A-Húnavatnssýsla

Síðsumarsball í Árgarði 17. ágúst

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir Síðsumarsballi í Árgarði laugardaginn 17. ágúst frá kl. 21:00 - 01:00. Norðlensku molarnir leika fyrir dansi. Aðgangseyrir er 4000 kr. og allir eru velkomnir. Því miður þá er ekki posi en hægt að greiða með pening eða millifærslu á staðnum. 
Meira

Einlæg ljósmyndasýning á Húnavöku

Ég er þeirrar skoðunar að list, þegar hún er persónuleg, sé meira grípandi og sýni tegund hugrekkis sem fáir kanna. Að segja nána sögu í gegnum listir krefst hugrekkis því ást okkar, minningar, vonir og draumar ættu ekki að vera til umræðu eða skoðunar. Að sýna ást okkar út á við er ákveðin traustsyfirlýsing.
Meira

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira

Geggjuð Húnavaka!

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var dagskrá Húnavöku þéttskipuð frá miðvikudegir og fram á sunnudag og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur viðburðastjórnanda þá tókst Húnavakan geggjað vel, þó hún hefði verið til í betra veður á laugardeginum en þá þurfti að færa einhverja viðburði undir þak.
Meira

Umhverfisverðlaun 2024 veitt á Húnavöku

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar 2024 voru veitt á Húnavöku sl. fimmtudag en verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Það var Berglind Hlín Baldursdóttir, varaformaður umhverfisnefndar Húnabyggðar, sem afhenti verðlaunin.
Meira

Velur þú að loka barnið þitt inni í her­bergi með barna­níðingi?

Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað.
Meira

Gul viðvörun frá miðnætti og fram á miðjan dag

Það er alltaf tími fyrir pínu leiðindaveður. Nú á miðnætti skellir Veðurstofan á okkur gulri veðurviðvörun hér á Norðurlandi vestra og stendur sú viðvörun fram til kl. 15 á morgun. Spáð er norðvestan 8-15 m/s og rigningu, talsverðri eða jafnvel mikilli úrkomu á vestanverðum Tröllaskaga.
Meira

Ítalskur pastaréttur og panna cotta

Matgæðingur í síðustu viku var Fanney Birta Þorgilsdóttir en hún er fædd og uppalin á Hofsósi. Fanney hefur búið í Reykjavík síðustu fimm ár en flutti á heimaslóðirnar með manninum sínum, Fandam, síðasta haust. Þau eiga saman fjögurra mánaða strák sem heitir Ísak. „Okkur finnst einstaklega gaman að borða ítalskan mat og þegar við fáum fólk í matarboð slær þessi pastaréttur alltaf í gegn, bæði hjá börnum og fullorðnum.“ 
Meira

Eldað með Air fryer

Nú ætlar Feykir að mæla með nokkrum Air fryer uppskriftum því annað hvort heimili er komið með svona snilldar græju. En það eru samt margir hræddir við að nota hann svona fyrst en það er um að gera að láta vaða og prufa sig áfram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Air fryer lofsteikingarpottur sem er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti, fyrst og fremst hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.
Meira

Húnvetningar sóttu þrjú stig í Sandgerði

Lið Kormáks/Hvatar sótti þrjú stig suður með sjó í gærkvöldi en þá mættu þeir botnliði Reynis Sandgerði í afar mikilvægum leik í botnbaráttu 2. deildar. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru eitt mark um miðjan síðari hálfleik og það dugði til þar sem sterk vörn Húnvetninga hélt vatni og vindum. Lokatölur 0-1.
Meira