Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu | Eyjólfur Ármannsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
20.09.2024
kl. 10.50
Fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjármálaráðherra kynnti það undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. Af frumvarpinu má ráða að við eigum að bíða frekari áhrifa stýrivaxta Seðlabankans og vona að verðbólgumarkmiði bankans um 2,5% árlega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Ríkisfjármálunum er ekki beitt markvisst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og peningamagni í umferð né til að mæta mikilli eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegu verði á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar.
Meira