A-Húnavatnssýsla

Verð nokkuð virkur þátttakandi í Húnavöku

Stefán Ólafsson, hæstaréttarlögmaður og gítarleikari, býr að Heiðarbraut númer 8 á Blönduósi en þessa dagana er hann mest að vinna eftir gott þriggja vikna sumarfrí á Spáni. Hvað skildi hann ætla að gera í Húnavöku?
Meira

Reisa nýtt vitaljós á sama stað

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að hinn rúmlega aldargamli Gjögurviti á Ströndum féll á hliðina í suðvestan hvassviðri í desember 2023. Ástand stálgrindar vitans var orðið bágborið og grindin illa farin af ryði. Vitinn var strax aftengdur. Í byrjun júlí fór vinnuflokkur á vegum Vegagerðarinnar á staðinn til að búta stálgrindina niður og flytja í burtu. Starfsfólk Vegagerðarinnar fjarlægði brak úr vitanum í byrjun júlí en til stendur að reisa annað vitaljós á sama stað fyrir lok sumars.
Meira

Húnabyggð auglýsir Húnavelli til leigu

Nú er tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir um leigu á Húnavöllum segir á Facebooksíðu Húnabyggðar. En á Húnavöllum er m.a. hótelbygging, matsalur og íþróttasalur, fimm nýupgerðar íbúðir, sundlaug og heitur pottur, tjaldsvæði, sparkvöllur og leiksvæði. Auk þess er staðsetning Húnavalla sérlega góð, skammt frá þjóðvegi 1 en að sama skapi ríkir mikil kyrrð á staðnum.
Meira

Mögnuð tónlistarveisla í Bjarmanesi á laugardaginn

Menningarmiðja Norðurlands og Minningarsjóðurinn um hjónin frá Vindhæli og Garði standa fyrir tónleikum í menningar- og samveruhúsinu Bjarmanesi á Skagaströnd nk. laugardag 20. júlí kl. 20:30. Tónleikarnir eru mikill fengur fyrir áhugafólk um vel flutta þjóðlagatónlist en í Bjarmanesi troða upp íslenska þjóðlagasveitin BREK og bandaríski blágrasbræðingurinn Hank, Pattie & the Current.
Meira

Nytjamarkaðir á Norðurlandi

Mig hefur lengi langað til að fara á rúntinn og þræða nytjamarkaði á Norðurland því á þessu svæði og reyndar á öllu landinu er heill hellingur af svona búðum og mörkuðum. Eini ókosturinn er opnunartíminn því hann er svo misjafn en síðastliðna helgi var ég fyrir sunnan og kíkti að sjálfsögðu í eina slíka, í Portið, sem er ein af mínum uppáhalds. Ég get nefnilega gleymt mér, ef ég hef tíma, inni í svona verslunum við að skoða alls konar drasl og gersemar og enda yfirleitt á því að kaupa eitthvað sem mig vantaði alls ekki. Sumir tala um að fara inn í þessar verslanir til að „spara“, ætli það sé ekki þegar fólk er að gefa hlutum og fötum nýtt líf með því að mála, laga og breyta, en ég er nú ekki mikið í því, ég kaupi bara. 
Meira

Er mest spennt fyrir Vilko-vöfflu-röltinu, brekkunni og ballinu

„Ég bý í eldri hlutanum á Blönduósi, eða upp á Brekku, með besta útsýnið,“ segir Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN á Blönduósi, þegar Feykir bankar á vegg og spyr út í Húnavökuna. „Þessa dagana er ég að njóta sumarfrísins með fjölskyldu og vinum þar sem útilegur spila stóran þátt þetta árið. Þar að auki er ég að æfa fyrir hálfmaraþon og dunda mér við að prjóna peysur,“ bætir hún við.
Meira

Það er í nógu að snúast hjá Skotfélaginu Markviss

Fimm keppendur frá Skotfélaginu Markviss munu taka þátt á Norðurlandamótinu í Norrænu Trappi (Nordisk Trap) sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð í lok ágúst. Gera má ráð fyrir milli 80-100 keppendum á mótinu frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.
Meira

Blönduósflugvöllur fær yfirhalningu eftir verslunarmannahelgi

Á fréttavefnum huni.is segir að löngu tímabærar framkvæmdir við endurbætur á Blönduósflugvelli munu hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Þá verður sett ný klæðning á völlinn og skipt um jarðveg. Haft er eftir Matthíasi Imsland, formanni stjórnar Isavia Innanlandsvalla, sem er dótturfélag Isavia, í Morgunblaðinu að markmiðið með framkvæmdinni sé að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggi öryggi og bæti samgöngur fyrir svæðið.
Meira

Hlýtt en hvasst á Hlíðarkaupsmótinu um helgina

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram síðastliðinn laugardag í hlýjum en hressilegum vindi. Frábær þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Mótið átti að byrja á slaginu 10 en þá var vindurinn svo mikill að ákveðið var að fresta mótinu til kl. 12:30 og var þá ekkert annað í stöðunni en að byrja leika. Spilað var hefðbundið punktamót með forgjöf og var hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Meira

Pepperóní pastasalat og eplakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl. 21 á þessu ári voru þau Lovísa Heiðrún og Þórður Grétar en þau búa á Sæmundargötunni á Króknum. Lovísa og Þórður eiga saman fjögur börn, Veroniku Lilju, Víking Darra, Kormák Orra, Yl Myrkva og svo má ekki gleyma heimilishundinum henni Þoku sem passar upp á alla. 
Meira