A-Húnavatnssýsla

Drög að sóknaráætlun Norðurlands vestra birt í samráðsgátt stjórnvalda

Undanfarið hefur verið unnið að nýjum sóknaráætlunum landshlutanna sem munu ná yfir tímabilið 2020-2024. Drög að nýjum sóknaráætlunum verða birtar í samráðsgátt stjórnvalda og er það í fyrsta sinn sem mál utan ráðuneyta eru birt þar. Nú þegar hafa sóknaráætlanir þriggja landshluta verið birtar í samráðsgáttinni, Suðurlands, Vestfjarða og nú síðast Norðurlands vestra.
Meira

Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn

Nýsköpunarlandið Ísland er samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðja við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, kynnti sl. föstudag nýja Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum.
Meira

Skrifstofur sýslumanns loka

Föstudaginn 11. október og mánudaginn 14. október verða skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki lokaðar vegna árshátíðar starfsmanna.
Meira

Toskönsk kjúklingasúpa og danskur grautur

Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson, kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla, sáu um matarþátt Feykis í 39. tbl. Feykis árið 2017. Þau voru þá nýflutt​ ​aftur​ ​norður​ ​í​ ​land​ ​eftir​ tíu​ ​ára​ ​búsetu​ ​í​ ​Kaupmannahöfn en​ ​Þorvaldur​ er uppalinn í Miðfirðinum en ​Kristín​ í​ ​Reykjavík.​ ​„Við​ ​höfum​ ​sest​ ​að​ ​í​ ​Hrútafirði​ ​með​ ​börnin​ ​fjögur sem​ ​ganga​ ​í​ ​leikskóla,​ ​grunnskóla​ ​og​ ​framhaldsskóla​ ​á​ ​Hvamsmtanga.​ ​Í Kaupmannahöfn​ ​var​ ​Þorvaldur​ ​yfirkokkur​ ​á​ ​dönskum​ ​veitingastað​ ​og​ ​leggur​ ​hér​ ​fram uppskrift​ ​af​ ​toskanskri​ ​kjúklingasúpu​ ​og​ ​uppáhalds​ ​eftirrétti​ ​Danans​ ​sem​ ​heitir Rødgrød​ ​med​ ​fløde,​ ​borið​ ​fram​ ​á​ ​danska​ ​vísu​ ​“röðgröððð​ ​meðð​ ​flöðöehh”. sem myndi þýðast​ ​yfir​ ​á​ ​íslensku​ ​“berjagrautur​ ​með​ ​rjóma”, sögðu þau Kristín og Þorvaldur.
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Lokatölur í laxveiðinni

Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám landsins og hefur lokatölum verið skilað fyrir allar húnvetnsku árnar. Þær eiga það flestar sammerkt að afli þar er umtalsvert minni en síðustu ár og oft þarf að leita langt aftur í tímann til að finna svo léleg sumur.
Meira

Afmælishátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli á Skagaströnd á 80 ára afmæli á þessu ári og verður því fagnað í næstu viku. Þessa dagana standa yfir þemadagar þar sem nemendur og starfsfólk vinnur meðal annars að undirbúningi afmælishátíðar sem haldin verður næstkomandi þriðjudag, þann 8. október.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2020 en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins svo og verkefni til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna styrkhæfra verkefna.
Meira

Blóðbankabíllinn á Blönduósi

Blóðbankabíllinn er nú á ferð á Norðurlandi og verður hann opinn fyrir blóðsöfnun á N1 planinu á Blönduósi í dag, miðvikudaginn 2. október frá klukkan 14-17. Blóðbankabíllinn er mikilvægur þáttur í starfsemi Blóðbankans en til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem fyrir er.
Meira

Slagarasveitin gefur út sitt fyrsta lag

Næstkomandi laugardag ætlar hljómsveitin Slagarasveitin að spila nokkur lög á Veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og hefst viðburðurinn kl:20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur en finna má lagið á Spotify ásamt myndbandi á Youtube.
Meira