A-Húnavatnssýsla

Snjalltæki og skólastarf :: Áskorandinn Sólveig Zophoníasdóttir brottfluttur Blönduósingur

Síðastliðinn vetur sótti ég námskeið í orðræðugreiningu. Markmið orðræðugreiningar er, líkt og annarra rannsóknaaðferða, að varpa ljósi á og/eða skapa nýja þekkingu, auka og dýpka og jafnvel breyta skilningi fólks á fyrirbærum. Mig langar í þessum pistli að segja stuttlega frá æfingu í orðræðugreiningu sem ég gerði á námskeiðinu og helstu niðurstöðum.
Meira

Miðstöð endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki

Það eru gleðitíðindi að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að komið verði á fót frekari aðstöðu til almennrar endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, með allt að fjórum nýjum rýmum. Þannig er komið á móts við óskir stofnunarinnar, en ekki síður heimamanna.
Meira

Vísindin efla alla dáð og mennt er máttur - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2019

Jónas Hallgrímsson var snillingur á marga vegu. Hann var fjölhæfur, listrænn, athugull og framsýnn. Hann var mikill vísindamaður og ólst upp í náinni snertingu við náttúruna í sínum heimahögum. Eftir fyrsta árið við nám í Kaupmannahöfn fann hann sína réttu hillu, náttúruvísindin. Hann helgaði líf sitt skrifum um náttúruvísindi og rannsóknum á náttúru Íslands en einhvern veginn hefur það hlutverk hans fallið í skugga skáldsins, þjóðskáldsins.
Meira

Forvitnileg folaldasteik og fleira gott

Matgæðingar vikunnar í 44. tbl. árið 2017 voru þuau Zanny Lind Hjaltadóttir og Jóhann Hólmar Ragnarsson, bændur á Syðri-Brekku í Húnavatnshreppi. Við skulum gefa þeim orðið: „Sæl öll. Við heitum Zanny og Jói og búum á Syðri-Brekku ásamt börnum okkar þremur. Við rekum þar lítið sauðfjárbú ásamt því að vera að fikra okkur áfram í hrossarækt. Hér á eftir koma nokkrar af uppáhalds uppskriftum fjölskyldunnar, við vonum að þið prófið og líkið vel,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira

Ekkert óráð á „óráðstefnu"

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn á Laugarbakka í Miðfirði sl. þriðjudag, 12. nóvember. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra, í samvinnu við SSNV, efna til sameiginlegs fundar þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bækur sínar ásamt því að hlýða á innlegg frá gestafyrirlesurum.
Meira

Nes listamiðstöð óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn um þróun listamiðstöðvarinnar

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 13. nóvember, var lagt fram erindi frá Nes listamiðstöð þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélgaið um þróun listamiðstöðvarinnar og hliðargreinar henni tengdar.
Meira

Ferðamenn fastir á Kili

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu voru í gær kallaðir út til aðstoðar ferðamönnum sem fest höfðu bíla sína á Kjalvegi. Var fólkið á tveimur bílum sem sátu fastir við Dúfunefsfell, skammt norðan Hveravalla, og var annar bílanna bilaður.
Meira

Saga Donnu Sheridan-Mamma mía á fjalir Bifrastar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Varasamir tölvupóstar frá Blönduósbæ

Tölvuhakkari hefur komist inn á tölvupóst starfamanns á skrifstofu Blönduósbæjar og hefur sent út pósta sem lítur út eins og um sé að ræða reikning frá Blönduósbæ.
Meira

Kynningarfundir um hrútakost

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira