A-Húnavatnssýsla

Í syngjandi jólasveiflu í Hörpu | Feykir spjallar við Huldu Jónasar

„Það sem er næst á dagskrá hjá okkur núna eru jólatónleikar í Hörpu. Þeir hafa hlotið nafnið Í syngjandi jólasveiflu og þar ætlum við að flytja jólalögin hans Geira okkar í bland við hans þekktustu lög. Jólalögin hans eru mjög falleg og hafa allt of lítið fengið að hljóma,“ segir tónleikahaldarinn og Króksarinn Hulda Jónasar, dóttir Erlu Gígju og Ninna heitins, þegar Feykir spyr hvað standi nú til.
Meira

Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar

Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær

Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði.
Meira

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Boðað til íbúafundar í Húnabyggð í dag

Allir íbúar Húnabyggðar eru boðnir velkomnir á stuttan upplýsingafund sem haldinn er í tilefni fréttatilkynningar sem fer í loftið í dag fimmtudaginn 23. október.
Meira

Lóuþrælar leggja land undir fót

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á árinu. Nú stefna kórfélagar suður með sjó og ætla að bresta í söng þar sem landið er lítið og lágt, í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Meira

Frestur til að sækja um í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra framlengdur!

Frestur til að skila umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 28. október kl. 12:00.
Meira

Munum eftir endurskinsmerkjunum

Varðstjóri lögreglu á Blönduósi heimsótti á dögunum nemendur í 3. og 4. bekk Húnaskóla á Blönduósi. Í færslu á Facebook-síðu LNV var í heimsókninni lögð áhersla á öryggi í umferðinni og mikilvægi þess að nota endurskinsmerki – sérstaklega nú þegar dimma tekur á morgnana og síðdegis.
Meira

Vonast eftir góðri þátttöku á aðalfundi SUNN

Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) fyrir árið 2025 verður í Kakalaskála í Skagafirði, mánudagskvöldið 27.október kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, erindi frá Landvernd og þá mun Nína Ólafsdóttir, rithöfundur og líffræðingur, kynna nýútkomna bók sína, Þú sem ert á jörðu. Feykir spurði Rakel Hinriksdóttur, formann SUNN, hvað það væri sem helst brenni á náttúruverndarfólki þessi misserin.
Meira

Opinn dagur í Höfðaskóla í dag

Í dag er opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd frá kl. 16:00 til 18:00 og á heimasíðu skólans segir að öll séu hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur. Þá er Góðgerðarvika Höfðaskóla hafin og nemendur og starfsfólk er farið að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu.
Meira