A-Húnavatnssýsla

Húnvetningar enn í góðum málum þrátt fyrir tap

Bleiki valtarinn fór ekki í gang í Malbikunarstöðinni að Varmá í dag. Lið Kormáks/Hvatar missteig sig því aðeins í toppbaráttu 3. deildar en þeir sóttu Hvíta riddarann heim í Mosfellsbæ og tembdust við að koma boltanum í markið fyrir framan 50 áhorfendur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn gerðu eina mark leiksins en það var lán í óláni að lið Víðis í Garði, sem var í þriðja sæti deildarinnar, tapaði á sama tíma fyrir Árbæingum sem stukku þá upp fyrir Víði.
Meira

Aðeins Vatnsdalsá sem skilar fleiri löxum á land en í fyrra

Húnahornið er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í Húnavatnssýslum. Samkvæmt miðlinum er laxveiði dræm það sem af er sumri en Miðfjarðará er aflamest laxveiðiáa í Húnavatnssýslum og litlar líkur á að það breytist á næstu vikum. Veitt er á tíu stangir í Miðfjarðará og hafa nú veiðst 680 laxar.
Meira

Arnar HU1 landaði 771 tonni á Króknum

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki síðastliðna nótt. Aflaverðmæti um borð er um 300 milljónir og magn úr sjó er um 771 tonn og mun þetta vera mesti afli sem togarinn hefur landað á fiskveiðiárinu.
Meira

Opið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Hlaupa sex maraþon á sex dögum

Hlaupahópurinn BOSS HHHC ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum frá Akureyri til Reykjavíkur til styrktar góðu málefni.
Meira

Húnabyggð auglýsir Húnavelli til sölu

Húnabyggð hefur nú auglýst eignina Húnavelli til sölu.
Meira

Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag

Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira

Þingmaður á rangri leið : Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Þann 2. ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd.
Meira

Kormákur/Hvöt í frábærum málum

Kormákur/Hvöt eru í góðum málum eftir að hafa unnið tæpan 1-2 sigur á Elliða í Árbænum í gær.
Meira

Vegleg gjöf til Hollvinasamtaka HSB

Þessi mánaðarmót verða lengi í minni formanns Hollvinasamtaka HSB, Sigurlaugar Þóru Hermannsdóttur. Kvenfélagskonur í Bólstaðarhlíðar og Svínavatnshreppi buðu formanni í grillveislu í Dalsmynni þann 1. ágúst.
Meira