A-Húnavatnssýsla

Jafntefli hjá norðanliðunum um helgina

Keppni hófst í 3. og 4. deild karla í knattspyrnu nú á dögunum. Tindastólsmenn áttu heimaleik gegn Austlendingum í sameiniðu liði Hugins/Hattar en lið Kormáks/Hvatar fór eitthvað suður á undirlendið og spilaði við Knattspyrnufélag Rangæinga á SS vellinum. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjunum.
Meira

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Ferðaskrifstofan stóð fyrir vikulegum flugferðum milli Rotterdam og Akureyrar sumarið 2019. Flugfélagið Transavia annaðist flugið og gekk það vel í alla staði. Í vetur voru svo átta flugferðir frá Amsterdam til Akureyrar á vegum sömu aðila, sem einnig fengu góðar viðtökur.
Meira

Stórlaxar veiðast í húnvetnsku ánum

Óhætt er að segja að laxveiðin fari vel af stað í húnvetnsku ánum en um helgina veiddust þar tveir laxar sem mældust 101 sm, sá fyrri í Víðidalsá á laugardaginn og hinn í Blöndu í gærmorgun.
Meira

Jörð skelfur víða um norðanvert landið

Í dag klukkan 15:05 varð skjálfti af stærðinni 5.6 um 20 km NA af Siglufirði. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti var 4,1 og reið hann yfir um klukkan 16:40. Skjálftinn fannst víða um Norðurland, meðal annars á Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Dalvík og Húsavík að því er segir í frétt á mbl.is. Þá er Feyki kunnugt um að skjálftinn fannst víða í Skagafirði og allt vestur á Strandir.
Meira

Guðrún Helga nýr formaður USVH

Guðrún Helga Magnúsdóttir tók við formennsku Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga á 79. héraðsþingi sambandsins sem haldið var á Hvammstanga þann 15. júní síðastliðinn. Guðrún tekur við af Reimari Marteinssyni sem gegnt hefur formennsku síðastliðin sex ár. Guðrún Helga, sem er 23 ára gömul og búsett á Hvammstanga, er á meðal yngstu formanna sambandsaðila UMFÍ.
Meira

Laxveiðin fer vel af stað

Nú er laxveiðin að komast á fullan skrið og eru húnvetnsku laxveiðiárnar að opna ein af annarri. Veiði hófst í Blöndu þann 5. júní, Miðfjarðará opnaði síðastliðinn mánudag og Laxá á Ásum á þriðjudag. Þá munu Víðidalsá og Vatnsdalsá opna á morgun, laugardag og Hrútafjarðará þann 1. júlí.
Meira

Tilraunaverkefni um heimaslátrun undirritað

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í gær samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefninu er ætlað að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig er leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla, að því er segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Meira

Textílmiðstöðin sýnir á HönnunarMars

Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð á HönnunarMars 2020 , í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og nafnið bendir til var ætlunin að hátíðin yrði haldin í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní.
Meira

Viðhaldsþörf Húnavers og Dalsmynnis hleypur á tugum milljóna

Kostnaður Húnavatnshrepps vegna reksturs Húnavers og Dalsmynnis síðastliðin fimm ár nemur rúmlega 35 milljónum króna og eru viðhaldsframkvæmdir vegna húsanna næstu fimm árin áætlaðar um 77 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem lögð voru fram á síðasta sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps. Í þeim er tekinn saman kostnaður við rekstur félagsheimilanna tveggja árin 2015 til 2020 og tilgreindar helstu viðhaldsframkvæmdir sem ráðast þarf í næstu fimm árin.
Meira

Viðburðir á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Meira