A-Húnavatnssýsla

Ungir Húnvetningar æfðu með fagmönnum í körfuboltafaginu

Um helgina var spilaður körfubolti á Skagaströnd en þar mættust karlalið Fjölnis, Snæfells og Þórs Akureyri, spiluðu innbyrðist og brýndu vopn og samspil fyrir komandi átök í 1. deildinni í vetur. Þá buðu leikmenn Snæfells og Fjölnis ungum Húnvetningum upp á ókeypis námskeið í þessari skemmtilegu íþrótt sem körfuboltinn er.
Meira

Hjólhýsabrakið væntanlega fjarlægt af Holtavörðuheiðinni í dag

Sennilega hafa flestir þeir sem átt hafa leið yfir Holtavörðuheiði síðustu vikurnar furðað sig og jafnvel hneikslast á draslinu sem liggur við vegkantinn. Um miðjan ágúst gerði talsvert hvassviðri og splundruðust þá tvö hjólhýsi á sama kaflanum ofarlega í norðanverðri heiðinni samkvæmt upplýsingum Feykis. Brakið hefur ekki verið fjarlægt en í frétt á mbl.is í gærkvöldi var sagt frá því að Vegagerðin hyggst láta hendur standa fram úr ermum og ganga í málið í dag.
Meira

Fullt af frábærum námskeiðum á haustönn hjá Farskólanum

Undanfarin ár hefur Farskólinn boðið upp á allskonar skemmtileg og fræðandi námskeið bæði á vorönn og haustönn og er engin undantekning á þeirri reglu þetta haustið. Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvað yrði í boði og í tbl. 34 í Sjónhorninu voru námskeiðin kynnt. Þarna eru bæði vefnámskeið, sem hægt er að sækja heima í stofu í kósý ef fólk kýs það, og svo staðnámskeið. Staðnámskeiðin eru svo yfirleitt kennd í öllum fjórum bæjarfélögunum, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Alltaf bætist í flóruna og ætli ég geti ekki fullyrt að þau hafi aldrei verið jafn mörg og fjölbreytt og nú og gott er að taka það fram að þau eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar.
Meira

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sendir frá sér nýja ljóðabók

Komin er út hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Hugurinn á sín heimalönd eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Hér er um ljóðabók að ræða sem jafnframt er áttunda kveðskaparbók Rúnars. Bókin er kilja, 194 blaðsíður að stærð.
Meira

Laxveiðisumarið líður undir lok

Laxveiðisumrinu í Húnavatnssýslum lýkur senn en sumar laxveiðiárnar loka fyrir laxveiði í nú í vikunni en aðrar um mánaðamótin. Í frétt í Húnahorninu, þar sem menn eru ekkert með öngulinn í rassinum, segir að haustveiðin hafi verið ágæt. Mest hefur veiðst í Miðfjarðará sem gaf 116 laxa vikuveiði og þann 17. september höfðu veiðst 1.198 laxar í ánni í sumar.
Meira

Örnám, einstakt tækifæri | Aðsend grein

Þann 15. september komu saman rektor Háskólans á Hólum ásamt deildarstjórum, prófessor, gæðastjóra og kennslustjóra með fulltrúum Háskólafélags Suðurlands, SASS og atvinnugreinum á Suðurlandi til vinnufundar um samstarf á nýrri nálgun í háskólamenntun, þróun örnáms á háskólastigi.
Meira

Stólastúlkur í erfiðum málum í Bestu deildinni

Lokaumferðin í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild kvenna var spiluð í dag og það var sterkt lið FH sem kom á Krókinn þar sem lið Tindastóls beið þess. Hlutskipti liðanna er ólíkt; Stólastúlkur í bullandi fallbaráttu en lið FH að reyna að halda spennu í toppbaráttunni. Gæðamunurinn kom fljótt í ljós í leiknum og lið Hafnfirðinga vann öruggan 0-4 sigur.
Meira

Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis

Í síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.
Meira

„Þetta var magnað að upplifa!“

„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Stólarnir lögðu Kormák/Hvöt í hörkuleik

Það var hörkumæting á stórleikinn á Sauðárkróksvelli í kvöld þar sem Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í undanúrslitum Fótboltapunkturnet bikarsins. Montrétturinn á Norðurlandi vestra undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli eftir viku og stemningin var eftir því. Liðin enduðu bæði í fjórða sæti í sinni deild; Stólarnir í 3. deild en Húnvetningar í 2. deild. En í bikar er allt hægt og Stólarnir með Manu – nei, ekki Man U – í þrennustuði fögnuðu innilega frábærum 3-1 sigri. Til hamingju Stólar!
Meira