A-Húnavatnssýsla

Ari Jóhann kosinn formaður SHÍ

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, sem haldinn var 22. október var Ari Jóhann Sigurðsson, formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, kosinn formaður samtakanna. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, var kosinn í varastjórn.
Meira

Orkusjóður úthlutar styrkjum til rafhleðslustöðva

Orkusjóður úthlutaði nýlega styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel og gististaði víða um land þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefni þetta er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.
Meira

Hádegisfyrirlestur og listsýning í Kvennaskólanum

Í hádeginu í dag, mánudaginn 28. október kl. 12-13 heldur textíllistamaðurinn Petter Hellsing fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hann segir frá list sinni og dvöl sinni á Blönduósi. Fyrirlesturinn nefnist “Handens abstraction” eða Huglægni handanna.
Meira

Viltu gerast stofnfélagi í Sturlufélagi?

Í maímánuði var stofnað Sturlufélag, það er félag til að halda á lofti minningum um verk sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Enn er hægt að gerst stofnfélagi þar sem ákveðið var að svo yrðu þeir sem gerast félagar til áramóta.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, sunnudaginn 27. október, er opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins munu sýna margvíslega vinnu sína.
Meira

Hægeldaður hryggur og uppáhaldsnammikaka

„Við heitum Þóra Margrét Lúthersdóttir og Einar Árni Sigurðsson. Við búum á bænum Forsæludal í Vatnsdal, þar rekum við sauðfjárbú ásamt því að eiga nokkur hross, hænur og hund,“ sögðu matgæðingar 41. tbl. Feykis árið 2017. Þóra og Einar tóku við búinu í Forsæludal árið 2014. Einar starfar sem vélstjóri hjá Samskipum en Þóra sér um börn og bú en börnin eru fjögur á aldrinum fjögurra til átta ára. Þau gáfu lesendum uppskriftir að þriggja rétta máltíð.
Meira

Einu sinni var :: Áskorandinn Kristín Guðjónsdóttir Blönduósi

Fyrir allmörgum árum síðan, eftir miðja síðustu öld, var sú sem þetta skrifar lítil stelpa að alast upp á Blönduósi. Nánar tiltekið þar sem nú er kallað „gamli bærinn“. Þá bjó maður annað hvort innfrá eða útfrá, það er að segja ég bjó innfrá og var iddi en þeir sem bjuggu utan ár, hinu megin við Blöndu voru úddar. Þessi skilgreining er held ég lítið notuð í dag eða ekkert.
Meira

Heimskautarefur truflaði ökumann

Afspyrnuslæmt veður var á Norðurlandi vestra í gær, blint og mikill skafrenningur að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Bifreið fór út af veginum í Langadal í gærkvöldi þegar ökumanni fipaðist aksturinn og gaf hann þá skýringu að „arctic fox“ hefði hlaupið fyrir bílinn.
Meira

Listaverk sýnd á bakhlið Kvennaskólans

Verk listakonunnar Josefin Tingvall eru nú til sýnis á útivegg Kvennaskólans á Blönduósi og verða til næsta sunnudags, 27. október. Hér er um að ræða myndband sem varpað er á bakhlíð hússins, alltaf á milli klukkan 17: 30 og 22:00. Veggurinn sést vel frá göngustígnum meðfram Blöndu og gamla bænum.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni Jóns ræða um vegabætur á Alþingi

Stefán Vagn Stefánsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Lagt er til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir og frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
Meira