A-Húnavatnssýsla

Langömmubörnin fá gimbað teppi

Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í öðru tölublaði Feykis ár síðasta ári. Bryndís er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur-Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna
Meira

Hægeldað lambalæri og hindberjadesert

Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira

Líf í lundi - útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins undir merkinu Líf í lundi. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Í fréttatilkynningu segir að markmið dagsins sé að fá almenning til að heimsækja skóga og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins.
Meira

Veiði að hefjast í húnvetnsku laxveiðiánum

Nú eru laxveiðiárnar oð opna ein af annarri. Fyrsti veiðidagur í Blöndu var 5. júní og á miðvikudag höfðu veiðst þar 85 laxar skv. veiðitölum á angling.is. Tveir þeirra munu hafa verið 98 cm langir sem eru þeir stærstu sem veiðst hafa á þessu sumri.
Meira

Gestum fjölgar ár frá ári í sundlauginni á Blönduósi

Sundlaugin á Blönduósi hefur verið vel sótt í sumar eins og síðustu sumur. Það sem af er ári hafa 17.141 sundlaugagestir heimsótt laugina. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugagestirnir 15.180 talsins og er þetta því aukningin um 12,9% milli ára að því er segir í fréttatilkynningu frá sundlauginni . Sé miðað við árið 2017, sama tímabil, voru gestir sundlaugarinnar þá 14.530 og nemur aukningin 17,9% og því stöðug aukning ár frá ári.
Meira

Lokaráðstefna Erasmus+ verkefnisins INTERFACE í Ljósheimum á morgun

Lokafundur aðila Erasmus+ verkefnisins INTERFACE er haldinn í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júní. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“. Aðilar að verkefninu fyrir Íslands hönd eru Byggðastofnun og Háskólinn á Bifröst en aðrir þátttakendur koma frá Írlandi, Búlgaríu, Ítalíu og Grikklandi.
Meira

Óvanalega mikil umferð um helgina

Mikil umferð hefur verið undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem talin er að miklu leyti tilkomin vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að á föstudag 14. júní og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hafi fjöldi ökutækja verið um 4.000 sem er mjög óvanalegur fjöldi og hefur einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla reynst stærri ár hvert.
Meira

Gott stig gegn toppliðinu í 4. deildinni

Lið Kormáks/Hvatar (K/H) mætti Hvíta Riddaranum í fimmtu umferð 4. deildarinnar föstudaginn 14. júní á Varmárvelli. Leikurinn sem fór fram á Varmárvelli átti að spilast á Blönduósvelli en vegna Smábæjaleika þá var leikurinn færður yfir á heimavöll Hvíta Riddarans. Með sigri þá myndi (K/H) halda þriðja sætinu og haldið pressunni á liðinum sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Meira

Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Sveitarfélögin sjö á Norðurlandi vestra hafa um nokkurt skeið unnið að gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar en unnið var uppkast að henni í samráði við lögreglustjóra sem stjórn SSNV yfirfór og samþykkti. Í kjölfarið var samþykktin send sveitarfélögunum og lögreglustjóra til athugasemda. Eftir að tekið hafði verið tillit til þeirra var samþykktin send sveitarfélögunum að nýju til staðfestingar. Að því loknu var hún send ráðherra til undirritunar og birtingar sem sjá má hér.
Meira

Jóhanna Erla Pálmadóttir sæmd fálkaorðunni

Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Húnavatnshreppi var í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Riddarakrossinn hlýtur Jóhanna fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð en hún verk­efna­stjóri og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Tex­tíl­set­urs Íslands, Blönduósi.
Meira