A-Húnavatnssýsla

Samstaða og samhugur er mikill í samfélaginu

Í gær var haldin samverustund á sal bóknámshúss Fjölbrautaskólans í tilefni af bílslysinu við Hofsós sl. föstudag. Settur skólameistari, Þorkell V. Þorsetinsson, flutti stutt ávarp og greindi frá fréttum af hinum slösuðu. Þar kom fram að þrír hinna slösuðu eru komnir af gjörgæslu og tveir þeirra hafa verið útskrifaðir af barnadeild Landsspítalans en ljóst er að mislangt bataferli er framundan hjá þeim öllum.
Meira

Hvað á að gera þegar komið er að slysi?

„Dásamlegu krakkarnir okkar sem komu að slysinu gerðu allt rétt,“ segir Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, þegar Feykir leitaði eftir upplýsingum hjá henni um hvað beri að gera þegar komið er að slysi, líkt og varð við Hofsós sl. föstudag. Þá slösuðust fjórir piltar á aldrinum 17-18 ára alvarlega í bílslysi en um 30 ungmenni voru á leið í veislu á Hofsósi og voru á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu að. Mörgum þykir ónotaleg sú tilhugsun að koma að slysi og efast kannski um að þeir viti hvernig bregðast á við. En hvað á að gera þegar komið er að slysi?
Meira

Meirihluti þeirra sem sagt var upp á Blönduósi kominn með aðra vinnu

RÚV segir frá því að rúmlega helmingur þeirra 22 sem misstu vinnuna í hópuppsögn sláturhússins á Blönduósi hafi fengið aðra vinnu og ætli að vera um kyrrt í sveitarfélaginu. Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar segir það hafa gengið vonum framar að halda í fólkið áfram.
Meira

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju í kvöld

Sjaldan hefur jafn stór hópur framhaldsnemenda verið í flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Dagana 24.-29. apríl ætla sex nemendur þaðan og einn píanónemandi að fara til Frakklands í tónleika- og menningarferð. Kennararnir Petrea Óskarsdóttir (flauta) og Þórarinn Stefánsson (píanó) hafa undirbúið nemendurna fyrir tónleikana og verða fararstjórar. Hópurinn hélt tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. apríl sl. og á Skagaströnd í kvöld og hitar upp fyrir utanlandsferðina.
Meira

Það lengist í gulu veðurviðvöruninni

Nokkuð snjóaði í snarpri norðanátt í nótt hér Norðvestanlands en þó ekki meira en svo að varla er hægt að tala um hvíta jörð í byggð. Reiknað var með að gul veðurviðvörun dytti niður upp úr hádegi í dag en Veðurstofan hefur framlengt í þeirri viðvörun sem stendur nú fram á aðfaranótt þriðjudags. Veðrið gengur að mestu niður í dag en áfram verður hvasst á Ströndum fram yfir miðnætti og af þeim sökum hangir viðvörunin inni.
Meira

Boðað til samverustundar í FNV á þriðjudaginn

Drengirnir fjórir sem lentu í alvarlegu umferðaóhappi við Grafará í fyrrakvöld voru allir lagðir inn á gjörgæslu á Landspítalanum. Mbl.is hefur eftir Þorkeli V. Þorsteinssyni, settum skólameistara FNV, að þrír piltanna séu nemendur við skólann. Skólinn hefur því boðað til samverustundar í Bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Meira