A-Húnavatnssýsla

Landsnet stofnar verkefnaráð vegna Blöndulínu 3

Landsnet vinnur að stofnun verkefnaráðs til undirbúnings Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Markmiðið með nýju línunni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi þannig að það ráði betur við truflanir og auki hagkvæmni í orkuvinnslu með samtengingu virkjanasvæða. Mun raforkukerfið þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Íbúðaverð hækkar mest á landsbyggðinni

Umsvif byggingageirans minnkuðu lítillega í maí og júní sé miðað við veltu en á fyrstu mánuðum ársins hafði þegar tekið að hægja á vexti hans. Samdrátturinn er svipaður og í öðrum atvinnugreinum, en sögulega hafa sveiflur í byggingariðnaði oft verið meiri. Eins hefur dregið úr innflutningi á byggingarhráefnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Meira

Sjávarútvegsráðherra vill styrkja minnihlutavernd í veiðifélögum

Styrking minnihlutaverndar í veiðifélögum, aðkoma Hafrannsóknastofnunar að gerð arðskráa og afnám milligöngu hins opinbera um greiðslu kostnaðar af arðskrármati eru áherslur í frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna tillögur að þremur meginbreytingum á núgildandi lögum:
Meira

Ný spennusaga frá Merkjalæk

Út er komin bókin Innbrotið eftir Sigurð H. Pétursson, fyrrverandi héraðsdýralækni í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Bókaútgáfan Merkjalækur í Austur-Húnavatnssýslu sem gefur bókina út.
Meira

Árangur í verki - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Heilbrigðis- og umhverfisráðherra okkar hafi einnig staðið sig með miklum sóma.
Meira

Saumaði íslenska búninginn á strákana sína

Friðfinna Lilja Símonardóttir sagði lesendum frá handavinnunni sinni í 12. tbl. Feykis árið 2018. Friðfinna býr í Keflavík en er uppalin á Barði í Fljótum. Hún hefur lengi haft áhuga á margs kyns handverki og meðal annarra starfa sem hún hefur gegnt var starf hannyrðakennara við Grunnskólann á Hofsósi en þar bjó hún um nokkurra ár skeið. Hún segir að skemmtilegustu verkefnin séu að prjóna á barnabörnin en hún og maður hennar eiga samtals sex barnabörn.
Meira

Sigurdís Sandra fetar í fótspor afabróður síns, Jónasar Tryggvasonar, og semur kórverk

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, frá Ártúnum í Blöndudal, stundar rytmískt píanónám við Syddansk Musikkonservatorium í Óðinsvéum í Danaveldi. Í næstu viku mun Odense Kammerkor frá Danmörku halda tónleika á Íslandi þar sem meðal annars verk eftir Sigurdísi Söndru Tryggvadóttur verður flutt. Verkið er samið við ljóðið Ísland, eftir afabróður Sigurdísar, Jónas Tryggvason frá Finnstungu en Jónas var brautryðjandi í tónlistarstarfi í Austur-Húnavatnssýslu á sínum tíma og samdi sjálfur nokkur kórverk, það þekktasta, Ég skal vaka.
Meira

Eplakaka með mulningi

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.
Meira

Veganesti - Áskorandapenni Sigríður B. Aadnegard, skólastjóri Húnavallaskóla

Frá því að ég lauk námi úr Fósturskóla Íslands hef ég hef ég starfað við kennslu og stjórnum í leik- og grunnskólum. Það munu vera um það bil 35 ár. Hef ég lært og þroskast í gegnum þetta starf. Sumt hefur verið virkilega erfitt en oftast er gaman og fáir dagar eru eins allt er þetta þó lærdómsríkt og kennir svo margt um lífið og manneskjuna ( einu sinni hélt lítill frændi minn að orðið manneskja væri hræðilegt orð).
Meira

Rúnar Gísla býður sig fram til gjaldkera VG

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, hefur tilkynnt framboð sitt í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi sem haldið verður 18. – 20. október nk. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ segir Rúnar í tilkynningu sinni.
Meira