A-Húnavatnssýsla

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu.
Meira

Árlegir jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins

Skagfirski kammerkórinn býður til jólatónleika í Hóladómkirkju sunnudagskvöldið 15.desember kl.20:00 og Blönduóskirkju þriðjudaginn 17.desember einnig klukkan 20:00. Kammerkórinn heldur árlega jólatónleika.
Meira

Leikdagur í Síkinu í kvöld og hvað gerum við þá?

Jú við förum í rétta dressið - peppum okkur upp og mætum í Síkið. Meistaraflokkur karla tekur á móti Njarðvík og byrjar leikurinn á slaginu 19:15. Ef þú átt ekkert til að fara í þá verður Tindastólsbúðin opin og nú með keppnistreyjur til sölu svo verða að sjálfsögðu hamborgarar á grillinu frá kl. 18:30.
Meira

Dagatöl Pilsaþyts komin í sölu

Pilsaþytur í Skagafirði bjóða nú til sölu borðdagatöl til fjáröflunar fyrir starfssemi sína. Dagatölin prýða myndir af ýmiss konar þjóðbúningum við leik og störf ásamt myndum af Skagfirskum kirkjum. Þetta er sjötta árið sem dagatal Pilsaþyts kemur út. Dagatölin eru eins og áður u.þ.b. 10x20 sm á stærð og fara vel á skrifborði auk þess að vera upplögð í jólapakkann.
Meira

Tilfinningar frá myrkri til ljóss

Dagana 25. nóvember til 1. desember komu ungmenni frá sveitum Toskana á Ítalíu, Pyhtää í Finnlandi og Húnaþingi vestra á Íslandi saman til þátttöku í Miðnæturljósi, Erasmus+ verkefni, sem miðar að því að hvetja til sköpunar og sjálfstjáningar. Íslenski hluti verkefnisins var skipulagður í samstarfi við Húnaklúbbinn, sem er félag ungs fólks í Húnaþingi vestra, og Félagsmiðstöðina Órion.
Meira

Árlegir jólatónleikar Lóuþræla í kvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Karlakórinn Lóuþrælar býður á jólatónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20:00. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður í aðventunni og hafa þeir haldið jólatónleika í hátt í tuttugu ár. Kórinn syngur fyrst og fremst jólalög og er frítt inn á tónleikana. Landsbankinn býður upp á kakó og smákökur. Starf kórsins er styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV. En tónleikarnir sjálfir í boði Landsbankans og Húnaþings vestra. Feykir spjallaði við Júlíus Guðna formann Lóuþrælanna um sönginn og kórstarfið.
Meira

Frestur rennur út á miðnætti þann 15. janúar 2025

SSNV kallaði fyrr í þessum mánuði eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra fyrir árið 2024 og er þetta í sjötta sinn sem þessi viðurkenning verður veitt. Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og verkefni á sviði menningar. Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum og er tekið við tilnefningum til miðnættis 15. janúar 2025 í gegnum rafrænt skráningarform. Ekki er tekið við tilnefningum með öðrum hætti.
Meira

SSNV setur saman jólagjafalista úr heimabyggð

Lenda ekki allir í því að vita ekkert hvað á að gefa þessum og hinum í jólagjöf. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var að uppfæra jólagjafalistann sinn og hefur gert hann aðgengilegan á heimasíðunni sinni með fullt af sniðugum jólagjöfum úr héraðinu.
Meira

Húnabyggð áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári

Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 10. desember. Áætlað er að heildartekjur verði 2.931 milljón króna á næsta ári og rekstrargjöld 2.578 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar 140 milljónir og fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 194 milljónir. Rekstrarniðurstaðan er því áætluð jákvæð um 19 milljónir króna segir á huni.is. 
Meira

Húnahornið óskar eftir tilnefningum um fallega skreytt jólahús í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnahornsins (huni.is) segir að sú hefð hefur skapast á Húnahorninu í desember að velja Jólahús ársins í Húnabyggð. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2024 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 23. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins.
Meira