A-Húnavatnssýsla

Miðasala hafin á undanúrslit í bikar

Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna 19. janúar sl. Leikið verður dagana 3. og 4. febrúar 2026 en svo fer úrslitaleikurinn fram 7. febrúar. Miðsala er hafin og hægt er að nálgast miða á Stubb. 
Meira

Húnvetningar ekki á eitt sáttir með Holtavörðuheiðarlínu 3

Mbl.is segir frá því að byggðarráð Húnabyggðar fagni ákvörðun Landsnets um að fara svonefnda byggðaleið með nýja Holtavörðuheiðarlínu 3. Þessi leið hafi verið baráttumál Húnabyggðar síðustu árin. Fram kemur í fréttinni að þessi afstaða sé að skjön við bókun byggðarráðs Húnaþings vestra en þar var ákvörðun Landsnets mótmælt og tekið undir með samtökum landeigenda á svæðinu að frekar ætti að fara svonefnda heiðarleið, frá tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndustöð.
Meira

Árlega garðfuglahelgin um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Þetta árið fer þetta formlega fram dagana 23. – 26. janúar 2026. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Lið FNV mætir liði Borgarholtsskóla í kvöld

Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust á mánudaginn. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi. Í kvöld fara aðrar fjórar viðureignir fram en þá mætir m.a. lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lið Borgarholtsskóla.
Meira

Arsenal-sigur fullkomnar fullkominn dag á Skagaströnd

Á vef Skagastrandar er skemmtilegt uppbrot því þar hefur verið farið af stað með nýjan og skemmtilegan lið, Skagstrending vikunnar, og fyrstur í þeirri ágætu röð er Árni Ólafur Sigurðsson. „Fullkominn dagur á Skagaströnd fyrir mér byrjar á því að geta gengið minn daglega göngutúr í hvítalogninu, og ef þið vitið það ekki þá er hvítalognið hér ansi oft. Heimilið, fjölskyldan og góður matur skipta líka miklu máli,“ segir Árni Sig.
Meira

Nýir vélarhermar í kennslu hjá FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem hefur fest kaup á tveimur nýjum vélarhermum ásamt uppfærslu á eldri hermakerfum frá Unitest Marine Simulators. Kaupin marka mikilvægt skref í áframhaldandi þróun á kennsluaðstöðu skólans í sjó- og vélstjórnargreinum.
Meira

Stendur upp úr að verða amma

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir er 43 ára Blönduósmær, gift Elmari Sveinssyni, og eiga þau fjögur börn, Fanneyju, Sóleyju, Huldu og Svein, tengdasoninn Emil og barnabarnið Elmar Inga. Hún er fædd og uppalin á Blönduósi. Ættir hennar og rætur eru í Austur Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Gunnhildur er kjötiðnaðarmaður að mennt, og hefur alla sína starfsæfi unnið við kjötiðn og slátrun, og tók ég við sem sláturhússtjóri í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi 2019.
Meira

Norðurljósin léku lausum hala á himninum

Það var heldur betur boðið upp á listsýningu í gærkvöldi og stjörnubjartur himininn var striginn. Það voru enda ófáir sem rifu upp snjallsímann og gerðu tilraunir til að mynda dýrðina; græn og rauð dansandi norðurljós.
Meira

65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Meira

Hilda Karen verður mótsstjóri Landsmóts hestamanna

Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Meira