A-Húnavatnssýsla

Skagstrendingar hyggjast reisa glæsileg baðlón við Hólanes

Síðastliðið ár hefur verið unnið að uppbyggingu glæsilegra baðlóna við Hólanes á Skagaströnd, á milli gamla barnaskólans og Nes listamiðstöðvar. Í frétt á vef Skagastrandar segir að áætlað sé að heildarfjárfesting við bygginguna geti numið um hálfum milljarði og að verktími sé um tvö ár. Búið er að tryggja fjármögnun verkefnis að hluta og áætlað að henni ljúki á næstu mánuðum.
Meira

Ný reglugerð um skólastarf eftir páska

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi, sem birt var í dag, hafi verið unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og taki í meginatriðum mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur, nema hvað íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl.
Meira

Fjallabyggð tapaði „fjár“- máli fyrir Héraðsdómi

Þann 16. mars síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem Fjallabyggð tapaði máli gegn Á Gunnari Júlíussyni, einnig vel þekktur sem „Gunni Júll“ á Siglufirði. Frá þessu er greint á Trölla.is.
Meira

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Upptökur á glænýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð fyrir börn hófust í síðustu viku hjá N4 á Akureyri og er það í fyrsta sinn sem vitað er að slíkt sjónvarpsefni sé að fullu unnið utan Höfuðborgarsvæðisins. Þættirnir eru gerðir í samstarfi við fræðslusvið þjóðkirkjunnar sem sr. Hildur Björk Hörpudóttir stýrir, og nefnast Himinlifandi.
Meira

Meirihluti stúdenta telja heilsu sína góða á tímum COVID-19

Niðurstöður skoðanakönnunar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti lét gera fyrr í vetur í samvinnu við Landssamband íslenskra stúdenta sýna að meirihluti stúdenta, rúmlega 54%, meti andlega heilsu sína góða eða mjög góða og að rúmlega 76% svarenda hafi ekki viljað vinna meira en þau gerðu síðasta sumar.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra flytur á Vesturlandið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Örn hafi frá árinu 2015 verið yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017.
Meira

Húnvetningar funda með þingflokkum í apríl

Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu munu eiga fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl, eftir því sem kemur fram á Húnvetningur.is. Markmið fundanna er tvíþætt, annars vegar að kynna verkefnið Húnvetningur fyrir þingmönnum og svara spurningum þeirra en meginmarkmiðið er hins vegar að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga.
Meira

Skagaströnd tekur við fasteignum FISK-Seafood

Skagaströnd.is greinir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tekið við fasteignum FISK-Seafood í bænum en samningur þess efnis var undirritaður 17. mars sl. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hýsti áður gömlu rækjuvinnsluna, síldarverksmiðjuna á hafnarsvæði ásamt skrifstofuhúsnæði sem hýsir Greiðslustofu Vinnumálastofnunar og skrifstofu sveitarfélagsins.
Meira

480 skammtar af Pfizer bóluefninu á Norðurland

Í vikunni er von á 480 skömmtum af Pfizer bóluefninu á Norðurland sem nýtt verður hjá HSN til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig starfsmenn sem eftir eru inni á hjúkrunar og dvalardeildum og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn sem eru inni á heilbrigðistofnunum bólusettir. Einnig er gert ráð fyrir því að byrja með bólusetningar á slökkviliðsmönnum og standa vonir til þær klárist í vikunni eftir páska.
Meira

Glúmur Baldvinsson skipar oddvitasæti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn

Í tilkynningu frá Frjálslynda lýðræðisflokknum kemur fram að Glúmur Baldvinsson muni skipa oddvitasæti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn (X-O) í komandi alþingiskosningum. Glúmur er með BA gráðu í stjórnmálafræði og hagfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í alþjóðasamskiptum og evrópufræðum frá London School of Economics og MA gráðu í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum frá University of Miami.
Meira