A-Húnavatnssýsla

Fjölskyldufjör í Varmahlíð

Feykir sagði frá því, ekki margt fyrir löngu, að nemendur á miðstigi í Varmahlíðarskóla hefðu kynnt hugmyndir sínar um hvernig skólalóð þau vildu hafa fyrir foreldrum sínum, skólaliðum og sveitarstjóranum Sigfúsi Inga. Í kjölfar kynningar hafði formaður sveitarstjórnar Einar Eðvald Einarsson samband og lagði til að nemendur veldu minni leiktæki sem hægt væri að færa á milli ef að breyta ætti skólalóðinni seinna. Nem- endur gerðu könnun um hvaða leiktæki þau vildu helst fá.
Meira

Góðar gjafir í málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla

Málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla hafa borist góðar gjafir í vetur. Fyrir áramótin fékk stofnan að gjöf nýja og fullkomna mig/mma suðuvél, sem var mikil breyting frá gömlu suðuvélinni, sem var orðin því sem næst ónothæf.
Meira

Arna Rún öldrunarlæknir stokkin á HSN vagninn

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tilkynnir með ánægju að Arna Rún Óskarsdóttir, öldrunarlæknir, hafi verið ráðin til starfa hjá HSN. Arna Rún hefur mikla reynslu en hún hefur starfað um árabil sem öldrunarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri og verið forstöðulæknir endurhæfingar- og öldrunarlækninga.
Meira

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra

Það eru sviptingar í stjórnmálunum þessa dagana. Í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir, sem verið hefur forsætisráðherra síðustu sex og hálft árið í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, ákvað að venda sínu kvæði í kross og gefa kost á sér í embætti forseta Íslands, baðst hún um helgina lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Guðni forseti féllst á beiðnina en bað Katrínu að gegna embætti þar til ríkisstjórnarflokkarnir réðu ráðum sínum. Nú hafa flokkarnir þrír komist að niðurstöðu og mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taka við stöðu forsætisráðherra.
Meira

Karlakórarnir Heimir og Fóstbræður saman í Miðgarði

Laugardaginn 13.apríl næstkomandi tekur Karlakórinn Heimir á móti kollegum sínum í Fóstbræðrum í Miðgarði. Slá þeir saman til tónleika sem hefjast kl.17.00. 
Meira

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante á Spáni sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni. Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.
Meira

Ófærð á vegum og leik frestað á Stykkishólmi

Þriðju helgina í röð er leiðindaveður á landinu með erfiðri færð. Nú um klukkan eitt í dag voru Öxnadalsheiði og vegurinn yfir Þverárfjall lokaðir vegna óveðurs og víða skafrenningur og hvassviðri. Af þessum sökum hefur leik kvennaliða Snæfells og Tindastóls, í fyrstu umferð í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild, verið frestað um sólarhring og verður leikinn annað kvöld.
Meira

Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube

Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Meira

Lillý söng til sigurs

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir gerði sér í kvöld lítið fyrir og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Stapanum á Selfossi og var sýnd í Sjónvarpinu í beinni útsendingu. Alls voru fulltrúar frá 25 framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni en Lillý var hreint mögnuð og söng af fádæma öryggi lagið Aldrei, íslenska útgáfu af laginu Never Enough – lag sem er ekki á hvers manns færi að koma frá sér. Til hamingju Lillý og til hamingju FNV!
Meira

Emelíana Lillý syngur í sjónvarpinu í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi í kvöld og þar á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fulltrúa. Það er Emeliana Lillý Guðbrandsdóttir sem stígur á stokk fyrir FNV og syngur lagið Never Enough sem varð vinsælt í kvikmyndinni The Greatest Showman við íslenskan texta eftir Inga Sigþór Gunnarsson. Lillý er átjánda í röðinni og til að gefa henni atkvæði þarf að hringja í símanúmerið 900 9118.
Meira