A-Húnavatnssýsla

Listería í laxa- og rækjusalati frá Sóma

Matvælastofnun hefur gefið út viðvörun við neyslu á einni lotu af laxa- og rækjusalati frá Sóma ehf. vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greindist í reglulegu eftirliti fyrirtækisins. Sómi hefur ákveðið að innkalla salatið af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Meira

Staðreyndir um mislinga á heimsvísu

Dauðsföllum af völdum mislinga á heimsvísu fækkaði um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu, segir á ​ vef heilbrigðisráðuneytisins en þar er staðreyndum um mislinga á heimsvísu komið á framfæri. Áætlað er að bólusetning fyrir mislingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á þessu árabili. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið saman staðreyndir um mislinga og bólusetningu við þeim og segir stofnunin bólusetningu við sjúkdómnum með ábatasömustu fjárfestingum til að efla lýðheilsu.
Meira

Tuttugu verkefni í gangi í Ræsingu á Norðurlandi vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, efndi í upphafi ársins til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir. Verkefnið ber nafnið Ræsing og var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu. Verkefnið er nú hálfnað og eru átta verkefni í gangi í Skagafirði og tólf í Húnavatnssýslum. Sagt er frá þessu á vef SSNV í dag.
Meira

Rúmlega átta og hálf milljón í söfn á Norðurlandi vestra

Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr. auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og voru veittir styrkir á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna. Rúmlega átta og hálf milljón kom í hlut safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Textílmiðstöðin hlýtur styrk

Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu nýverið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrknum, sem nemur 2,4 milljónum króna, er úthlutað vegna verkefnsins Nývinnsla í textílhönnun sem felur það í sér að núverandi og útskrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistaskólans, fjórir samtals, vinna saman að hönnun og rannsókn á textíl á Blönduósi sumarið 2019 og hanna úr því nýja vöru. Frá þessu er greint á vef Textílmiðstöðvarinnar.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Flaga í Vatnsdal

Engin tvímæli hafa leikið á því, að nafnið sje upprunalegt og óbrjálað. Þó finst ritað „Ftaugu“ í Auðunarmáldögum 1318 (DI, ll, 476. Þar eru Hvammskirkju „áskilin ítök í Flaugu í Vatnsdal“) og „Flagha“ í óvandaðri afskrift frá 1500. (DI. II. 330). Allstaðar annarsstaðar í fornbrjefum er ritað Flaga. (DI. IV. 7ll o. m. v. Sömuleiðis jarðabækurnar). Flögubæir eru 8 á landinu og hvergi hefir nafnið breyzt frá, uppruna. Flaga stendur að vestanverðu í Vatnsdal eins og menn vita. Landi þar er svo háttað, að fyrir utan og sunnan bæinn eru valllendisleiti með dældum á milli. Það eru auðsjáanlega uppgrónar skriður. Þessar öldumynduðu skriður eru hvað mestar yzt og syðst í túninu og liggja framundan allstórum giljum í hálsinum eða fellinu ofan við bæinn. Nokkuð sama má segja um Flögu í Hörgárdal.
Meira

Orkuskot inn í daginn og besta ídýfan, auðveldur fiskréttur og baunaréttur

Sigfríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson á Hvammstanga voru matgæðingar Feykis í 10. tbl. 2017. Þau buðu upp á uppskriftir að orkuskoti inn í daginn og bestu ídýfunni, auðveldum fiskrétti og baunarétti. Það er Sigfríður sem hefur orðið: „Þó ég sé nú stolt bóndadóttir og meiri hluti fjölskyldunnar stundi fjárbúskap, elda ég sjaldan rautt kjöt núorðið. Það er þó ekki gert af ásettu ráði, heldur er nú bara smekkur mannanna misjafn. Fiskur, kjúklingur, grænmetis- og baunaréttir og súpur eru oftast í boði á minu heimili.
Meira

Fimmtíu árunum fagnað

Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld.
Meira

Nýir rekstraraðilar hjá Ömmukaffi

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Ömmukaffis á Blönduósi. Það eru þau Liya Behaga og Guðjón Ebbi Guðjónsson sem tóku við af þeim Bryndísi Sigurðardóttur og Birnu Sigfúsdóttur sem rekið hafa veitingahúsið undanfarin ár.
Meira

Helmingi hjólbarða ábótavant

Meira en helmingur allra bíla er með of lítinn, mikinn eða mismikinn loftþrýsting í dekkjum samkvæmt nýrri könnun sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjónabíla. Þetta verður að teljast áhyggjuefni því loftþrýstingur hefur áhrif á stöðugleika, hemlunarvegalengd og þar af leiðandi almennt öryggi ökutækja.
Meira