A-Húnavatnssýsla

„Skemmtilegast finnst mér að setja saman mynstur og gera eins og mér hentar“

Una Aldís býr á Hólaveginum á Króknum, er gift Stefáni Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. Tveir eru farnir suður í háskóla en sá yngsti enn heima. Una vinnur hjá KPMG, spilar blak með Krækjum og mætir eldsnemma í ræktina 550 með hinum morgunhönunum.
Meira

Glæsileg gjöf á Skagaströnd

Minningarsjóðurinn um hjónin frá Garði og Vindhæli gaf Íþróttahúsinu á Skagaströnd fjögur Unicorn pílukastsett af nýjustu og bestu gerð. Með gjöfinni fylgja fjórar spjaldtölvur sem sýna rafrænan útreikning og geta spilarar því strax séð stigagjöf sína sem og mótspilarar.
Meira

Verkfallsbroti mótmælt við leikskólann Ársali á Sauðárkróki

Á miðnætti hófust verkföll í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör en þar hefur lítið þokast að því er virðist. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en það var ljóst í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ þegar gefið var út að Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki ætti að vera opinn og lágmarksstarfsemi ætti að vera í leikskólanum. Leikskólakennarar í Ársölum, kennarar í Lundaskóla á Akureyri og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, voru mætt fyrir utan Ársali í morgun til að mótmæla því að leikskólinn yrði opinn.
Meira

Ingibjörg í fyrsta og Gunnar Bragi öðru hjá Miðflokknum

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lagði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins var kynntur til sögunnar í gær. Ingibjörg kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður en færir sig nú yfir í annað kjördæmi. Gunnar Bragi Sveinsson skipar annað sæti listans.
Meira

Guðmundur Hrafn í efsta sæti hjá Sósíalistaflokknum

Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að uppstillinganefnd hafi tilnefnt Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna sem oddvita fyrir framboð Sósíalista í Norðvesturkjördæmi. Guðmundur Hrafn er fimm barna faðir ættaður úr Reykhólasveit og Árneshreppi á Ströndum en alinn upp í Bolungarvík.
Meira

Stefán Vagn leiðir lista Framsóknar

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins rétt í þessu. Í fréttatilkynningu frá Framsókn segir að listinn samanstendi af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið en í fyrsta sæti er Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganendar, Skagafirði.
Meira

Snati smaladróni snýr á féð

Hjónin Högni Elfar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir eru sauðfjárbændur á Korná í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Hjá þeim býr Birna Hjördís Jóhannesdóttir móðir Bjarkar. Björk er búfræðingur frá Hólaskóla, en Högni er vélfræðingur og vélvirkjameistari frá VMA og Vélskóla Íslands. Þau búa með vel á fjórða hundrað fjár ásamt fáeinum merum og reiðhestum. Högni grípur í fjölbreytileg verkefni utan bús þegar tími gefst og þá aðallega fyrir bændur í Skagafirði, en Björk sér um bústörfin á meðan.
Meira

Ný sóknaráætlun Norðurlands vestra var kynnt á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram þriðjudaginn 15. október á Blönduósi og kemur fram í frétt á vef SSNV að þingið hafi verið afar vel sótt af þingfulltrúum og öðrum gestum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, ávarpaði þingið ásamt þingmönnunum Stefáni Vagni Stefánssyni og Teiti Birni Einarssyni.
Meira

Hópsláturgerð á Blönduósi

Þaulvanar sláturgerðarkonur í Húnabyggð kenndu handbragðið í Félagsheimilinu á Blönduósi þegar blásið var til hópsláturgerðar þar sl. sunnudag. Viðburðurinn var afar vel sóttur og fór mætingin fram úr væntingum að sögn Kristínar Lárusdóttur menningar-, íþrótta og tómstundarfulltrúa á Blönduósi.
Meira

30% aukning í laxveiði milli ára

Húnahornið fylgist að venju vel með laxveiðinni í Húnavatnssýslum og á landinu öllu en í frétt á vefnum í gær segir að bráðabirgðasamantekt Hafrannsóknastofnunar sýni að heildarfjöldi stangveiddra laxa í sumar hafi verið um 42.400 fiskar, sem er um 30% aukning frá árinu 2023 en um 2% undir meðalveiði áranna 1974-2023.
Meira