A-Húnavatnssýsla

Húnvetnskir dansarar stóðu sig með prýði

Feykir sagði í gær frá ferðalagi húnvetnskra ungmenna á Heimsmeistaramótið í dansi sem fram fer á Spáni. Hópurinn sem er skipaður krökkum frá Húnaþingi vestra og Húnabyggð steig á svið upp úr kl. 4 í dag og stóð sig aldeilis prýðilega þá frammistaðan hafi ekki skilað hópnum verðlaunasæti.
Meira

Karamella borðaði allt halloween nammið | Ég og gæludýrið mitt

Í Feyki sem kom út í byrjun mars svaraði Natan Nói Einarsson sem býr á Skagaströnd gæludýraþættinum og segir okkur hér frá hundunum sínum en hann á samt fullt af dýrum, bæði dýrum sem fá að vera inni hjá þeim og svo þessi ekta íslensku sveitadýr. Foreldrar Natans eru þau Einar Haukur Arason og Sigurbjörg Írena Ragnheiðardóttir en svo á Natan sex systkini þannig að það er nóg að gera á þessu heimili.
Meira

Dagskrá Húnavöku 2025 er orðin opinber

Það styttist óðfluga í bæjarhátíð Húnabyggðar, Húnavöku, sem verður á Blönduósi dagana 16.-20. júlí. Að venju er mikið lagt í hátíðina, dagskráin fjölbreytt og viðamikil en að venju er laugardagurinn sneisafullur af alls konar. Þar má nefna torfærukeppni, froðurennibraut, markað, fjölskylduskemmtun, knattspyrnuleik, kótilettukvöld, tónleika og uppistand, brekkusöng og stórdansleik.
Meira

Níu húnvetnsk ungmenni stíga dans á Spáni

Haustið 2023 setti Menningarfélag Húnaþings vestra í gang dansskóla og fékk til liðs við sig flotta danskennara. Nú, tæpum tveimur árum síðar, eru níu ungmenni úr skólanum mætt til Spánar þar sem þau taka þátt í Heimsbikarmótinu í dansi sem fram fer í Burgos sem er um 180 þúsund manna borg á Norður-Spáni.
Meira

Lýðræðið í skötulíki! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Húnabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Vegagerðarinnar

Byggðarráð Húnabyggðar gerði alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar á fundi sínum sl. þriðjudag. Í frétt Húnahornsins af málinu segir að Vegagerðin hafi ekki tilkynnti Húnabyggð formlega um frestun framkvæmda við Skagaveg þegar sú ákvörðun var tekin, heldur kom hún fram um tveimur mánuðum seinna. Þá hefur Vegagerðin ekki sett fram trúverðugar ástæður fyrir þessum töfum, að mati byggðarráðs.
Meira

Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Meira

Hafnarframkvæmdir fyrirferðarmiklar á Skagaströnd

„Það eru ýmsar framkvæmdir á döfinni í sumar,“ sagði Alexandra, sveitarstjóri Skagastrandar, þegar Feykir spurðist fyrir um helstu verkefni sveitarfélagsins í sumar og til lengri tíma litið. „Stærstu verkefnin tengjast Spákonufellshöfða og Skagastrandarhöfn.“
Meira

Stefnt á að hefja nám í matvælaiðn við FNV í haust

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Í tilkynningu á vef skólans segir að brautin sé 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs.
Meira

Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar

Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Meira