A-Húnavatnssýsla

Skáksamband Íslands stofnað fyrir 100 árum á Blönduósi

Skáksamband Íslands 100 ára – Íslandsmót haldið á Blönduósi þar sem allt byrjaði Þann 23. júní 1925 var Skáksamband Íslands stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi af sex skákfélögum af Norðurlandi.
Meira

Metnaðarfull sumarsýning hjá Heimilisiðnaðarsafninu

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Halla, Hún er ég – Prjónatilveran var opnuð laugardaginn 7. júní að viðstöddum fjölda gesta. Að þessu sinni er það Halla Lilja Ármannsdóttir sem er með fjölbreytta prjónasýningu. Um er að ræða prjónaðar flíkur og margs konar nytjahluti og skúlptúra.
Meira

Nú streymir heita vatnið um Austur-Húnavatnssýslu sem aldrei fyrr

Ný vinnsluhola, RR-38, verður formlega vígð föstudaginn 13.júní að Reykjum í Húnabyggð. Þar með lýkur umfangsmiklu verkefni sem hófst árið 2021 með það markmið að auka afkastagetu hitaveitunnar og tryggja nægjanlegt framboð á heitu vatni fyrir ört vaxandi eftirspurn á svæðinu. Hitaveitan að Reykjum þjónar nú öllu þéttbýli á Blönduósi og Skagaströnd auk dreifbýlis í Húnabyggð. Með tilkomu nýju vinnsluholunnar er rekstraröryggi aukið og tryggt að veitan geti sinnt núverandi og framtíðareftirspurn á svæðinu.
Meira

Smábæjarleikar að hefjast á Blönduósi

Smábæjaleikarnir á Blönduósi fara fram um helgina og er þetta í 21. skiptið sem þeir eru haldnir. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 8., 7., 6. og 5. flokki.
Meira

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fimmta sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem bætt geta geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.
Meira

Hvar eru Feykir og Sjónhornið!?

Það eru efalaust einhverjir með böggum hildar að hafa ekki fengið Feyki og Sjónhornið inn um bréfalúguna í dag. Það á sér eðlilegar skýringar því hvítasunnuhelgin náði að veju nokkuð inn í vinnuvikuna. Sjónhorn og Feykir voru því prentuð degi síðar en vanalega.
Meira

Drungilas semur til þriggja ára

Adomas Drungilas, hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls til næstu þriggja ára. Drungilas hefur spilað með Tindastól frá hausti 2022
Meira

Fer rentan í rétt hérað ? Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Nú fyrir helgi skrifaði Arna Lára Jónsdóttir þingmaður grein undir yfirskriftinni “Auðlindarentan heim í hérað”. Þar fer hún m.a. yfir stefnu og væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnar varðandi auðlindagjöld og að þau renni að hluta til nærsamfélagsins. Ég vil þakka Örnu Láru fyrir þessi skrif og þó sérstaklega fyrir að nota ekki orðið leiðréttingu um veiðigjöldin.
Meira

Fullt hús af tapleikjum í dag

Það var mánudagur til mæðu hjá knattspyrnufólki á Norðurlandi vestra í dag. Öll meistaraflokksliðin á svæðinu létu til sín taka og öll máttu þau lúta í gras. Við höfum áður minnst á hrakfarir Stólastúlkna í Mjólkurbikarnum en síðan máttu Húnvetningar þola tap í Hafnarfirði og Stólarnir glopruðu sínum leik úr höndunum einum fleiri á Grenivík.
Meira

ÍBV henti Stólastúlkum úr bikarnum á sannfærandi hátt

Það var stórleikur á Sauðárkróksvelli í dag þegar Tindastóll fékk lið ÍBV í heimsókn í átta liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Því miður áttu heimastúlkur engan stórleik og máttu sætta sig við 1-3 tap gegn Lengjudeildar-liði Vestmannaeyinga. Það má segja að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði en Stólastúlkur áttu sennilega sinn slakasta leik á tímabilinu og það á degi þar sem liðið hefði getað tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarsins í fyrsta skipti í sögunni.
Meira