A-Húnavatnssýsla

Gullskórinn var afhentur í Húnaskóla í byrjun október

Verkefninu Göngum í skólann lauk í Húnaskóla á Blönduósi þann 3. október sl. með glæsilegri verðlaunaafhendingu. Á heimasíðu skólans segir að allir nemendur og starfsfólk skólans hafi komið saman fyrir utan skólann til að fagna árangri verkefnisins og afhenda hinn eftirsótta Gullskó.
Meira

Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði

Það er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.
Meira

Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis

Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.
Meira

Skagstrendingar mótmæla öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar mótmæli öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til þess að virða hagsmuni íbúa og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Erfitt er að sjá fyrir sér að hægt sé að svipta hluta íbúa landsins kosningarétti á grundvelli íbúafjölda.
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Kósý haustveður í kortum helgarinnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir skaplegu veðri um helgina, stilltu og nokkuð hlýju en svo kólnar heldur í næstu viku. Þennan föstudagsmorguninn eru allir vegir greiðfærir á Norðurlandi vestra nema hvað að hálkublettir eru á Öxnadalsheiði þó líklegt sé að þeir hverfi um leið og hitinn hækkar.
Meira

Útgáfuhóf Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu haldið í Breiðholtskirkju

Útgáfuhóf vegna endurskoðaðrar útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu fór fram laugardaginn 11. október sl. í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Sögufélag stóð að viðburðinum í samstarfi við Húnvetningafélagið í Reykjavík og var dagskráin bæði fjölbreytt og fróðleg.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira

Svanhildur Páls stýrir Prjónagleðinni

Prjónagleði er prjónahátíð sem árlega er haldin á Blönduósi og það er með þessa hátíð eins og jólin, það styttist alltaf í næstu. Húnabyggð hefur samið við Skagfirðinginn Svanhildi Pálsdóttur um að sjá um Prjónagleði 2026 en hún verður haldin dagana 5.-7. júní.
Meira

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira