A-Húnavatnssýsla

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra breytist lítið

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun marsmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,4% frá 1. desember eða um 1.588 manns og eru þeir nú 358.259. Mest er fjölgunin í Reykjavík, 0,6%, en hlutfallsleg fjölgun er mest í Skorradal, 6,9%.
Meira

Keppni í dorgi á Vatnshlíðarvatni

Keppt verður í ísdorgi á Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði á sunnudaginn kemur, þann 10. mars, og hefst keppnin klukkan 11. Það er fyrirtækið Vötnin Angling Service sem að keppninni stendur.
Meira

Stefanía Inga ráðin gæðastjóri hjá Fisk Seafood

Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood.
Meira

Lýsa yfir vonbrigðum með lagafrumvarp

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var í Blöndustöð þann 27. febrúar sl. var lögð fram bókun þar sem lýst er yfir vonbrigðum með framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir, segir í bókuninni.
Meira

Grímutölt í SAH mótaröðinni

Hestamannaféalgið Neisti stendur fyrir töltmóti í Reiðhöllinni Arnargerði föstudagskvöldið 8. mars klukkan 19:30. Mótið er annað mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum sem munu bjóða upp á pizzur að keppni lokinni.
Meira

Umhleypingasamt verður áfram

Þriðjudaginn 5. mars komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar kl 14 og voru fundarmenn alls þrettán talsins. Fundi lauk síðan kl. 14:30. Öskudagstunglið (Góutungl) kviknar í dag í suðvestri kl. 16:04. Veturinn er hvorki búinn á dagatali né veðurfarslega, segja spámenn Dalbæjar sem telja að umhleypingasamt verði áfram, áttir breytilegar og hafa þeir sterka tilfinningu fyrir því að snjó taki ekki upp áður en snjóar aftur meira. Hitastig verður eins og oft, breytilegt.
Meira

Fíkniefnahundanámskeið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku hófst nám fyrir fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmenn þeirra sem haldið er á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Námið fer fram í fjórum lotum og líkur því með bæði skriflegum og verklegum prófum í lok maí. Sjö hundateymi taka þátt að þessu sinni en þau koma frá lögreglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni.
Meira

Ók á tvær bifreiðar og stakk svo af

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að síðastliðinn laugardag hafi alvarlegt atvik átt sér stað í umdæminu þegar ökumaður bifreiðar ók á tvær aðrar bifreiðar og hvarf síðan af vettvangi. Ekki urðu slys á fólki en umtalsvert eignatjón.
Meira

Staða skólastjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Staða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd hefur verið auglýst laus til umsóknar. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu um helgina segir að leitað sér að metnaðarfullum einstaklingi sem búi yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið og gott starf hafi verið unnið í skólanum síðustu ár og þurfi nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun þessara tækja í skólastarfi.
Meira

Keilir með námskynningu á Sauðárkróki

Í kvöld verður Keilir með opinn kynningarfund um námsframboð skólans en lögð verður áhersla á létt spjall þar sem hver og einn getur fengið upplýsingar um ýmsar leiðir í staðnámi og fjarnámi. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Farskólanum á Sauðárkróki.
Meira