A-Húnavatnssýsla

Dalbæingar telja októbermánuð verða góðan

Í gær var haldinn fundur hjá spámönnum Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík og mættu þrettán veðurklúbbsmeðlimir en fundur hófst kl 14 og stóð yfir í hálfa klukkustund. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sáttir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

REKO Norðurland með afhendingar í vikunni

Á fimmtudag og föstudag, 3. og 4. október, verða REKO afhendingar á Norðurlandi en þar er um að ræða milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. REKO Norðurland var stofnað seint á síðasta ári og voru nokkara afhendingar í fyrravetur en nú er verið að taka upp þráðinn að nýju.
Meira

Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands hafið

Í dag hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“. Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Í tilkynningu frá félaginu segir að stuðningur fjölskyldu og vina skipti miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu. Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen.
Meira

Talsvert magn fíkniefna gert upptækt

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að vel hafi tekist til um Laufskálaréttarhelgi, sem hafi farið vel fram svo og viðburðir henni tengdir. Fjöldi ökumanna var stöðvaður fyrir ýmiss konar umferðarlagabrot og var hraðakstur þar mest áberandi. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp um helgina og var þar um að ræða talsvert magn fíkniefna sem talið að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu. Lögreglan á Norðurlandi vestra naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds og þjálfara lögreglunnar á Austurlandi en fjöldi lögreglumanna stóð vaktina um helgina.
Meira

Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks

Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
Meira

Blönduós heilsueflandi bær

Frá Heilsuhópnum á Blönduósi Íbúar bæjarins hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar ,,Heilsudagar á Blönduósi“ sem stóðu yfir frá 23.-28. september. Markmiðið með þessum flottu dögum var einfalt. Að hvetja fólk til að huga vel að heilsunni og hreyfa sig markvisst sem tókst ágætlega og ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Valdimar Guðmannsson á Blönduósi í viðtali - Uppselt á fjármögnunarkvöld Kótilettufélagsins

Nýlega lauk viðgerðum á kirkjugarðsveggnum á Blönduósi sem staðsettur er uppi á brekkunni ofan við gömlu kirkjuna vestan Blöndu. Um steyptan vegg er að ræða sem veður og vindar hafa níðst á, slitið og tært með árunum. Valdimar Guðmannsson, formaður stjórnar kirkjugarðsins, hefur staðið í fararbroddi vegna framkvæmda og viðhalds garðsins og forvitnaðist Feykir um verkið og fjármögnunina. Meðal annars stendur til að halda veglegt kótilettukvöld þann 28. þessa mánaðar þar sem allur hagnaður mun renna til viðhalds og tækjakaupa fyrir garðinn.
Meira

Loftslagsverkfall á Blönduósi

Nemendur í 7. og 8. bekk Blönduskóla slepptu skóla klukkan 11:00 í morgun til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans, eins og segir á heimasíðu Blönduskóla.
Meira

Viðburðastjórnun sem valgrein í Höfðaskóla

Á þessu skólaári er boðið uppá viðburðarstjórnun sem valgrein á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Fyrsti viðburður vetrarins var sl. miðvikudag þegar unglingarnir héldu spila- og leikjakvöld fyrir nemendur í 5. - 7. bekk. Kvöldið þótti heppnast vel og voru allir himinlifandi með þetta uppábrot, eftir því sem fram kemur á vef skólans.
Meira