A-Húnavatnssýsla

Laxveiðitímabilið á enda komið

Á huni.is segir að veiði í laxveiðiánum í Húnavatnssýslu er að ljúka þessa dagana. Mun fleiri laxar hafa veiðst í helstu laxveiðiám sýslnanna í sumar, í samanburði við síðustu ár. Miðfjarðará er komin í 2.458 laxa en í fyrra veiddust 1.334 laxar í ánni. Laxá á Ásum er komin í 1.008 laxa en í fyrra endaði hún í 660 löxum. Þetta er besta veiði í ánni síðan 2017. Víðidalsá stendur í 789 löxum en í fyrra veiddust 645 laxar í ánni og Vatnsdalsá er með 616 veidda laxa í samanburði við 421 í fyrra.
Meira

Yndisleg samverustund á Heilsudögum í Húnabyggð

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Húnabyggð að sl. viku hafa Heilsudagar í Húnabyggð farið fram. Skipuleggjendur settu saman flotta dagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í gærmorgun var t.d. yndisleg samvera hjá eldri borgurum, starfsfólki og börnum í Leikskóla Húnabyggðar þar sem gengin var hringur á íþróttavellinum og svo var boðið upp á ávaxtastund á eftir. Þessi samveruhreyfing vakti mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum sem tóku þátt.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2024 í Húnaþingi vestra

Umhverfisstofnun sendi miðjan júlí inn veiðistjórnunartillögur fyrir rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Samkvæmt þeim skulu veiðidagar vera heilir og veiði hefjast fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Veiði er heimil frá og með föstudegi til og með þriðjudags innan tímabilsins. Því er óleyfilegt að veiða rjúpu miðvikudaga og fimmtudaga. Í nýja veiðistjórnunarkerfinu er landinu skipt upp í svæðin sex sem talin eru upp á meðfylgjandi mynd hér í fréttinni og er veiðitímabil hvers svæðis ekki háð öðrum svæðum heldur stjórnast af ástandi stofnsins innan svæðisins segir á vef Umhverfisstofnunar. Á Norðurlandi vestra eru 20 veiðidagar og má veiða frá 25. október til og með 19. nóvember. Þá er veiðimenn minntir á að ennþá er sölubann á rjúpu.
Meira

Fornverkaskólinn fékk góða heimsókn

Dagana 17.-18. september fékk Fornverkaskólinn nemendahóp af arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í heimsókn. Hópurinn kom í Skagafjörð m.a. til að kynnast torfarfinum á Íslandi en eins og margir vita er af nógu að taka í þeim efnum í firðinum. Dagskráin hófst með kynningu á Víðimýrarkirkju. Þá var farið á skrifstofuna í Glaumbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á torfi, mismunandi hleðslugerðum og verkfærum svo fátt eitt sé nefnt, og loks var gengið um sýningarnar á safnsvæðinu.
Meira

Fish Partner tekur við Blöndu og Svartá

Í frétt á mbl.is segir að fé­lagið Fish Partner hef­ur samið við Veiðifé­lag Blöndu og Svar­tár um að taka að sér sölu á veiðileyf­um á vatna­svæðinu næstu fimm árin. Um er að ræða umboðssölu fyr­ir­komu­lag en fram til þessa hafa leigu­tak­ar greitt fast leigu­verð fyr­ir ána. Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið tekið upp víðar og eru Norðurá í Borg­ar­f­irði og Ytri Rangá dæmi um laxveiðiár þar sem slíkt fyr­ir­komu­lag hef­ur reynst vel.
Meira

Hvað segir það um málstaðinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég á enn eftir að hitta þann aðila í viðskiptalífinu sem vildi frekar 29 tvíhliða viðskiptasamninga í stað eins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins fyrr á árinu þar sem hún beindi spjótum sínum að þeim sem bent hafa á mikla og vaxandi ókosti aðildar Íslands að samningnum. Hins vegar er vandséð hvað ráðherrann átti við enda virtist hann hafa verið að halda því fram að heyrði EES-samningurinn sögunni til þýddi það meðal annars endalok Evrópusambandsins.
Meira

Miðasala á Jólin heima er hafin

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima er hafin, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 14. desember og hefjast kl. 21. Miðasalan fer fram á vefsíðunni Feykir.is, hlekkur á fréttasíðunni vísar í miðasölu.
Meira

Bana­slys við Fossá - norðan við Skagaströnd

Alvarlegt umferðaslys varð á Skagavegi, norðan við Skagaströnd við Fossá á þriðja tímanum í gær þriðjudaginn 24. sept. Bifreið lenti utan vegar og ofan í ánni. Ökumaður bifreiðarinnar lést en farþegi hennar var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar.
Meira

Orkunýlendan Ísland? | Bjarni Jónsson skrifar

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum.
Meira

Formaður Framsóknar jaðarsetur Norðvestrið | Sigurjón Þórðarson skrifar

Ég kom inn á þingið í dag [í gær] sem varaþingmaður, en það sem ég rak augun fyrst í er að Sigurður Ingi virðist markvisst hafa jaðarsett þingmenn sína í Norðvesturkjördæminu.
Meira