A-Húnavatnssýsla

Fiskréttur rétt eftir jólin

„Okkur þykir gott að bera fram fiskrétt svona rétt eftir jólin en okkur finnst fiskur mjög góður og er hann oft á borðum hjá fjölskyldunni. Í eftirrétt bjóðum við upp á uppáhalds eplaköku til að slá á eftirköst eftir hátíðarnar,“ sögðu Svala Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði Feykis árið 2017.
Meira

Lausnamið, nýtt bókhaldsfyrirtæki á Skagaströnd

Nýtt sprotafyrirtæki á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjafar, Lausnamið, tók til starfa í síðustu viku á Skagaströnd. Í gær var opið hús og var gestum og gangandi boðið að þiggja veitingar og fræðast um reksturinn. Lausnamið er staðsett á Einbúastíg 2 og vinna þar tvær konur, eigandi fyrirtækisins Erla Jónsdóttir rekstrarfræðingur, og Sigríður Gestsdóttir, viðurkenndur bókari.
Meira

Þrjú heppin dregin út í Jólakrossgátu Feykis

Þrátt fyrir meinlega villu í Jólakrossgátu Feykis komu margar réttar lausnir inn á borð sökudólgsins. 16. tölusetti reiturinn var ekki á réttum stað og þurfti því að flytja hann um einn til vinstri til að allt gengi upp.
Meira

Vill nýtt embætti umboðsmanns fatlaðra og langveikra

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur lagt til við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stofnað verði nýtt embætti Umboðsmanns fatlaðs og langveiks fólks. Þuríður Harpa afhenti Katrínu skriflega og rökstudda tillögu um þetta á fundi í gærmorgun.
Meira

Val á manni ársins 2018 í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið býður lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu og hvetur lesendur sína til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil.
Meira

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka er Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir kjöri á manni ársins líkt og undanfarin ár og bárust blaðinu níu tilnefningar að þessu sinni. Niðurstaðan var sú að Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka í Hrútafirði hlaut nokkuð afgerðandi kosningu lesenda. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Ólöf er þvílík gullkona, hún er með Parkinson en það stoppar hana ekki í því að gefa endalaust af sér. Til dæmis saumar hún teppi (bútasaum) og selur og gefur svo allan ágóða til góðgerðamála. Mikil perla.“
Meira

Umferðarslysum hefur fækkað verulega á Norðurlandi vestra

Á liðnu ári var lögð aukin áhersla á umferðaröryggismál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og var sérstök umferðardeild sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Í ljósi árangursins sem náðist á árinu er stefnan sett á að auka eftirlitið enn frekar á árinu sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Hviður allt að 48 m/s í Fljótum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Suðvestanstormur eða -rok er nú ríkjandi með vindhviðum 35-45 m/s við fjöll, hvassast á Ströndum og í Skagafirði. Varhugavert er ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og eru ferðalangar beðnir um að fara varlega.
Meira

Veðurklúbburinn spáir umhleypingum í janúar

Í gær, þriðjudaginn 8. janúar 2019, komu tíu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík saman til fundar til að fara yfir spágildi desembermánaðar. Fundur hófst kl 14:00 og lauk kl 14:25. Jólin urðu ekki hvít, eins og gert var ráð fyrir í fyrri spá, heldur má segja að þau hafi verið frekar flekkótt. Áramótaveðrið var til beggja vona eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Meira