A-Húnavatnssýsla

Umsókn um fjölgun hjúkrunarrýma á Sæborg hafnað

Heilbrigðisráðuneytið telur sér ekki fært að verða við beiðni hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá því í september þess efnis að fá úthlutað einu hjúkrunarrými til viðbótar við þau níu sem fyriri eru . Öll hjúkrunarrými á Sæborg eru fullnýtt og hefur svo verið í nokkur ár.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, miðvikudaginn 27. nóvember, milli kl. 16 og 18 verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins sýna vinnu sína.
Meira

Fyrirlestur í Verinu um örplast í hafinu við Ísland

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra heldur fyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki næstkomandi föstudag kl. 9:00. Fyrirlesturinn nefnist „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland - helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu). Í fyrirlestri sínum mun Valtýr kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Meira

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

Jólabasar í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð verður með sinn árlega Jólabasar í Skagabúð sunnudaginn 1. desember nk. en þar verður ýmislegt til sölu, s.s. jólakort og pappír, gott úrval af heimaunninni vöru og handverki. Basarinn stendur yfir milli klukkan 14 og 17.
Meira

Íbúafundur í Húnavatnshreppi

Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins? er yfirskrift fundar sem sveitarstjórn Húnavatnshrepps boðar til í Húnavallaskóla nk. fimmtudag, 28. nóvember, klukkan 20:00. Á fundinum verður farið yfir áherslur sveitarstjórnar í fjárhagsáætlun ársins 2020 og sameiningarmálin verða meðal fjölmargra umfjöllunarefna.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira

Ljósmyndasýning á bókasafninu á Blönduósi

Á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember, verður haldin ljósmyndasýning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Sýndar verða valdar myndir frá 19. og 20. öld.úr bæjarlífinu á Blönduósi og nágrenni. Sýningin hefst klukkan 16:30 og stendur til 17:30.
Meira