A-Húnavatnssýsla

Svanhildur Páls stýrir Prjónagleðinni

Prjónagleði er prjónahátíð sem árlega er haldin á Blönduósi og það er með þessa hátíð eins og jólin, það styttist alltaf í næstu. Húnabyggð hefur samið við Skagfirðinginn Svanhildi Pálsdóttur um að sjá um Prjónagleði 2026 en hún verður haldin dagana 5.-7. júní.
Meira

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira

Opin fræðsla Píeta á Sauðárkróki

Opinn fræðslufundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 21.október nk. klukkan 14:00-15:00 í Húsi Frítímans - efri hæð
Meira

Húnabyggð og Skagaströnd hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Alls fengu 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), árið 2025. Á meðal þeirra 16 sveitarfélaga sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru bæði sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu; Húnabyggð og Skagaströnd.
Meira

Elín gerð að heiðursfélaga FÍSOS

Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, hefur verið gerð að heiðursfélaga Félags íslenskra safna og safnamanna. Hún hlaut nafnbótina nýverið ásamt þremur öðrum en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa sinnt safnamálum af miklum metnaði í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í samfélagi safnafólks. Þetta kemur fram á vef Húna. 
Meira

Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum

Lið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.
Meira

Frumsýning Óvita í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í kvöld leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur. Mikill spenningur er í leikhópnum enda alltaf gaman að frumsýna eftir stífar æfingar undanfarið. 
Meira

Um fornleifarannsóknir á Höfnum á Skaga | Ásta Hermannsdóttir skrifar

Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.
Meira

Íbúafundur um skipulagsmál á Blönduósi

Húnabyggð boðar til íbúafundar í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 16. október klukkan 19:30 um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar og deiliskipulagi gamla bæjarins og Klifamýrar.
Meira

Birgitta, Elísa og Hrafnhildur valdar í æfingahóp U19

Feykir sagði frá því í gær að Halldór Jón Sigurðsson – Donni þjálfari – hefði verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá KSÍ. Kappinn hefur nú þegar valið 35 manna æfingahóp sem mun koma saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 21.-23. október. Þrír leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru í hópnum.
Meira