A-Húnavatnssýsla

Hver er maður ársins á Norðurlandi vestra?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki semvar kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025.
Meira

Yfir fannhvíta jörð leggur frið

Hann tók allt í einu upp á því að fara að snjóa í gær hér á Norðurlandi vestra. Ekki reyndust það nú nein ósköp, það var alla jafna logn og snjórinn féll niður nánast í snefilmagni en jörð varð hvít og kannski eins og við viljum hafa hana á þessum árstíma. Vegir eru allir færir en engu að síður ýmist hálka eða snjóþekja á vegum. Verið er að moka Öxnadalsheiði en veður er víðast hvar skaplegt – ef ekki allsstaðar.
Meira

Skagfirski Kammerkórinn heimsækir Blönduós

Þriðjudaginn 16.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Blönduóskirkju og hefjast tónleikarnir kl.20.
Meira

Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna

Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Meira

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðild­ar­viðræður. Við för­um alltaf í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á und­an. Og það er mik­il mála­miðlun af okk­ar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Meira

Væri til í útitónleika með Billie Eilish á Svalbarða | ANNA KRISTÍN

Hún er alin upp á Brandsstöðum í Blöndudal, dóttir Jóhönnu Helgu frá Móbergi í Langadal og Brynjólfs frá Austurhlíð í Blöndudal. Hún er fædd árið 1996 býr á Brekkunni á Blönduósi með sínum ekta manni Gunnari Inga Jósepssyni og heitir Anna Kristín Brynjólfsdóttir. Aðal hljóðfæri Önnu er röddin, segist vera sígólandi en á engu að síður að baki níu ára nám á píanó og notar þetta tvennt yfirleitt saman.
Meira

5 vaxtalækkanir á einu ári | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Meira

Skóna út í glugga... | Leiðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Fjölmenni á upplestri á aðventu

Fjölmenni var við Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu síðastliðinn sunnudag 7. desember. Þar mættu þau Reynir Finndal Grétarsson sem las upp og kynnti bækur sínar Fjórar árstíðir sem er ævisaga og glæpasöguna Líf.
Meira

Svínvetningabraut aftast á merinni í tengivegaáætlun

Innviðaráðuneytið hefur svarað erindi Húnabyggðar um stærstu samgönguverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu en þau eru Vatnsdalsvegur, Skagavegur og Svínvetningabraut. Í frétt í Húnahorninu segir að samkvæmt ráðuneytinu sé Svínvetningabraut öftust í röðinni í tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á norðursvæði. Á undan í röðinni eru Svarfaðardalsvegur, Sæmundarhlíðar, Hegranesvegur og Víðidalsvegur. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Svínvetningabraut muni hefjast innan 4-5 ára.
Meira