A-Húnavatnssýsla

Ekki í anda MeToo að gægjast á glugga

Það er ekki upp á drengina hans Leppalúða logið með dónaskap og hyskni. Í nótt kom enn einn durturinn til byggða og glennti glyrnurnar inn um glugga landsmanna. Sá heitir Gluggagægir og herma heimildir að inni á löggustöð liggi kæra á hendur honum frá heiðviðri frú fyrir þennan ósóma, enda ekki í anda MeToo. En þar sem kominn er föstudagur látum við flakka eitt jólalag með Vandræðaskáldunum frá Akureyri en sungið er um rauð jól, annars konar rauð en flestir þekkja.
Meira

Eyðum ekki jólunum á klósettinu

Þessa dagana er mikið um að vera í eldhúsum landsins enda jólaundirbúningur í fullum gangi og margar tegundir af matvælum sem koma þar við sögu. Matvælastofnun vill benda fólki á að mikilvægt er að hugað sé vel að hrein­læti, réttri meðhöndl­un og kæl­ingu mat­væla í eld­hús­inu svo koma megi í veg fyr­ir að heimilisfólk og gestir þess fái mat­ar­borna sjúk­dóm­a sem valdið geta miklum óþægindum.
Meira

Vel mætt á jólabókakvöld Gleðibankans á Skagaströnd

Jólabókakvöld Gleðibankans á Skagaströnd var haldið í Bjarmanesi í síðustu viku. Fjölmenni sótti viðburðinn og átti saman notalega kvöldstund. Heimamenn lásu úr nýútkomnum bókum, Útkalli, Sagnaseiði, Kaupthinking, Geðveikt með köflum, Rassafari á steini og fleirum. Tónlistarflutning annaðist Ingeborg Knøsen. Frá þessu er sagt á húni.is.
Meira

Opið hús og jólakaffi í Nes Listamiðstöð í dag

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús og jólakaffi í dag, fimmtudaginn 20. desember, klukkan 16-18. Þá bjóða listamennirnir 14 sem ætla að dvelja á Skagaströnd um jólin öllum að koma við til að heilsa upp á þá og drekka með þeim jólakaffi.
Meira

Brunar á heimilum flestir í desember

Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Á heimasíðu VÍS segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með kertum sem hafa verið tendruð og muna að slökkva á þeim.
Meira

31 verkefni hlaut styrk úr Menningarsjóði KS

Í gær fór fram úthlutun styrkja hjá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga í sal Kjarnans á Sauðárkróki. Alls fengu 31 verkefni styrk en þau eru af ýmsum toga og mörg hver tilkomin vegna þeirra styrkja sem veittir eru til menningarmála í héraði. Bikar, og styrkur, til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur, var einnig veittur og kom í hlut Ragnars Ágústssonar, ungs og efnilegs körfuboltamanns.
Meira

Landsvirkjun gerir rafmagnssamning við dótturfélag Etix Everywhere Borealis fyrir gagnaver á Blönduósi

Landsvirkjun og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélag Etix Everywhere Borealis, hafa undirritað rafmagnssamning um afhendingu 25 MW til nýs gagnavers á Blönduósi. Gagnaverið hefur hafið rekstur og standa þegar yfir framkvæmdir við stækkun þess en gagnaverið verður fyrsti stórnotandi rafmagns sem tengist beint við tengivirki Landsnets við Laxárvatn í Blönduósbæ.
Meira

Sveitarstjóraskipti á Skagaströnd

Sveitarstjóraskipti urðu á Skagaströnd í gær þegar Alexandra Jóhannesdóttir tók við starfi sveitarstjóra af Magnúsi B. Jónssyni sem gegnt hefur starfinu óslitið i rúm 28 ár eða frá því í júní 1990. Á sveitarstjórnarfundi í gær var Magnúsi þakkað samstarfið og vel unnin störf í þágu samfélagsins á Skagaströnd og jafnframt var Alexandra boðin velkomin til starfa.
Meira

Bóndadagurinn 25. janúar og konudagur 24. febrúar

Einhver misskilningur hefur átt sér stað varðandi bóndadag ársins 2019 sem jafnframt er fyrsti dagur þorra og konudagsins sem er fyrsti dagur góu og eru því mörg dagatölin fyrir það ár röng að því leyti. Þar sem bóndadagurinn 2018 var þann 19. janúar var auðveldlega hægt að álykta að hann væri þann 18. næst en svo einfalt er það ekki.
Meira

Áhöld eru um hvort brotist hafi verið inn í samlagið í nótt

Samkvæmt óstaðfestum fregnum var farið inn í mjólkursamlag KS í nótt og rótað í ostakerjum, fiktað í próteintanki og að endingu étið upp úr sósutunnum. Þegar lögreglan mætti á staðinn sat þar ófrýnilegur innbrotsþjófur og hámaði í sig majónes af áfergju.
Meira