A-Húnavatnssýsla

Áherslubreytingar á skrifstofu og þjónustumiðstöð Blönduósbæjar

Frá áramótum hefur verið unnið að áherslubreytingum á skrifstofu og þjónustumiðstöð Blönduósbæjar. Breytingarnar ná yfir verkaskiptingu, starfsheiti og ábyrgð lykilstarfsmanna eftir þær starfamannabreytingar sem gerðar hafa verið. Tilkynnt er um breytingarnar á vef Blönduósbæjar en þær hafa þegar tekið gildi.
Meira

Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:
Meira

Allir íbúar Húnaþings vestra sæta úrvinnslusóttkví

Vegna grunsemda um víðtækt smit í Húnaþingi vestra verður að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Frá og með kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 21. mars 2020, skulu allir íbúar sveitarfélagsins sæta úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
Meira

Þegar Norðurlandi var lokað

Ýmislegt hefur verið nefnt til sögunnar sem möguleiki í baráttunni gegn útbreiðslu og smitleiðum COVID-19 kórónaveirunnar og þar á meðal er að setja heilu landshlutana eða byggðarlögin í sóttkví. Þetta gerði Jónas Kristjánsson, læknir á Sauðárkróki, í félagi við fleiri lækna á Norðurlandi, árið 1918 í baráttunni við hina illræmdu spænsku veiki sem er talin hafa lagt að velli um 50 milljón manns og þar af um 484 Íslendinga.
Meira

Hægeldaðir lambaskankar

Uppskrift vikunnar birtist í tólfta tölublaði ársins 2018. Hún kemur frá Kristni Bjarnasyni og móður hans, Guðlaugu Jónsdóttur, á North West Hóteli í Víðigerði en fjölskyldan hefur rekið hótel og veitingasölu þar frá árinu 2014. Þau buðu upp á hægeldaða lambaskanka með rauðvínssoðsósu, basil-parmesan kartöflumús, sykurgljáðum gulrótum og pikkluðu salati. Uppskriftin er fyrir tvo.
Meira

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.
Meira

Annað smit greinist á Hvammstanga

Kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra eru nú orðin tvö eftir að nýtt smit greindist á Hvammstanga eftir sýnatöku í gær. Eins og fram hefur komið eru nú um 230 manns í Húnaþingi vestra í sóttkví eða um fimmtungur íbúa sveitarfélagsins. Ekki er þó talið að sú tala komi til með að hækka mikið þrátt fyrir að annar einstaklingur hafi greinst.
Meira

Það kostar ekkert að brosa:)

Ef það er eitthvað sem getur hjálpað manni að halda geðheilsunni þessa furðulegu daga sem við erum að ganga í gegnum þá þurfum við ekki bara að rækta líkamann heldur að huga að innri sálinni með að brosa og hlægja meira en við gerum. Dýramyndbönd er eitthvað sem ég get horft á í marga klukkutíma og skemmt mér vel yfir, vona bara að þú gerir það líka:) Munum svo bara að njóta og lifa lífinu:)
Meira

Viðbragðsáætlun í landbúnaði vegna COVID 19

Nauðsynlegt er fyrir bændur að hafa viðbragðsáætlun sem tekur til þátta sem mikilvægir eru til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda, segir á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar er brýnt fyrir bændum að gera ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda en þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli.
Meira

Vonbrigði með synjun á styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fyrr í þessum mánuði úthlutuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármunum til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira