A-Húnavatnssýsla

Fersk og örugg matvæli

Við erum það sem við borðum. Fyrir tíu árum gerðumst við aðilar að matvælalöggjöf EES. Tilgangur matvælalöggjafar EES snýr að því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla.
Meira

Opnun Norðurstrandarleiðar

Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.
Meira

Björgum kirkjugarðsveggnum

Stjórn Kirkjugarðs Blönduóss vinnur hörðum höndum við að bjarga kirkjugarðsveggnum frá eyðileggingu en í honum er listaverk mótað í steypuna eftir myndlistamanninn Snorra Svein Friðriksson frá Sauðárkróki. Á Húna.is kemur fram að verkefnið sé dýrt og þess vegna leitar stjórnin eftir stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum undir kjörorðinu góða, „margt smátt gerir eitt stórt.“
Meira

Norðurstrandarleið vörðuð listrænu rusli - Misgóð mæting í fjörurnar

Um síðustu helgi voru íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefni þar sem lista- og vísindasmiðjur fóru í fjörur á hinni nýju Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way upp á enska tungu, og mynduðu vörður úr rusli sem tínt var til.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og uppáhaldsísinn

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Gunnlaugur Agnar Sigurðsson voru matgæðingar í 20. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Hvammstanga þar sem Borghildur starfar á leikskólanum Ásgarði og Agnar sem verktaki við ýmis verk. Börnin eru samtals sjö þannig að heimilið er stórt, fjörugt, gefandi og gleðjandi. „Við erum orðin spennt fyrir sumrinu sem er reyndar löngu komið á Hvammstanga og ætlum við að vera dugleg að njóta, grilla og borða ís,“ sögðu þau á vormánuðum 2017.
Meira

Ertu þátttakandi í samfélaginu þínu? - Áskorandi Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Skagaströnd

Mér þykir afskaplega vænt um nærsamfélagið mitt. Ég velti því oft fyrir mér með hvaða hætti fólk getur látið gott af sér leiða og hvað það er sem gerir manneskju að góðum og virkum samfélagsþegn.
Meira

Ólafur Guðmundsson fór ungur á sjóinn - Lesblindur, lítill og ræfilslegur

Ólafur Guðmundsson býr á Sauðárkróki kvæntur Ragnheiði Ólöfu Skaptadóttur og eiga þau þrjár stelpur. Hann er sjómaður í húð og hár, byrjaði ungur sem háseti en starfar í dag sem annar stýrimaður á Arnari HU1. Feykir hafði samband við Óla og féllst hann á að svara nokkrum laufléttum spurningum. Einnig er gaman að geta þess að hann er mikill myndasmiður og á forsíðumynd Feykis þessa vikuna.
Meira

Hestatannlæknirinn og Lopalind unnu til verðlauna í Ræsingu Húnaþinga

Verkefninu Ræsing Húnaþinga lauk í síðustu viku þar sem þrjú verkefni voru verðlaunuð. Ræsing Húnaþinga var samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og sveitarfélaga í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum. Alls skiluðu sjö verkefni inn viðskiptaáætlun.
Meira

Eysteinn Ívar nýr blaðamaður Feykis

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar og hóf hann störf í dag. Eysteinn er fæddur árið 2001 sonur Guðbrands Jóns Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar á morgun

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins verður opnuð á morgun uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 14:00. Sýningin nefnist Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun og er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins.
Meira