A-Húnavatnssýsla

Ísland grænt á ný, eitt Evrópuríkja

Ísland er aftur orðið grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, eitt Evrópuríkja en stofnunin uppfærir á hverjum fimmtudegi kort sem sýnir nýgengi COVID-19 smita í Evrópu. Á vef heilbrigðisráðuneytis kemur fram að græni liturinn sé til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.
Meira

Allt er fertugum fært – Leiðari Afmælis-Feykis

Eins og blaðið í dag ber með sér eru 40 ár liðin síðan fyrsta eintak Feykis kom fyrir augu lesenda eða hinn 10. apríl 1981. Á baksíðu fyrsta Feykis segir: „Nokkrir áhugamenn um blaðaútgáfu hafa tekið saman höndum og gert þetta fyrsta blað að veruleika. Okkur er það ljóst að til að gefa blað reglulega út þarf stofnun, hlutafé, ritnefnd og ritstjóra. Hann þarf svo aftur breiða fylkingu tíðindamanna um kjördæmið allt. Hingað til hafa útgefendur blaða hér unnið einir í hjáverkum störf sín.
Meira

Afmælisblað Feykis komið út

Afmælis-Feykir er kominn út en í blaði vikunnar er 40 ára útgáfu héraðsfréttamiðilsins Feykis minnst með ýmsum hætti. Viðtöl, upprifjanir, skemmtilegar minningar, torskilin bæjarnöfn og afþreying svo eitthvað sé nefnt. Meðal efnir eru viðmælendur sem spurðir voru út í kynni sín af blaðinu; Ragnar Z. Guðjónsson, ritstjóri Húnahornsins; Sigfús I. Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Tilslakanir á sóttvörnum

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Þetta var tilkynnt í dag.
Meira

Hvað hefur Hjaltland að bjóða ferðamanninum? – Vísindi og grautur

Sjötta erindi vetrarins í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur, sem haldið er af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, verður haldið í dag þriðjudaginn 13. apríl klukkan 13. Þar mun Andrew Jennings, lektor við „University of Highlands and Islands“ í Skotlandi flytja erindið: „Shetland tourism - What does Shetland have to offer the tourist and what has been the impact of Covid-19?“
Meira

Lausnin er úti á landi

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein.
Meira

Mótast mökunarköll landsela við Ísland af ógnum í umhverfi?

Landselsbrimlar við Íslandsstrendur virðast gefa frá sér lengri og lægri hljóð á fengitíma en landselir við Danmörku og Svíþjóð og það gæti markast að mögulegri ógn í umhverfi þeirra samkvæmt því sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Selasetur Íslands, Hafrannsóknastofnun, Syddansk Universitet og Árósaháskóla í Danmörku. Greint er frá niðurstöðunum í grein í nýjasta hefti vísindaritsins JASA Express Letters.
Meira

Leitin að Fugli ársins 2021 er hafin

Á vef Fuglaverndar segir að fuglar séu hluti af daglegu lífi fólks og flestir eigi sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. „Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verða úrslitin kynnt á sumardaginn fyrsta.“
Meira

Númerslausir bílar og óþrifnaður á íbúðarlóðum

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hyggst nú á vordögum fjarlægja númerslausa bíla og annað á lóðum sem þykir til lýta á umhverfi en samkvæmt tilkynningu frá HNV er leyfilegt að geyma númerslausan bíl á innkeyrslum þ.e. ef viðkomandi bíll veldur ekki mengun eða er augljóslega ekki lýti á umhverfi.
Meira

Hollvinasamtök HSB láta gott af sér leiða

Aðalfundur Hollvinasamtaka HSB á Blönduósi var haldinn í síðustu viku en þar var hlaupið yfir starfsemi síðastliðins árs. Á Húni.is kemur fram í pistli stjórnar að meðal þess sem samtökin tóku sér fyrir hendur var að kaupa nuddbekk í janúar og æfingatæki í aðstöðu sjúkraþjálfara. Þá voru gefnar spjaldtölvur og heyrnatól á deildir HSB og Hnitbjarga. Súrefnistæki fór til Sæborgar á Skagaströnd og þá söfnuðu þær Angela Berthold sjúkraþjálfari og Eva Hrund Pétursdóttir iðjuþjálfi fyrir þjálfunarhjóli fyrir sjúkradeild 1 og 2.
Meira