A-Húnavatnssýsla

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira

Skagstrendingar vilja skemmtiferðaskip

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var sl. þriðjudag, 20. ágúst, var tekin ákvörðun um að sækja um þátttöku í Cruise Iceland. Felur það í sér að Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip. Var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.
Meira

Miðfjarðará komin yfir þúsund laxa markið

Landssamband veiðifélaga hefur birt lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er hann byggður á aflatölum í lok dagsins í gær, 21. ágúst. Þar má sjá að tvær ár hafa nú bæst í hóp þeirra sem farið hafa yfir þúsund laxa markið en það eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará þar sem veiðin er komin í 1.091 lax og situr hún nú í fjórða sæti yfir aflahæstu árnar. Þar var vikuveiðin 107 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.039 laxar veiðst í ánni.
Meira

Sýning listamanna í Bílskúrsgalleríinu

Á morgun, föstudaginn 23. ágúst milli klukkan 15 og 18 verður haldin sýning á verkum textíllistamanna sem dvalið hafa í Kvennaskólanum á Blönduósi að undanförnu. Sýningin ber yfirskriftina She sits stitching og verður til húsa í Bóilskúrsgalleríinu að Árbraut 31.
Meira

Gæsaveiðitímabilið hafið

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær, þriðjudaginn 20. ágúst. Stendur það til 15. mars og gildir bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Í hádegisfréttum RÚV í gær var rætt við Áka Ármann Jónsson , formann Skotveiðifélags Íslands, sem segir marga hafa beðið dagsins með mikilli eftirvæntingu. Áki segir að 3-4.000 skotveiðimenn stundi gæsaveiðar að jafnaði og sé grágæsaveiðin vinsælust en af henni séu veiddir 40-45.000 fuglar hvert haust. Meira þurfi að hafa fyrir heiðargæsinni sem, eins og nafnið bendir til, heldur til uppi á heiðum og sé mjög vör um sig. Veiðin þar sé 10-15.000 fuglar.
Meira

Aðgát í umferðinni

Vátryggingafélag Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að þessa dagana eru skólar að hefja vetrarstarf sitt og því enn meiri ástæða til þess en ella að hafa athyglina í lagi þegar ekið er nærri skólum og öðrum stöðum þar sem ungra vegfarenda er að vænta. Margir þeirra eru nýliðar í umferðinni og hafa ekki endilega allar reglur á hreinu meðan önnur sem veraldarvanari eru finnst þau jafnvel ekki þurfa að fara eftir öllum reglum, nú eða hafa ekki hugann við umferðina og eru með tónlist í eyrunum.
Meira

Fundir um mótun framtíðar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til funda á þremur stöðum í landshlutanum í þessari viku. Fundirnir eru haldnir í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og eru þeir opnir hverjum þeim er vill hafa áhrif á stefnu landshlutans til ársins 2024.
Meira

Myndlistarsýningu Jóhanns Sigurðssonar lýkur senn

Myndlistarsýning Jóhanns Sigurðssonar, sem opnuð var á Húnavöku, stendur enn yfir í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi en á Facebooksíðu listamannsins, JoSig Art, kemur fram að nú fari að styttast í að henni ljúki.
Meira