A-Húnavatnssýsla

Margmenni á golfdegi í blíðskaparveðri

Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA í gær, mánudaginn 10. júní, og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Gottorp í Vesturhópi

Í Árbókum Espólíns er bæjarins getið á þessa leið: „Árið 1692 fjell sandur yfir Ásbjarnarnes í Vesturhópi, þar Barði Guðmundarson bjó fyrrum, ok tók bæinn allan ok túnið. Þann sand allan dreif úr Þingeyrasandi í norðanveðri, en á tanga af jörðunni var síðan settr annar bær ok kallaðr Gottrúp. Þar var l0 hundraða Ieiga.“ (Árb. Esp. VIII. bls. 35.)
Meira

Gleðilega hvítasunnu

„Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum -- það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóðernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þúsund voru fyrsti kristni söfnuðurinn,“ segir á Vísindavefnum.
Meira

Laufskála-Lasagna og snúðakaka

Matgæðingaþátturinn sem hér fer á eftir birtist áður í 21. tbl.. Feykis 2017: Mikael Þór Björnsson og Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum og tveimur köttum í gömlu huggulegu húsi sem heitir Laufskáli. Mikael vinnur sem sjúkraþjálfari og Sólrún er kennari. Þau gefa okkur tvær girnilegar uppskriftir. „Við erum ennþá heilaþvegin af áramótaskaupinu og erum á móti matarsóun... þess vegna erum við með svona „taka til í ísskápnum“ rétt en lasagna er algjörlega uppáhalds hjá öllum í fjölskyldunni,“ segja þau.
Meira

Síðasta útskrift Farskólans þetta vorið

Í gær lauk formlega námskeiðum vetrarins í Farskólanum, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, með útskrift úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og úr matarsmiðjunni Beint frá býli. Brugðið var út af venjunni í þetta sinn og fór útskriftin fram í Eyvindarstofu á Blönduósi.
Meira

Helgihald og sumartónleikar í Hóladómkirkju sumarið 2019

Það verður nóg um að vera í Hóladómkirkju í allt sumar, þar verður helgihald og sumartónleikar á vegum Guðbrandsstofnunar og Hóladómkirkju. Nafnið Guðbrandsstofnun er kennd við Guðbrand Þorláksson sem var einn helsti Biskup sem setur hefur á Hólastað.
Meira

Prjónagleði í fjórða sinn - Fjölbreytt dagskrá með fróðleik og skemmtun

Hin árlega prjónahátíð, Prjónagleðin, verður haldin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina eða dagana 7.-10. júní. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en það er Textilmiðstöð Íslands sem að henni stendur. Á Prjónagleði kemur saman fólk sem hefur áhuga á prjónaskap og skiptir þá engu máli hvað mikil innistæða er í reynslubankanum. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hafið“ en dagur hafsins er haldinn hátíðlegur þann 8. júní ár hvert.
Meira

Laxveiði hafin í Blöndu

Sagt er frá því á fréttavefnum huni.is í dag að laxveiði sé hafin í Blöndu. Það var veiðimaðurinn Brynjar Þór Hreggviðsson sem landaði fyrsta laxinum kl. 7:20 í morgun en það var 78 sentímetra löng hrygna, grálúsug. Var henni sleppt eftir átökin en veiðistaðurinn var Dammurinn að sunnanverðu.
Meira

Íbúum Skagabyggðar fjölgar hlutfallslega mest

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 17 einstaklinga frá 1. desember til 1. júní sl. samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta fjölgunin í landshlutanum á þessu tímabili var í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem fjölgaði um níu manns en hlutfallslega varð mest fjölgun í Skagabyggð þar sem átta nýir íbúar bættust við og nemur það 8% fjölgun. Það er jafnframt mesta hlutfallslega fjölgunin á landsvísu yfir tímabilið.
Meira

Fasteignamat 2020 hækkar um 6,7% á Norðurlandi vestra

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020 sem Þjóðskrá Íslands kynnir í dag. Í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands segir að þetta sé mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8%.
Meira