A-Húnavatnssýsla

Nes listamiðstöð óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn um þróun listamiðstöðvarinnar

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 13. nóvember, var lagt fram erindi frá Nes listamiðstöð þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélgaið um þróun listamiðstöðvarinnar og hliðargreinar henni tengdar.
Meira

Ferðamenn fastir á Kili

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu voru í gær kallaðir út til aðstoðar ferðamönnum sem fest höfðu bíla sína á Kjalvegi. Var fólkið á tveimur bílum sem sátu fastir við Dúfunefsfell, skammt norðan Hveravalla, og var annar bílanna bilaður.
Meira

Saga Donnu Sheridan-Mamma mía á fjalir Bifrastar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Varasamir tölvupóstar frá Blönduósbæ

Tölvuhakkari hefur komist inn á tölvupóst starfamanns á skrifstofu Blönduósbæjar og hefur sent út pósta sem lítur út eins og um sé að ræða reikning frá Blönduósbæ.
Meira

Kynningarfundir um hrútakost

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir í gær

Í gær voru undirritaðir nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna, þar á meðal Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrituðu samningana við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en alls nema framlögin 929 milljónum króna með viðaukum og framlagi sveitarfélaga.
Meira

MAST í átaksverkefni vegna afnáms leyfisveitingakerfisins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), undirrituðu í dag samkomulag um átaksverkefni um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis þann 1. janúar nk. vegna innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES.
Meira

Stekkjardalur hlaut umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps

Á fjölmennri íbúahátíð Húnavatnshrepps, sem fór fram þann 8. nóvember 2019 voru veitt umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að það hafi verið þau Gerður Ragna Garðarsdóttir og Ægir Sigurgeirsson, ábúendur í Stekkjardal, sem hlutu umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019.
Meira

Margir keyrðu framhjá slösuðum manni

Lögreglan á Norðurlandi vestra vakti athygli á erfiðum akstursskilyrðum í landshlutanum í kjölfar hlýnandi veðurs á föstudaginn síðasta en mikil hálka myndaðist víða á vegum. Nokkur umferðaróhöpp höfðu þá orðið vegna þess og brýndi lögreglan fyrir ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, verður með fyrirlestur á Vísindi og grautur í Háskólanum á Hólum 20. nóvember klukkan 13: 00-14: 00 í herbergi 302. Lella mun segja frá Hey Iceland sem er margverðlaunuð ferðaskrifstofa með yfir 30 ára þekkingu á sérþekkingu í ferðalögum á landsbyggðinni.
Meira