A-Húnavatnssýsla

Gul viðvörun í gangi

Gul viðvörun hefur verið gefin út á vegum Veðurstofu Íslands fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland. Suðvestan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll og mælst er til að ferðalangar sýni aðgát.
Meira

Vaxkertin ekki góð til átu

Það er bjart yfir þrettánda jólasveininum í dag enda með fangið fullt af kertum. Kertasníkir heitir sá sveinn og er síðastur Grýludrengja til mannabyggða. Hann segist glaður yfir því að fleiri og fleiri eru farnir að nota tólgarkerti því ekki er bara heillandi að horfa í rauðann logann heldur er einnig yndislegt að naga tólgina og fá ómetanlegar hitaeiningar í svartasta skammdeginu.
Meira

Marensrúlla með lakkrístoppatvisti

Þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd gáfu lesendum uppskriftir að gómsætum partýréttum í 47. tölublaði Feykis sem kom út um miðjan desember. Ekki reyndist pláss fyrir allt efnið frá þeim í blaðinu og því birtist síðasta uppskriftin hér en hún er að marensrúllu með lakkrístoppatvisti.
Meira

Kvíðir Þorláksmessudeginum

Það hefur borið á því undanfarin ár að fólk fyllist jólakvíða er nær dregur aðfangadegi og er ýmislegt sem því veldur. Þetta ástand á reyndar ekki við mannfólkið eingöngu því Kjötkrókur á einnig við þennan kvilla að stríða. Ástæðan er helst af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru ekki hafðir strompar á húsum lengur svo neinu nemur og því ekki er hægt að koma krókstjaka þar niður. Og ef það er strompur þá er ekkert kjöt hangandi þar fyrir neðan til að krækja í. Í öðru lagi eru flestir að sjóða illa þefjandi flatfisk þennan dag sem ekki getur talist matur á heimili jólasveinanna. Þetta ætti að banna með öllu, sagði Kjötkrókur með tárin í augunum við tíðindamann Feykis um óttuleytið í nótt.
Meira

Kakó og smákökur í Listakoti Dóru

Í dag, laugardaginn 22. desember, verður opið hús í vinnustofu Dóru Sigurðardóttur í Vatnsdálshólum í Vatnsdal. Dóra og eiginmaður hennar, Aðalsteinn Tryggvason, bjóða gestum að koma við og þiggja kakó og smákökur og skoða aðstöðuna sem þau hjón eru að koma sér upp þar.
Meira

Finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn? er spurt á Vísindavefnum en lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Maður gæti allt eins spurt: af hverju er Gáttaþefur með svona gott lyktarskyn. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróast við aðlögun að umhverfinu og félagslegum aðstæðum. Þeir hundar sem hafa haft gott lyktarskyn hafa sennilega bæði staðið sig betur við veiðar og átt auðveldara með samskipti. Þetta gæti eins vel átt við jólasveininn sem kom í nótt, Gáttaþef og ég skora á þig að setja „jólasveinar“ í stað „hunda“ í svarinu hér fyrir ofan.
Meira

Á morgun tekur dag að lengja á ný

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf, nánar tiltekið klukkan 22:23 í kvöld. Það þýðir að í dag er halli norðurhvels jarðarinnar frá sólu mestur og því er sól lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Á morgun tekur því daginn aftur að lengja.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2018 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust níu tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar 2019.
Meira

Reytingur á fyrsta REKO afhendingu á Norðurlandi

Fyrsta REKO afhendingin á Norðurlandi fór fram í gær á Blönduósi. Skemmtileg stund í hinni frábæru Húnabúð / Bæjarblómið, segir á Facebooksíðu REKO en þar fór afhendingin fram milli klukkan 13 og 14. Seinna um daginn fór önnur afhending fram á Sauðárkróki og í dag verður afhending hjá Jötunvélum á Akureyri milli kl: 12-13.
Meira

Aðstoðuðu ferðamenn á Kili

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélaginu Blöndu voru kallaðir út fyrir skömmu þess erindis að koma erlendum ferðamönnum til aðstoðar en þeir höfðu fest bíl sinn á Kjalvegi, í grennd við Hveravelli. Ferðamennirnir voru á leið suður Kjöl á litlum Hyundai fólksbíl og ætluðu að skoða Gullfoss og Geysi. Fá þessu var sagt á mbl.is í gær.
Meira