A-Húnavatnssýsla

Flugeldasýningar og áramótabrennur

Áramótin eru framundan með öllum sínum gleðskap, brennum og skoteldum. Feyki telst svo til að auglýstar flugeldasýningar og brennur verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Grafið ær-fille er gott að eiga um jólin

„Um jólin er gaman að bjóða upp á eitthvað sem er alla jafna ekki á boðstólum, brjóta upp hið daglega mynstur í mat og drykk, gott dæmi er maltið og appelsínið sem við blöndum saman um jólin en færri gera það í annan tíma þó svo hvort tveggja sé auðvitað til staðar allt árið um kring. Það er t.d. alveg gráupplagt að versla sér góðan slatta af ær-fille (hryggvöðva) og grafa það. Þá er ekki átt við í kartöflugarðinum, heldur grafa það í salti, kryddum og í rauninni hverju því sem hugurinn og ímyndunaraflið býður hverjum og einum. Eftirfarandi er gott dæmi um grafið ær-fille sem þykir nokkuð gott á okkar heimili og er afar einfalt í framkvæmd,“ sögðu Vignir Kjartansson og Áslaug Helga Jóhannsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Kærar kveðjur ,,heim“ - Áskorandinn Guðmundur St. Ragnarsson- Brottfluttur Norðvestlendingur

Ég hef ákveðið að troða mér inn í áskorendapennann sem brottfluttur Blönduósingur og Húnvetningur sem á einnig rætur til Hofsós. Með þessu bréfakorni langar mig að senda nokkurs konar sendibréf til heimahaga minna á Norðvesturhorni landsins. Það eru vissulega áskoranir sem mæta minni gömlu heimabyggð á Blönduósi og einnig byggðinni þar sem ég dvaldi oft sumarlangt sem barn, Hófsósi.
Meira

Smá villa í jólakrossgátu Feykis

Krossgátusmið Feykis varð á í messunni og honum bent á meinlega villu í jólakrossgátu Feykis sem hann var ekki búinn að taka eftir. Flytja þarf 16. tölusetta reitinn um einn til vinstri svo allt sé eins og á að vera. Fyrir vikið frestast lokadagur innsendra lausna fram á mánudag 1. janúar.
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna

Eins og venja er standa björgunarsveitirnar fyrir flugeldasölu fyrir áramótin sem er í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá aukafjárveitingu

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að veita um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni fyrir rekstrarárið 2018. Nemur aukningin að jafnaði um 3% af heildarfjárveitingu stofnananna á árinu. Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær hæstu fjárveitinguna sem nemur 130 milljónum króna.
Meira

Vilja að stjórnvöld sýni spilin

Þorleifur Ingvarsson, formaður sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, segir að stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaganna fjögurra verði ekki stigin fyrr en stjórnvöld sýna spilin. Rætt var við Þorleif í hádegisfréttum RÚV í gær. Hlé var gert sameiningarviðræðum fyrir sveitarstjórnarkosningar sl. vor og hafa nýjar sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna samþykkt að halda viðræðum áfram og skipað fulltrúa í nýja sameiningarnefnd.
Meira

Hefur lesið bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og aftur

Í 48. tbl. Feykis á síðasta ári sagði Anna Scheving á Laugarbakka lesendum blaðsins frá sínum uppáhaldsbókum: Anna Scheving er 68 ára gömul húsmóðir, fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún hefur búið víða um land en síðustu árin hefur hún átt heima í Húnaþingi vestra, fyrst á Hvammstanga í allmörg ár en síðustu þrjú árin á Laugarbakka sem er að hennar mati algjör sælureitur. Allt frá því Anna lærði að lesa í kringum fimm ára aldurinn hefur hún haft yndi af bóklestri og henni er minnisstætt frá barnæsku þegar faðir hennar las fyrir heimilisfólkið úr bók Alistairs MacLean, Nóttin langa. Anna svaraði nokkrum spurningum fyrir Bók-haldið.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar öllum gleðilegra jóla nær og fjær.
Meira

Gæludýr á jólum

Nú er jólahátíðin rétt að ganga í garð og vill Matvælastofnun minna á að þessi tími gleði og samveru getur verið erfiður fyrir gæludýrin okkar. Hátíðunum fylgir oft breytt mataræði sem getur skapað meiri vandamál en gleði fyrir ferfætlingana. Þá bendir Matvælastofnun á að hættur fyrir ferfætlinga og fjaðraða heimilismeðlimi geta líka leynst víða, t.d. jólaseríur, skreytingar með kertum og blómum, jólamatur og sælgæti.
Meira