A-Húnavatnssýsla

Minnisvarði reistur í Spákonufellskirkjugarði

Nýverið var settur upp minnisvarði í Spákonufellskirkjugarði á Skagaströnd um látna ástvini sem hvíla annarsstaðar en í viðkomandi kirkjugarði. Þar geta ættingjar og vinir minnst þeirra hvenær sem þeir vilja með t.d. með blómum, logandi ljósi eða á annan þann hátt sem þeir kjósa.
Meira

Allt að fjörtíu manns að æfa blak á Blönduósi

Síðasta haust tóku sig til þau Óli Ben og Jóhanna Björk á Blönduósi og störtuðu blaki í íþróttahúsinu. Í byrjun voru æfingar einu sinni í viku og hefur þetta heldur betur undið uppá sig og er nú æft þrisvar í viku, einn og hálfan klukkutíma í senn. Konur og karlar æfa saman og eru allt upp 40 manns sem hafa verið að mæta á æfingu. 
Meira

Vilja endurskoðun gámasvæða í Húnabyggð

Ástand gámasvæða í Húnabyggð voru til umfjöllunar á fundi umhverfisnefndar sveitarfélagsins á mánudaginn og hugmyndum velt upp hvernig ætti að vinna með framtíðarsýn þess málaflokks. Í frétt í Húnahorninu segir að nefndin leggi m.a. til að rætt verði við Terra, sem sér um daglegan rekstur gámasvæðisins á Blönduósi, um að endurskoða opnunartíma svæðisins svo íbúar hafi meiri sveigjanleika.
Meira

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við minntumst þess á dögunum að hálf öld var liðin frá því að efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 mílur af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra réttilega í grein sem hún ritaði á Vísi vegna tímamótanna.
Meira

Góð samstaða á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram miðvikudaginn 15. október á Teams. Þingið sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og starfsfólk samtakanna. Á haustþingi var skorað á Ríkisstjórn Íslands að setja af stað vinnuhóp með fulltrúum ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til að koma með tillögur um hvernig styrkja megi landshlutann og snúa við neikvæðri íbúaþróun með eflingu atvinnulífs og bættum lífsskilyrðum.
Meira

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
Meira

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira

Vinnustofa í nýsköpun og gervigreind á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.
Meira

Spáð snjókomu og svo rigningu

Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
Meira

Smásagnasafn eftir Stein Kárason komið út

Út er komin bókin Synda selir ­smásögur eftir Stein Kárason, sem er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira