A-Húnavatnssýsla

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu

Hendur stóðu fram úr ermum í Húnabyggð í gær þegar tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu, voru málaðar í regnbogalitunum, en þá sannaðist að margar hendur vinna létt verk. „Við fögnum fjölbreytileikanum í Húnabyggð,“ sagði í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins.
Meira

Er ekki sú síðasta alltaf eftirminnilegust?

„Já, það var glatað að það skyldi klikka,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduósingur, lögreglumaður og knattspyrnu-alt-muligt-mand, þegar Feykir nefnir við hann að það sé enginn fótboltaleikur hjá Kormáki/Hvöt á Blönduósi þessa Húnavökuna.
Meira

Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.
Meira

Skátafélagið Eilífsbúar á Landsmóti á Úlfljótsvatni

Landsmót skáta 2024 fer senn að ljúka en það byrjaði þann 12. júlí og lýkur þann 19. júlí. Mótið í ár er á Úlfljótsvatni og eru átta ár liðin síðan síðasta Landsmót var haldið en venju samkvæmt er það á þriggja ára fresti. Eftirvæntingin leyndi sér því ekki hjá mótshöldurum og þátttakendum og var þema mótsins Ólíkir heimar sem var svo skipt upp í fimm svæði, Bergheima, Jurtaheima, Loftheima, Eldheima og Vatnaheima. Skátafélagið Eilífsbúar á Króknum létu sig ekki vanta og fóru 17 manns á mótið. Þar af voru fimmtán krakkar og tveir fararstjórar þau Hildur Haraldsdóttir og Emil Dan Brynjólfsson.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal valinn í U21 landsliðið í hestaíþróttum

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga segir að undirbúningur fyrir Norðurlandamótið sé á blússandi siglingu og nú liggur fyrir hvaða knapar munu keppa fyrir Íslands hönd í yngri flokkunum. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í Hestamannafélaginu Þytur í Húnaþingi vestra var valinn í hópinn og hefur verið hluti af honum undanfarin ár.
Meira

Anna Karen og Una Karen keppa á Íslandsmótinu í höggleik

Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, byrjar Íslandsmótið í höggleik en það verður haldið á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja í ár. Þrettán ár eru síðan GS hélt mótið síðast en golfklúbburinn heldur upp á 60 ára afmælið sitt í ár og var það stofnað þann 6. mars árið 1964. Þær stöllur, Anna Karen og Una Karen, ætla ekki að láta sig vanta á þetta mót og keppa fyrir hönd GSS. Hægt er að fylgjst með gangi mála á golfbox en við hjá Feyki ætlum að sjálfsögðu að tilkynna stöðu mála þegar keppnin hefst. 
Meira

Slagarasveitin telur í Húnavökuna

Hin alhúnvetnska Slagarasveit ætlar að starta Húnavökunni með tónleikum í Krúttinu í gamla bænum á Blönduósi í kvöld, 17. júlí. Slagarasveitin mun meðal annars spila lög af nýlegri hljómplötu sveitarinnar sem verður til sölu á staðnum og gestir munu eflaust bresta í söng þegar strákarnir skella sér í Gráa fiðringinn, Vor á ný og Einn dag x Ein nótt þar sem Hugrún Sif, organisti með meiru, skerpir á raddböndunum.
Meira

„Það er fólkið sem er ómissandi“

„Húnavaka þróast með hverju árinu þó við höldum alltaf í gamlar góðar hefðir líka. Fyrir tveimur árum gerðum við verulegar breytingar, m.a. á staðsetningu hátíðarsvæðisins. Við reynum ávallt að bæta við nýjum og spennandi viðburðum sem gera hátíðina enn skemmtilegri og fjölbreyttari,“ segir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, reynslubolti í stjórnun Húnavöku, þegar Feykir spyr hvort Húnavakan sé alltaf að vinda upp á sig. Dagskráin er sérlega metnaðarfull og glæsileg í ár en Húnavakan verður á Blönduósi dagana 18. til 21. júlí.
Meira

Upp'á palli, inn'í tjaldi, út'í fljóti með Áskeli Heiðari

„Hvernig er það, er ekkert að gera hjá þér Heiðar? Hvað ertu að gera í útvarpinu?“ spyr Feykir einn splunkunýjasta útvarpsmann landsins. Hann svarar því til að sem betur fer sé enginn skortur á skemmtilegum verkefnum.
Meira