A-Húnavatnssýsla

Nýtt orgel í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Við hátíðamessu í Hólaneskirkju á Skagaströnd á aðfangadagskvöld var vígt og tekið í notkun nýtt orgel í kirkjunni. Það var sóknarpresturinn, Bryndís Valbjarnardóttir, sem vígði orgelið og Sigríður Gestsdóttir, fyrir hönd sóknarnefndar, afhenti Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, organista og kórstjóra, lyklana að nýja orgelinu.
Meira

Skotfélagið Markviss útnefnir skotíþróttafólk ársins

Skotfélagið Markviss hefur að vanda útnefnt skotíþróttafólk ársins í lok keppnisárs félagsins. Það voru þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón B. Kristjánsson sem hlutu útnefninguna en auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun til tveggja ungra skotíþróttamanna, þeirra Sigurðar Péturs Stefánssonar og Kristvins Kristóferssonar fyrir góða ástundun og framfarir á æfingum auk þess að stíga sín fyrstu skref í keppni á innanfélagsmótum í sumar. Sagt er frá útnefningunni á vef Skotfélagsins Markviss.
Meira

Hólabraut 11 valið Jólahús ársins 2018 af lesendum Húnahornsins

Húnahornið stóð að vanda fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi meðal lesenda sinna og var þetta 17. árið sem svo er gert eða allt frá árinu 2001. Þátttaka í leiknum var góð og fengu níu hús tilnefningu.
Meira

Heimsókn í félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja á Blönduósi

Áður birt í jólablaði Feykis 2018, 28. nóvember 2018. Í kjallara Hnitbjarga á Blönduósi er rekið blómlegt félags- og tómstundastarf fyrir 6o ára og eldri og öryrkja á Blönduósi og í Húnavatnshreppi. Þar kemur fólk af svæðinu saman tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, og á góða samverustund yfir spilamennsku og margs kyns handavinnu. Feykir kom þar við á dögunum og leit á það sem þar er verið að fást við.
Meira

Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Enn á ný lögðust spákonurnar í Spákonuhofinu undir feld og kíktu í spil, köstuðu völum, rýndu í rúnir og kaffibolla. Spáin fyrir árið 2018 gekk að nokkru leiti eftir, og eru varnarorð þau er höfð voru um að menn ættu að gæta orða sinna svo sannarlega í hámæli þessa dagana. Ríkisstjórnin hélt velli, eins og spáð var en mikill gustur var um menn og málefni.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna.
Meira

Björgunarsveitir kallaðar út í morgun

Í morgun voru björgunarsveitirnar Húnar, Heiðar og Blanda kallaðar út vegna ferðalanga sem voru í vandræðum á Holtavörðuheiði. Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru á suðurleið. Á Facebooksíðu Húna kemur fram að vel hafi gengið að hjálpa þeim niður en veðrið var kolvitlaust um tíma.
Meira

Hugum vel að dýrunum um áramót

Í tilefni áramótanna minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin geti orðið sjálfum sér og öðrum til tjóns. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana á gamlárskvöld og á þrettándanum. Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni:
Meira

Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinn

Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.
Meira

Gul viðvörun í gangi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á morgun.
Meira