A-Húnavatnssýsla

Alþingi verður sett í dag

Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 12. september, og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira

Eldislaxinn rakinn til Patreksfjarðar

Í frétt á Húnahorninu segir að rekja megi eldislaxa sem veiðst hafa m.a. í Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá til sex hænga sem notaðir voru til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði haustið 2021. Tveir af þessum sex hængum voru einnig notaðir til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæði Arnarlax við Tjaldanes í Arnarfirði haustið 2021.
Meira

Ismael með tvö á Grenivík og eitt stig til Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar færðist risastóru hænuskrefi nær 2. deildinni í dag þegar enn eitt markið í uppbótartíma færði liðinu eitt stig á erfiðum útivelli á Grenivík. Ismael Moussa gerði bæði mörk liðsins í dag og er nú orðinn markahæstur í 3. deild með 17 mörk og heldur betur búinn að vera drjúgur í sumar. Lokatölur á Grenivík 2-2 eftir að staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Magna.
Meira

Magnús Freyr í loftslagsmálin hjá Byggðastofnun

Magnús Freyr Sigurkarlsson jarðfræðingur hefur verið ráðinn í tímabundna stöðu sérfræðings á sviði loftslagsmála á þróunarsviði Byggðastofnunar en alls sóttu 17 um stöðuna. Magnús Freyr er með BSc og MSc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands þar sem megin viðfangsefnin voru mælingar og kortlagningar á framhlaupsjöklum. Magnús starfaði áður sem náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland og sem sérfræðingur Umhverfisstofnunar með yfirumsjón yfir náttúruverndarsvæðum á Suðurlandi.
Meira

Gullborgurum Húnabyggðar boðið á hlaðborð hjá B&S

Gullborgurum í Húnabyggð var boðið á fiskihlaðborð og meðlæti á veitingastaðinn B&S á Blönduósi í gær. Feykir hafði sambandi við Björn Þór eiganda B&S sem segir þetta einungis til gamans gert. „Okkur hjónunum finnst þetta gefandi og gaman.“ segir Björn en hugmyndin kviknaði í Covid en þá var matnum keyrt í hús. Síðan hefur þetta haldið áfram.  
Meira

Húnvetningar herja á Grenivík

Það hafa mörg fótboltaliðin farið fýluferð til Grenivíkur í gegnum tíðina. Lið Kormáks/Hvatar gírar sig nú glaðbeitt upp í ferð á víkina Grenis því á morgun spila Húnvetningar 21. leik sumarsins og með hagstæðum úrslitum gætu þeir tryggt sér sæti í 2. deild þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.
Meira

Mjög alvarlegt umferðarslys sunnan Blönduóss

Mbl.is greinir frá því að þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar og all­ir til­tæk­ir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út upp úr klukk­an fimm í morg­un þegar til­kynnt var um mjög al­var­legt um­ferðarslys á þjóðveg­in­um rétt sunn­an við Blönduós en rúta með á þriðja tug farþega hafði farið út af veginum. Í frétt frá því skömmu fyrir sjö í morgun er sagt að þyrlan hafi flutt þrjá slasaða farþega suður.
Meira

Stór gangna- og réttahelgi framundan

Það er útlit fyrir kalda og blauta smala- og réttahelgi hjá okkur hér á Noðurlandi vestra, um helgina. Þegar litið er yfir gangnaseðla í fjórðungnum má sjá að mjög margir hafa verið við smölun síðustu daga eða eru í þann mund að reima á sig gangnaskóna. Það eru flestir dagar helgarinnar undir en nær þó aðeins fram yfir þessa helgina því ekki er réttað fyrr en á mánudag í Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði.
Meira

Þarf ekki stór­ar töl­ur til að valda óbæt­an­legu tjóni á villtu stofn­un­um

Feykir sagði frá því í vikubyrjun að tveir ætlaðir eldislaxar hafi verið háfaðir upp úr laxastiga við Blöndu um liðna helgi. Mbl.is greindi síðan frá því í gær að níu grunsamlegir laxar til viðbótar hafi nú bæst í hópinn og laxarnir því orðnir ellefu sem Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar, kippti með sér suður til rannsóknar nú í vikunni.
Meira