A-Húnavatnssýsla

Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.
Meira

Æfðu reykköfun um borð í HDMS Vædderen

Slökkvilið Skagastrandar fékk það einstaka tækifæri að æfa reykköfun um borð í danska strandgæslu skipinu HDMS Vædderen en á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að æfingin hafi verið í samstarfi við Björgunarsveitina Strönd. „Við látum myndirnar tala sínu máli,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook en eins og sjá má er hér hörkulið á ferðinni.
Meira

Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.
Meira

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í Miðgarði 19. maí

Stórasti leikurinn er í kvöld! Valur og Tindastóll mætast í Origo-höllinni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það seldist að venju upp á leikinn á mettíma og útlit fyrir ógnarstemningu. En hvað sem gerist í kvöld þá er í það minnsta ljóst að uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður annað kvöld, föstudaginn 19. maí, í Miðgarði í Varmahlíð. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn.
Meira

KSÍ hvetur fólk til að sýna stillingu í garð dómara

Borið hefur á slæmri umræðu í garð knattspyrnudómara það sem af er liðið tímabili í íslenska boltanum. Umræðan hefur nú gengið svo langt að á dögunum sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu þar sem athygli er vakin á því að á síðustu vikum hafi tveimur dómurum á vegum sambandsins verið hótað lífláti.
Meira

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring.
Meira

Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum.
Meira

Umhverfis- og tiltektardagur á Blönduósi

Umhverfis- og tiltektardagur er framundan á Blönduósi, fimmtudaginn 18. maí nk. þar sem ,,íbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið‘‘ líkt og fram kemur í tilkynningu á vef Húnabyggðar.
Meira

Allra síðasta sýning á Á svið nk. miðvikudag

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá gamanleikinn Á svið sem Leikfélag Sauðárkróks hefur sýnt á fjölum Bifrastar undanfarnar tvær vikur. Allra síðasta sýning næsta miðvikudag.
Meira

Fjölmargir mættu í opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það var slegið upp opnunarteiti á Hótel Blönduósi á laugardag og í dag var hótelið opnað gestum. Fjölmargir heimsóttu hótelið á laugardag enda mikið um dýrðir og eflaust margir forvitnir um hvernig tekist hefur til með þær breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu síðan félagarnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson keyptu það af Byggðastofnun í fyrra og hófu í kjölfarið framkvæmdir.
Meira