A-Húnavatnssýsla

Til hvers er barist? | Leiðari 41. tölublaðs Feykis

Ég las um helgina að árið 2025 væri Kvennaár. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa á þessu því einhvern veginn hafði þetta alveg farið fram hjá mér. Nú má vera að ég hafi heyrt þetta en ekki meðtekið skilaboðin, við karlangarnir eigum það víst til.
Meira

Gul veðurviðvörun á morgun

Það má segja að við hér á Norðurlandi vestra höfum sloppið ansi vel við þetta vetrarskot sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að upplifa framan af vikunni. Það hefur engu að síður snjóað í léttu og þægilegu magni hjá okkur og þegar sólin fór að skína þá var póstkortastemning um víðan völl. Ekki er þó útlit fyrir að vetrarfegurðin endist eitthvað því á morgun, föstudag, hlýnar og Veðurstofan búin að skella framan í okkur gulri veðurviðvörun.
Meira

Lyfja veitir aðgang að sálfræðiþjónustu í Lyfju appinu

Lyfja býður nú upp á aðstoð sálfræðings í gegnum Lyfju appið. Þjónustan er veitt af sálfræðingum Mín líðan sem hafa frá árinu 2018 sérhæft sig í sálfræðiþjónustu á netinu og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.
Meira

Minnisvarði reistur í Spákonufellskirkjugarði

Nýverið var settur upp minnisvarði í Spákonufellskirkjugarði á Skagaströnd um látna ástvini sem hvíla annarsstaðar en í viðkomandi kirkjugarði. Þar geta ættingjar og vinir minnst þeirra hvenær sem þeir vilja með t.d. með blómum, logandi ljósi eða á annan þann hátt sem þeir kjósa.
Meira

Allt að fjörtíu manns að æfa blak á Blönduósi

Síðasta haust tóku sig til þau Óli Ben og Jóhanna Björk á Blönduósi og störtuðu blaki í íþróttahúsinu. Í byrjun voru æfingar einu sinni í viku og hefur þetta heldur betur undið uppá sig og er nú æft þrisvar í viku, einn og hálfan klukkutíma í senn. Konur og karlar æfa saman og eru allt upp 40 manns sem hafa verið að mæta á æfingu. 
Meira

Vilja endurskoðun gámasvæða í Húnabyggð

Ástand gámasvæða í Húnabyggð voru til umfjöllunar á fundi umhverfisnefndar sveitarfélagsins á mánudaginn og hugmyndum velt upp hvernig ætti að vinna með framtíðarsýn þess málaflokks. Í frétt í Húnahorninu segir að nefndin leggi m.a. til að rætt verði við Terra, sem sér um daglegan rekstur gámasvæðisins á Blönduósi, um að endurskoða opnunartíma svæðisins svo íbúar hafi meiri sveigjanleika.
Meira

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við minntumst þess á dögunum að hálf öld var liðin frá því að efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 mílur af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra réttilega í grein sem hún ritaði á Vísi vegna tímamótanna.
Meira

Góð samstaða á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram miðvikudaginn 15. október á Teams. Þingið sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og starfsfólk samtakanna. Á haustþingi var skorað á Ríkisstjórn Íslands að setja af stað vinnuhóp með fulltrúum ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til að koma með tillögur um hvernig styrkja megi landshlutann og snúa við neikvæðri íbúaþróun með eflingu atvinnulífs og bættum lífsskilyrðum.
Meira

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
Meira

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira