A-Húnavatnssýsla

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

„Til eru lausnir ef takast má að taka þeim vágesti móti“

Fréttir af eldislaxi þar sem hann er ekki velkominn hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Vágesturinn hefur gert vart við sig í húnvetnskum ám og víðar og brugðu landeigendur í Miðfirði á það ráð að gera grjótgarð yfir Miðfjarðará sem er jú ein mesta og besta laxveiðiá landsins. Þá hafa norskir kafarar verið fengnir til að svipast um eftir eldislaxi í ám hér norðanlands og hefur mátt sjá myndir af þeim marandi í hálfu kafi úti í miðjum ám.
Meira

Undir bláhimni

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.
Meira

Laxveiði í Blöndu stefnir í sögulegt met í leiðindum

Huni.is segir frá: „Nú er farið að síga á seinni hlutann í laxveiðinni þetta sumarið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Húnahornsins hefur laxveiði í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna verið léleg eða um 60% minni en í fyrra
Meira

Beint flug lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
Meira

Ævisaga Guðrúnar frá Lundi á 80 ára útgáfuafmæli Dalalífs

Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalaífs, sem enn er meðal mest lesnu bóka landsins, kom út.
Meira

Ekki fundust eldixlaxar í Miðfjarðará og Vatnsdalsá

Norskir kafarar, sem komu til landsins í fyrradag til að leita uppi og fjarlægja eldislax úr ám, voru mættir í Hrútafjarðará, Miðfjarðará og Vatnsdalsá í gær. Í frétt á Húnahorninu segir að fjöldi manns hafi fylgst með athöfnum þeirra en enga eldislaxa fundu þeir í Miðfjarðará eða Vatnsdalsá en í Hrútafjarðará skutu þeir með skjótbyssum sínum fjóra meinta eldislaxa.
Meira

Ástand Svínvetningabrautar engan veginn ásættanlegt

Ástand Svínvetningabrautar, á vegakaflanum frá Stóra Búrfelli að veginum fram í Blöndudal að vestan verðu, er ekki gott. Í frétt í Húnahorninu, þar sem vitnað er í fundargerð byggðarráðs Húnabyggðar, segir að nokkrir aðilar hafi kvartað undan skemmdum á bílum og að vegurinn sé engan veginn ásættanlegur.
Meira

Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að íbúar og fyrirtæki fái að taka þátt í að móta samskiptastefnuna og hafa áhrif á innihald hennar og útlit.
Meira

Eldislaxar skjóta víða upp kollinum

Fréttir af strokulöxum úr eldiskvíum hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu daga og hafa veiðifélög brugðist á ýmsan hátt við. Í Miðfjarðará var settur mikill grjótgarður en grjótið var fengið láni hjá Vegagerðinni. Vegagerðar menn sögðust ekki hafa vitað til hvers átti að nota grjótið. Strangt til tekið eru allar meiriháttar aðgerðir við ár og vötn háðar leyfi Fiskistofu. Forsvarsmenn veiðifélagsins segja að um neyðaraðgerð hafi verið að ræða og vona því að Fiskistofa sjái í gegnum fingur við þá. Það á eftir að koma í ljós.
Meira