A-Húnavatnssýsla

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.
Meira

Ekkert heitt vatn á Hvammstanga nk. laugardag

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að vegna bilunar í dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga verður lokað fyrir heita vatnið á Hvammstanga laugardaginn 27. apríl frá klukkan 08:00 – 18:00.
Meira

Plokkað um allt land á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn á Íslandi verður sunnudaginn 28. apríl en þá ætla allir sem vettlingi geta valdið að fara út og plokka. Það geta allir tekið þátt í þessu ótrúlega skemmtilega og nauðsynlega verkefni því ruslið er víða. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur tekið þetta verkefni upp á sína arma og hvetur landsmenn alla; einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði og stofnanir, til að taka þátt.
Meira

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira

Vortónleikar í Blönduóskirkju

Sunnudaginn 28. apríl vera haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða. Mun hann leika vel valin orgelverk.
Meira

Skemmtileg stund og sérlega þjóðleg

Laugardaginn 6. apríl sl. var boðað til mikillar og þjóðlegrar menningarveislu í gamla fjósinu í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu þar sem fram fór viðburðurinn Hrossakjöt og kvæðaraus. Undirritaður var gestur þeirra hjóna, og ferðaþjónustubænda, Freyju Ólafsdóttur og Einars Kolbeinssonar og í stuttu máli sagt var þetta einstaklega skemmtileg stund og sérlega þjóðleg.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood 2024

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 4. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi. Frá 12:15 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veðurstofan hefur smellt á okkur gulri veðurviðvörun mest allan laugardaginn og fram á aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir ört hækkandi hita og því má búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gula viðvörunin gildir fyrir Vestfirði og allt Norðurland.
Meira

Alvarleg vanræksla á nautgripum kærð til lögreglu

Í tilkynningu á vef Mat­væla­stofn­unar er greint frá því að MAST hafi kært til lög­reglu alvar­lega van­rækslu eft­ir að 29 naut­grip­ir fund­ust dauðir í gripa­húsi við eft­ir­lit á lög­býli á Norður­landi vestra. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu.
Meira

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps hlaut Landstólpa Byggðastofnunar

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps er handhafi Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, árið 2024. Alls bárust 26 tilnefningar víða af landinu. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Bolungarvík og er þetta í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt.
Meira