Húnabyggð og Leigufélagið Bríet gera með sér samkomulag um styrkingu leigumarkaðar á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.12.2025
kl. 13.25
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær 17. desember 2025, samkomulag við Leigufélagið Bríeti um uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar í sveitarfélaginu. Samningurinn hljóðar upp á að í kjölfar kaupa Bríetar á fasteignum við Flúðabakka 5 á Blönduósi, muni Húnabyggð leggja inn í verkefnið framlag að andvirði 27-30% af kaupverðinu. Framlagið verður í formi þriggja fasteigna sem sveitarfélagið á og rekur í dag. Bríet mun greiða Húnabyggð kaupverðið með hlutabréfum í félaginu.
Meira
