A-Húnavatnssýsla

Séríslenskur rostungsstofn sem hvarf við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta skipti staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningum á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Veiðar á rostungum og verslun með afurðir þeirra, skögultennur, húðir og lýsi, eru líklegir orsakavaldar að útrýmingu dýranna. Aðrir þættir, einkum hlýnandi loftslag og eldgos, gætu hafa ýtt undir eyðingu tegundarinnar á Íslandi. Þessar niðurstöður eru meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
Meira

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira

Karólína í Hvammshlíð með nýtt dagatal - Að þessu sinni með dráttarvél

Í fyrrahaust gerðist það ótrúlega að ljósmyndadagatalið Karólínu í Hvammshlíð gerði henni kleift að kaupa dráttarvél. Svo leið veturinn og sumarið og margir hvöttu Karólínu að búa til aðra útgáfu. Hún ákvað að láta slag standa, ekki síst til að sýna hvernig Zetorinn 7245, árgangur 1990, stendur sig í hversdagsverkum uppi í fjöllunum.
Meira

Vantar leiðir til að fullvinna afurðir heima í héraði

Á stórfundi íbúa á Norðurlandi vestra sem haldinn var í Miðgarði í síðustu viku í tengslum við vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar var lögð mikil áhersla á að finna þurfi leiðir til að fulllnýta afurðir heima í héraði. Þetta var síðasti fundurinn sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til fyrir gerð nýrrar sóknaráætlunar sem unnið hefur verið að frá því í vor. Var fundurinn vel sóttur og þar komu fram margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Fjallað var um fundinn og rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV í frétt á vef RÚV .
Meira

Ráðstefna Listaháskóla Íslands í Textílsetrinu á Blönduósi

Katrín María Káradóttir, fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Steinunn Gunnsteinsdóttir sölufulltrúi Atlantic Leather á Sauðárkróki, standa í samstarfi við alþjóðlega samstarfsaðila, fyrir ráðstefnu og vinnusmiðju um nýtingu sjávarleðurs og nýsköpun í fatahönnun. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist FishSkin og hlaut stóran styrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt framundan

Um næstu helgi, dagana 14. og 15. september, verður hin árlega stóðsmölun í Laxárdal og stóðrétt í Skrapatungurétt í framhaldi af henni. Þessir viðburðir eru jafnan fjölmenni og eru allir hjartanlega velkomnir að slást í hóp með gangnamönnum á Laxárdal og upplifa gleðina með heimamönnum.
Meira

Helstu áherslur fjárlagafrumvarpsins í heilbrigðismálum

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 verða framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra tæpir 260 milljarðar króna. Þar af nema verðlags- og launabætur rúmum átta milljörðum króna. Aukningin nemur um 8% frá fjárlögum þessa árs, eða sem svarar um 20 milljörðum króna.
Meira

Ætir eða eitraðir sveppir?

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem athygli þeirra sem stunda sveppatínslu eða -ræktun er vakin á því hve nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á sveppum til að geta greint á milli ætisveppa og þeirra óætu.
Meira

Leggst eindregið gegn hugmyndum um eitt lögregluembætti

Lögreglufélag Norðurlands vestra leggst eindregið gegn hugmyndum innan embættis ríkislögreglustjóra um eitt lögregluembætti og tekur þar af leiðandi undir með ályktun félaga sinna á Austur- og Suðurlandi. Á fundi félagsins í gær kom fram að fundarmenn telji að með þessu nýjasta útspili sé verið að afvegaleiða umræðuna og veki jafnframt athygli á því að núverandi skipulag lögreglu sé einungis frá árinu 2015.
Meira

Knattspyrnuþjálfara vantar á Blönduós

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar nk. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a. að halda úti knattspyrnuæfingum í 8. - 3. flokki, utanumhald iðkenda bæði hvað varðar skráningar, mót og keppnisferðir o.fl.
Meira