A-Húnavatnssýsla

Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir og í einangrun

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í dag að niðurstaða úr skimun hafi leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofunnar bættust í hóp þeirra sem væru smitaður af kóróna-veirunni. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður stofnunarinnar væri smitaður. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að þeir þessir tveir starfsmenn voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst, en starfsmennirnir þrír hafa starfsstöð í sama húsi, Skúlahúsi, við Kirkjustræti.
Meira

Vinna samfélagsverkefni í samkomubanni

Með tilkomu samkomubannsins er skólahald er nú með breyttum hætti í velflestum skólum landsins og hefur dagskrá þeirra verið útfærð á hverjum stað fyrir sig. Í Höfðaskóla á Skagaströnd er engin undantekning frá þessu en þar var í dag bryddað upp á skemmtilegu verkefni fyrir nemendur.
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með mánudeginum síðasta og á meðan samkomubann er í gildi, kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Telja ekki tímabært að ráðast í víðtækari sameiningarviðræður

Á síðasta fundi sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu var samþykkt að bjóða öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra, þ.e. Akrahreppi, Húnaþingi vestra og Sveitarfélaginu Skagafirði, aðild að sameiningarviðræðunum og var þeim sent erindi þess efnis.
Meira

Búrhvalstarfurinn við Blönduós reyndist 12,66 m langur

Náttúrustofa Norðurlands vestra gerði í gær rannsóknir á búrhvalnum sem rak á land við Blönduós. Á heimasíðu stofunnar segir að dýrið hafi reynst vera 12,66 m búrhvalstarfur og dánarorsök ókunn og var dýrið tiltölulega ferskt og án áverka. Bjarni Jónsson forstöðumaður Náttúrustofu NV ásamt Ágústi Bragasyni umsjónarmanni tæknideildar Blönduósbæjar, mældu dýrið og tóku vefjasýni til erfðafræðilegra rannsókna, sjúkdómagreininga og mögulega fleiri efnagreininga.
Meira

Miðlæg afleysingaþjónusta fyrir bændur

Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur vegna COVID-19 veirunnar. Óskað er eftir áhugasömu fólki til að skrá sig á viðbragðslista með það fyrir augum að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, ef til þess kemur að bændur veikist vegna COVID–19.
Meira

Óskað eftir starfsfólki á útkallslista í bakvarðasveit velferðarþjónustu

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 sé ljóst að útbreiðsla veirunnar gæti orðið til þess að erfitt verði að veita þjónustu og álag geti skapast á vissum starfstöðvum. Brýnt sé að tryggja lögbundna þjónustu við slíkar aðstæður og aðstoð til viðkvæmustu hópanna. Því hafi verið ákveðið að fara af stað með svokallaða bakvarðasveit í velferðarþjónustu þar sem einstaklingar geta skráð sig á lista hafi þeir tök á að ráða sig tímabundið, hvort sem er í fullt starf eða tímavinnu.
Meira

Búrhval ber upp við Blönduós

Nú á upphafsdögum samkomubanns vegna COVID-19 hefur náttúran sent Blönduósingum sérkennilegan snúningsbolta í líki hvalreka, en hér fyrr á tímum þótti slíkur reki sérstakt happ og bjargaði jafnvel heilu sveitunum frá bjargarskorti og hungursneyð. Húni.is segir frá því að hval hafi rekið upp í fjöruna við ósa Blöndu og að líklega sé um búrhval að ræða.
Meira

Skóla lokað vegna COVID-19 smits í Húnaþingi vestra

Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað en á Facebook-síðu hans kemur fram að starfsmaður skólans hefði greinst með Kórónaveirusýkingu. Í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalæknis fellur skólahald niður um óákveðinn tíma.
Meira

Tólf góð ráð fyrir fjarfundi

Umhverfisstofnun hefur tekið saman tólf góð ráð fyrir fjarfundi að sænskri fyrirmynd að því er segir á vef stofnunarinnar. Þar segir að þrátt fyrir að aukinn áhugi fyrir þessu fundarformi sé að einhverju leyti sprottinn af áhyggjum um smithættu hafi fjarfundir einnig marga aðra góða kosti, m.a. að auka skilvirkni með því að lágmarka ferðatíma á milli funda ásamt því að minnka koltvíoxíðslosun af völdum ferða.
Meira