A-Húnavatnssýsla

Frábær jólanámskeið í Farskólanum

Fyrsta jólanámskeið Farskólans fyrir fatlað fólk var haldið í síðustu viku. Það var vel sótt og nutu kennarar og nemendur stundarinnar. Á þessu fyrsta jólanámskeiði lærðu nemendur að búa til fallega kertastjaka úr krukkum og ýmsu skrauti. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Þetta kemur fram í frétt frá Farskólanum.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skrifstofa Húnabyggðar komin á sinn stað

Skrifstofa Húnabyggðar hefur flutt úr tímabundnu húsnæði í Þjónustumiðstöðinni við Ægisbraut 1 og er nú staðsett á efri hæð Stjórnsýsluhússins við Húnabraut 5 á Blönduósi (gamla bankahúsið).
Meira

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira

Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra

Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Meira

Þrír fluttir til Reykjavíkur eftir þriggja bíla árekstur á Þverárfjallsvegi

Mbl.is segir frá því að hópslysaáætlun var virkjuð af hálfu almannavarna eftir þriggja bíla árekstur sem varð á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu á fimmta tímanum í dag. Veginum var í kjölfarið lokað vegna slyssins. Tölf manns voru í bílunum þremur og voru þeir fluttir á Blönduós og þrír voru síðan fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira

Starfamessa á Sauðárkróki

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra var haldin í dag 20. nóvember. Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum.
Meira

Erindið Jólin og sorgin á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18.

Þau leiðu mistök urðu að röng auglýsing var sett í Sjónhorn vikunnar fyrir erindi á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember.
Meira

Tollurinn vill aðgang að eftirlitsmyndavélum við Skagastrandarhöfn

Húnahornið segir af því að ríkisskattstjóri hafi farið þess á leit við Sveitarfélagið Skagaströnd að það veiti tollgæslunni yfirlit yfir þær eftirlitsmyndavélar sem Skagastrandarhöfn hefur yfir að ráða á tollhöfnum og öðrum svæðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar.
Meira

Menning í landsbyggðunum

Sagt er frá því á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að verkefnastjóri SSNV, menningarfulltrúar allra landshlutasamtaka og Byggðastofnunar áttu fróðlegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember sl. Markmið dagsins var að ræða stöðu menningarmála, styrkja tengslin og leita leiða til að auka sýnileika menningar í landsbyggðunum.
Meira