A-Húnavatnssýsla

Bíll eyðilagðist í eldi á Svínvetningabraut

Eldur kviknaði í bíl á Svínvetningabraut rétt við bæinn Kagaðarhól í gær. Enginn slasaðist í eldinum. Lögreglu og slökkvilið fengu tilkynningu eld í tengitvinnbíl um klukkan hálf þrjú og var mikill eldur og reykur var í bílnum.
Meira

Fjölgaði um 60 manns á Norðurlandi vestra á fimm mánaða tímabili

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 60 frá 1. desember sl. og eru nú orðnir alls 7387 talsins sem gerir fjölgun upp á 0,8%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögunum á svæðinu utan eins, samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands.
Meira

Síld í kápu - leiðrétt uppskrift

Í nýjasta tölublaði Feykis, 19. tbl. 2020, birtist uppskrift að girnilegu síldarsalati sem kallast „Síld í kápu". Svo illa vildi til að villa slæddist með í upphafi uppskriftarinnar þar sem gefinn er upp hvítur fiskur. Hið rétta er að enginn hvítur fiskur á að vera í salatinu og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Hér birtist uppskriftin eins og hún á að vera:
Meira

Sumarstörf fyrir námsmenn á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Eru störfin hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna Covid-19.
Meira

Samfélagssáttmáli

Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út samfélagssáttmála. Í honum er minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum. Einnig eru ítrekuð nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga til að verjast veirunni s.s. að þvo hendur og sótthreinsa og halda tveggja metra fjarlægð.
Meira

Telja að ferðaþjónustufyrirtækin sín komist í gegnum Covid-19 ástandið

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Markaðsstofa Norðurlands gerði í byrjun maí. Meirihluti þeirra er að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar, þar af eru flest þeirra að nýta hlutabótaleiðina.
Meira

Veðrabreytingar af og til og jafnvel él - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 5. maí var haldinn nokkurs konar fjarfundur hjá Veðurklúbbi Dalbæjar og staðan tekin á síðasta spágildi og má segja að veðrið hafi orðið heldur betra en spámenn bjuggust við.
Meira

Kalt í veðri næstu daga

Það er varla hægt að segja þessa dagana að „viðmjúk strjúki vangana vorgolan hlý" eins og segir í kvæðinu og hlýrabolir og stuttbuxur mega bíða þess inni í skáp að þeirra tími komi enn um sinn en treflar og lopapeysur koma áfram í góðar þarfir. Þó gæti tíðarfarið eitthvað farið að breytast til batnaðar í byrjun næstu viku ef spár rætast.
Meira

Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar nú að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst.
Meira

Slæmt ástand vega á Norðurlandi vestra

Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar, vekur athygli á slæmu ástandi þjóðvegar frá Blönduósi að Þverárfjallsvegi á Facebook síðu sinni í síðustu viku. Þar segist hann hafa tekið smá rúnt að Þverárfjallsvegi og telur hann veginn nánast stórhættulegan. „Skagastrandarvegur er að verða í vægast sagt slæmu ástandi, eiginlega stórhættulegur þar sem gert er ráð fyrir að hann megi aka á 90 km hraða. Þar sem á að skila hönnun á nýjum vegi með breyttri legu og nýju brúarstæði á Skagastrandarvegi núna 15. maí þá þykir mér einboðið að sá vegur verði boðinn út hið snarasta,“ skrifar Guðmundur.
Meira