A-Húnavatnssýsla

Textílmiðstöðin sýnir á HönnunarMars

Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð á HönnunarMars 2020 , í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og nafnið bendir til var ætlunin að hátíðin yrði haldin í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní.
Meira

Viðhaldsþörf Húnavers og Dalsmynnis hleypur á tugum milljóna

Kostnaður Húnavatnshrepps vegna reksturs Húnavers og Dalsmynnis síðastliðin fimm ár nemur rúmlega 35 milljónum króna og eru viðhaldsframkvæmdir vegna húsanna næstu fimm árin áætlaðar um 77 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem lögð voru fram á síðasta sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps. Í þeim er tekinn saman kostnaður við rekstur félagsheimilanna tveggja árin 2015 til 2020 og tilgreindar helstu viðhaldsframkvæmdir sem ráðast þarf í næstu fimm árin.
Meira

Viðburðir á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Meira

Eric Clapton nýr hluthafi í Vatnsdalsá

Tónlistarmaðurinn þekkti, Eric Clapton, er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu GogP ehf. sem hefur Vatnsdalsá á leigu en þrír eig­end­ur eru nú í fé­lag­inu að því er fram kemur á veiðivef mbl.is, Sporðaköstum. Þar segir einnig að á sama tíma sé Pét­ur Pét­urs­son að selja sig út úr fé­lag­inu og seg­i þar með skilið við Vatns­dal­inn sem hann hef­ur fóstrað frá 1997.
Meira

Holtastaðakirkja og Sveinsstaðaskóli hlutu styrk úr Húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum til 36 verkefna en hér er um aukaúthlutun að ræða sem er þáttur í aðgerðum til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins. Ríkisstjórnin veitti 100 milljónum króna sem viðbótarframlagi í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins.
Meira

Spor - sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumaropnun hefur nú tekið gildi hjá Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og er nú opið frá klukkan 10-17 alla daga. Hefð er fyrir því að bjóða upp á nýja sérsýningu í safninu við hverja sumaropnun og að þessu sinni er það sýningin Spor sem sett er upp hjá safninu. Að sýningunni stendur Arkir bókverkahópur, sem telur ellefu íslenskar listakonur, Auk þess eiga nokkrar erlendar listakonur verk á sýningunni en þær eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Textílsetrinu/Textílmiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Meira

Sýrlendingarnir komnir með íslensk ökuréttindi

Þau gleðitíðindi birtust á vef Húnahornsins fyrir helgi, að sýrlenska flóttafólkið sem kom til Blönduóss og Hvammstanga á síðasta ári, er nú flest allt komið með ökuréttindi. Var það ökukennarinn Selma Svavarsdóttir sem sá um kennsluna og nefnir hún að verkefnið hafi ekki verið einfalt.
Meira

Breytingar :: Áskorandapenninn - Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum

Það eru ártugir síðan ég fermdist. Það var bjartur og fallegur dagur þegar ég stóð við altarið í Þingeyrakirkju eftir undirbúning hjá sr. Þorsteini, prófasti á næsta bæ. Það var fámennt við altarið, þá sveið að skarð var fyrir skyldi. Jafnaldri sem átti að standa þarna með okkur hafði verið hrifinn burt úr þessum heimi, fyrsta dráttavélaslysið sem ég kynntist af raun. Hafði þau sterku áhrif að vinar var saknað á fermingadegi, en varð til þess að ávallt síðar umgekkst ég hættur vélknúinna tækja af virðingu.
Meira

Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira