A-Húnavatnssýsla

Fyrirlestur um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu :: Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 22. mars kl. 11.15 til 12.00 verður boðið upp á fyrirlestur á netinu í fyrirlestrarröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum – Vísindi og grautur. Fjallar hann um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu í þremur löndum, þ.e. Lettland, Danmörk og Ísland. Fyrirlesari er Björn M. Sigurjónsson (bjsi@eadania.dk), lektor við Erhversakademíuna í Danmörku.
Meira

Hver hlýtur Eyrarrósina 2023? :: Auglýst eftir tilnefningum um framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni

Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga.
Meira

Stólastúlkur unnu Mosfellinga í snjóbolta í Lengjubikarnum í gær

Stelpurnar í Tindastól tóku á móti Aftureldingu við afar krefjandi aðstæður á gervigrasinu á Sauðárkróki í gær er þær áttust við í lokaumferð Lengjudeildar í fótbolta. Stólar eiga reyndar eftir að spila frestaðan leik gegn Keflavíkurstúlkum sem fram á að fara um næstu helgi. Ökkladjúpur snjór, hríðarveður og kuldi er helsta lýsingin á aðstæðum sem boðið var upp á á Króknum að þessu sinni en það létu liðin ekki hafa áhrif á sig og léku af krafti. Sama má segja um alhörðustu stðnigsmennina sem klæddu sig eftir aðstæðum og studdu við bakið á heimastúlkum. Það skilaði sér því Stólarnir voru mun líklegri til að setja boltann í netið í fyrri hálfleik.
Meira

Hafnir á Skaga – verbúðarminjar og landbrot af völdum sjávar

Sumarið 2008 skráðu starfsmenn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga minjar á Höfnum og Kaldrana á Skaga. Skráningin var hluti af heildarskráningu fornleifa í Skagabyggð, sem sveitarfélagið Skagabyggð stóð svo myndarlega að, á árunum 2008-2012. Fjölmargar minjar liggja meðfram strandlínu Hafna en þar var umfangsmikil útgerð um aldir og voru um 100 minjar skráðar meðfram strandlengjunni 2008. Við skráninguna var ljóst að þarna er víða mikið landbrot af völdum sjávar og það hafði bersýnilega sett mark sitt á minjar við sjávarbakkann og var því stór hluti minjanna metinn í hættu af þeim sökum.
Meira

Vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta, segir Pavel eftir leik gærkvöldsins

Það var á erfiðan völl að sækja fyrir Tindastól í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gær er liðin áttust við í Subway-deildinni í körfubolta. Tvö hörku lið sem tókust á í jöfnum og spennandi leik og úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og unnu með þriggja stiga mun. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið að landa sigri, fyrir Þór að tryggja sig í úrslitakeppnina og heimavallarétturinn mikilvægi fyrir Tindastól en fjögur efstu liðin fá þann rétt í úrslitakeppninni.
Meira

Sóldís með tvenna tónleika í dag, á Skagaströnd og Hvammstanga

Kvennakórinn Sóldís rúntar um Húnavatnssýslur í dag með Eurovision-stemningu sína en sungið verður í Hólaneskirkju á Skagaströnd kl. 15:00 en þaðan liggur leiðin á Hvammstanga þar sem tónleikar hefjast kl. 20:00 í félagsheimilinu.
Meira

Þórarinn og Þráinn sigruðu í fimmgangi Meistaradeildar KS í gær :: Grípa þurfti til sætaröðun dómara til til að knýja fram sigurvegara

Þriðja mót Meistaradeildar KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem 24 hestar spreyttu sig í fimmgangi. Á Facebooksíðu deildarinnar segir að margar góðar sýningar hafi litið dagsins ljós og keppnin verið jöfn og sterk. Eftir forkeppni leiddi Þórarinn Eymundsson með Þráin frá Flagbjarnarholti með einkunnina 7,30.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson valinn á ný í U21 landslið Íslands í hestaíþróttum

Tveir nýir knapar hafa verið valdir inn í U-21 landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum að þessu sinni en það eru þau Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Guðný Dís Jónsdóttir úr Hestamannafélaginu Spretti Kópavogi og Garðabæ.
Meira

Haraldur Benediktsson hverfur af þingi og tekur við bæjarstjórastónum á Akranesi

Haraldur Benediktsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar en hann hefur verið alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2013. Alger einhugur ríkir í bæjarstjórn um ráðningu Haralds sem segir Akranes vera eitt mest spennandi sveitarfélag landsins.
Meira

Sprotafyrirtæki skipa sér í forystu á alþjóðavísu í umhverfismálum, Alor þar á meðal

Sjö framúrskarandi og fjölbreytt sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í Hringiðu 2023, viðskiptahraðal og samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki á Íslandi, sem setja allan þungann á hringrásarhagkerfið og tryggja að auðlindum sé haldið í hagkerfinu. Alor er eitt þeirra fyrirtækja en það hefur sterk tengsl við Skgafjörð.
Meira