A-Húnavatnssýsla

Börn og gæludýr – Vídeó

Það er alltaf gaman af myndböndum sem tekin eru af börnum og gæludýrum ekki síst ef þau eiga vel saman. Eftirfarandi fannst á Facebook og fær titilinn Krúttmyndband dagsins.
Meira

Forðast að lenda í bókaskorti

Viðmælandi Feykis í Bók-haldinu í 35. tbl. árið 2017 heitir Jóna Guðrún Ármannsdóttir, bóndi og húsmóðir í Laxárdal 3 í Hrútafirði í Húnaþingi vestra. Jóna fæddist á Akureyri á jóladag árið 1973 og ólst upp á Vatnsleysu í Fnjóskadal þar sem hún bjó til 17 ára aldurs þegar hún fór til náms í Bændaskólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún manninum sínum, Jóhanni Ragnarssyni úr Laxárdal, en þangað flutti Jóna árið 1995 og búa þau hjónin þar með rúmlega 1000 kindur. Börnin eru fimm og hefur Jóna verið heimavinnandi síðan það yngsta fæddist, árið 2010. Áður starfaði hún um nokkurra ára skeið sem kennari við Grunnskólann á Borðeyri en hún stundaði fjarnám við Kennaraháskólann og lauk því árið 2007. Þrátt fyrir annir við búskapinn og stórt heimili er Jóna afkastamikil við bóklesturinn og við fengum að hnýsast aðeins í hennar lestrarhætti.
Meira

Vegan núðlusúpa

Umsjónarmaður matarþáttar Feykis leitaði í smiðju Eldhússystra í þessum þætti sem birtist í 6. tbl. ársins 2017. Matur sem flokkast undir að vera vegan er mjög í tísku um þessar mundir. Reyndar er umsjónarmaður þessa þáttar meira fyrir súrmat en súrkál, ekki síst á þessum árstíma, og hefur ekki ennþá rekist í vegan þorramat. Hins vegar hefur heyrst að smákökur undir vörumerkinu Veganesti séu orðnar ákaflega vinsælar hjá erlendum ferðamönnum, sem misskilja vörumerkið eilítið! Að þessu sinni leitum við enn á ný í smiðju eldhússystranna Rannveigar og Þorbjargar Snorradætra. Gefum þeim orðið:
Meira

Sjálfstæðisflokkurinn - Á réttri leið

Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“ sem varir næstu vikur og mánuði. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir. Boðað hefur verið til tveggja funda á Norðurlandi vestra nk. sunnudag auk þess sem farið verður í vinnustaðaheimsóknir á Skagaströnd.
Meira

Samningar vegna styrkja til fjarvinnslustöðva undirritaðir

Sl. þriðjudag undirritaði forstjóri Byggðastofnunar samninga um styrki til fjarvinnslustöðva í tengslum við byggðaáætlun 2018-2024. Undirritunin fór fram í fundarsal Byggðastofnunar og við það tækifæri kynntu styrkþegar þau verkefni sem styrk hlutu.
Meira

112 dagurinn í Húnavatnssýslum

Einn, einn, tveir, eða 112 dagurinn verður haldinn á mánudaginn kemur, þann 11.2. Þema þessa árs er öryggismál heimilisins. Í tilefni dagsins munu viðbragðsaðilar á Blönduósi hittast við slökkvistöðina og að akstrinum loknum verða tæki þeirra til sýnis við slökkvistöðina, milli klukkan 16 og 18. Einnig verður sýnd notkun á slökkvitækjum, hvernig skuli bera sig að við endurlífgun og fleira. Léttar veitingar verða í boði.
Meira

Fjögur fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra á innan við viku

Það sem af er vikunnar hafa komið upp tvö fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra en skammt er frá því að önnur tvö komu inn á borð hennar. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna.
Meira

Námskeið í skipulagningu og utanumhaldi viðburða

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir námskeiði í skipulagningu og utanumhaldi viðburða þann 25. febrúar nk. Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

LífsKraftur, bók fyrir ungt fólk með krabbamein, endurútgefin

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd. Bókina fá allir þeir sem greinast með krabbamein og eru á aldrinum 18-45 ára, afhenta, sér að kostnaðarlausu, en einnig liggur hún frammi á öllum sjúkrahúsum landsins. Haldið var upp á útgáfuna sl. mánudag, 4. febrúar, á alþjóðlegum degi gegn krabbameinum ,með útgáfuhófi á Kaffi Flóru.
Meira

Sungið í tilefni af Degi leikskólans - Myndir og vídeó

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en sjötta febrúar er gert hátt undir höfði í leikskólasögu þjóðarinnar þar sem frumkvöðlar leikskólanna stofnuðu fyrstu samtök sín á þessum degi árið 1950. Orðsporið, sem veitt var í sjöunda sinn, kom í hlut Seltjarnarnesbæjar en verðlaunin voru fyrst veitt árið árið 2013. Hersteinn Snorri, leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi, hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni fyrir ljóðið Skipstjórinn.
Meira