A-Húnavatnssýsla

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Það birtir til þegar líður á daginn

Veður mun alla jafna vera stillt á Norðurlandi vestra nú þegar morgunskíman bíður eftir að riðja janúarmyrkrinu í burtu. Það snjóaði á Króknum um klukkan átta í morgun og má reikna með éljabökkum á svæðinu framan af degi en gert er ráð fyrir að það létti til þegar líður á daginn, dregur jafnvel meira úr vindi og frostið magnast.
Meira

Húnahornið stendur fyrir vali á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Kosning á Manni ársins á Norðurlandi vestra stendur nú yfir á Feykir.is en Húnahornið stendur sömuleiðis fyrir vali á Manni ársins en í Austur-Húnavatnssýslu en það hefur netmiðilinn gert undanfarin 20 ár. Eru lesendur Húnahornsins hvattir til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einstaklingur eða hópur manna.
Meira

Ný reglugerð um riðuveiki í fé

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið reglugerðarinnar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfárriðu, þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 
Meira

Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira

Hver verður Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki sem var kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025. Feykir óskaði eftir tilnefningum og rökstuðningi og hér má sjá þau sem tilnefnd hafa verið:
Meira

Heita vatnið hækkar í verði í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið segir frá því að um síðustu mánaðamót hækkaði Rarik gjaldskrá sína fyrir sölu á heitu vatni. Fyrir meðalheimili á Blönduósi og Skagaströnd nemur hækkunin 6,8%. Á vef Rarik kemur fram að markmið hækkunarinnar sé að fylgja almennri verðlagsþróun og tryggja eðlilega endurheimt fjárfestinga, ásamt því að stuðla að jafnræði viðskiptavina eftir því sem unnt sé.
Meira

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 | Björn Snæbjörnsson skrifar

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira

G L E Ð I L E G J Ó L

Starfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,
Meira