A-Húnavatnssýsla

Austfirðingar fengu á baukinn á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar fékk Austfirðinga í heimsókn á Blönduós í gærdag. Húnvetningar áttu harma að hefna eftir að lið KFA fór vægast sagt illa með gesti sína í fyrstu umferð 2. deildar og vann leikinn 8-1. Leikurinn í gær var um margt líkur fyrri leiknum nema nú voru liðsmenn KFA sem fóru hnípnir heim með skottið á milli lappanna eftir 5-1 tap.
Meira

Húnvetningar dansa á Spáni

Eins og Feykir hefur sagt frá áður þá fór góður hópur af húnvetnskum krökkum til Spánar að keppa í dansi og eru þau nýkomin heim úr þeirri ferð. Feykir hafði samband við eina úr hópnum, Íseyju Waage sem á heima í Skálholtsvík í Húnaþingi vestra og spurði hana út í þetta ævintýri.
Meira

Sigurdís Sandra bæði á Hólum og Heimilisiðnaðarsafninu

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir tónskáld, píanóleikari og söngkona verður með tvenna tónleika á Norðurlandi vestra á morgun, sunnudaginn 20. júlí. Hún hefur leik í Hóladómkirkju kl. 11:00 og drífur sig svo vestur á Blönduós þar sem hún spilar á sumartónleikum Heimiisiðnaðarsafnsins kl. 15:00 og slær þannig lokahöggið á Húnavöku.
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður fullt hús hjá okkur hjónunum“

Það er víst ótrúlega oft hægt að plata Auðun Sigurðsson í að gera hitt og þetta. Því plataði Feykir hann til að svara örfáum spurningum um Húnavökuna. „Ég bý á Blönduósi og hef gert það lungan úr mínu lífi. Þessa dagana er ég einna helst að sinna minni vinnu, ditta að heima hjá mér og leika golf í frístundum,“ segir þessi fyrrum markvörður Hvatar í fótboltanum.
Meira

Hugmyndir um styttingu þjóðvegar 1 enn á sveimi

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 16.7 var m.a. lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 7.7. 2025, stílað á Vegagerðina og sveitarfélögin Skagafjörð og Húnabyggð, þar sem ýmsum spurningum er beint að Vegagerðinni og jafnframt óskað eftir að sveitarfélögin Húnabyggð og Skagafjörður geri ráð fyrir styttingu þjóðvegs 1 um svokallaða Húnavallaleið í Húnabyggð og Vindheimaleið í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð.
Meira

Húnavakan fór í gang í glimrandi veðri og stemningu

Húnavaka hófst í gærkvöldi í blíðskaparveðri á Blönduósi og það verður ekki annað sagt en að íbúar Húnabyggðar og gestir hafi verið klárir í slaginn. Fólk hafði hamast við að skreyta hús og garða og um kvöldmatarleytið var heldur betur vel mætt við félagsheimilið þar sem var götugrill í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis.
Meira

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Aðalfundur Ámundakinnar ehf. 2025

Í ársskýrslu félagsins er farið ýtarlega yfir reksturinn en hér er birtur úrdráttur sem Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri félgasins tók saman: Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn 11. júlí síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi en félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu.
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður ekki auðvelt að velja“

Nú er það Maríanna Þorgrímsdóttir sem rabbar við Feyki um Húnavöku. „Ég bý á Holti á Ásum og þessa dagana er ég nú bara í sumarfríi,“ segir hún þegar spurt er um heimilisfang og stöðu. „Ég ætla að steikja vöfflur að Sunnubraut 4 í Vilkó Vöfluröltinu á föstudaginn, annað er svo sem ekki ákveðið en það er svo margt í boði í ár að það verður ekki auðvelt að velja.“
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira