvetningar í sundpollinn í Garði þegar lið Víðis hafði betur og þá var ákall frá fréttaritara heimasíðu Kormáks/Hvatar um færri víti og færri spjöld. Ekki virtust hans menn hafa lesið pistilinn því spjöld og víti voru meðal annars uppskera Kormáks/Hvatar þegar liðið tók á móti Árbæingum í Elliða í óvenju þéttri suðvestanátt með tilheyrandi rigningarslettum á Sauðárkróksvelli. Niðurstaðan 1-3 tap og áfram gakk.
Meira

Óli Arnar næsti ritstjóri Feykis

Breytingar verða á ritstjórn Feykis, svæðisfréttablaði Norðurlands vestra, þegar Óli Arnar Brynjarsson tekur við ritstjórastarfinu þann fyrsta ágúst nk. af Páli Friðrikssyni, sem gegnt hefur því embætti í tíu ár samanlagt. Ekki þurfti langt að leita að eftirmanni Páls því Óli Arnar hefur starfað hjá Nýprenti í 18 ár og unnið að einu eða öðru leyti við Feyki í tæp 20 ár.
Meira

Sýnishorn af innsendum botnum og vísum í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Eins og fram hefur komið í Feyki voru úrslit Vísnasamkeppni Sæluvikunnar kynnt við setningu Sæluvikunnar 30. apríl sl. Búið er að birta sigurvísurnar en samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir besta botninn og eins fyrir bestu vísuna þar sem efnistök voru gefin fyrirfram sem að þessu voru tíðar sólalandaferðir Íslendinga og áhrif þeirra á verðbólgudrauginn.
Meira