A-Húnavatnssýsla

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra á morgun

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur árlega vortónleika sína í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 og er aðgangseyrir 3.000 kr. Kórinn flytur nokkur velvalin lög í Hvammstangakirkju undir stjórn og við undirleik nýs stjórnanda Daníels Arasonar. Að loknum tónleikum verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Meira

UMFÍ með sínar fyrstu sumarbúðir á Reykjum í sumar

Í sumar ætlar UMFÍ að halda sínar fyrstu sumarbúðir og verða þær staðsettar á Reykjum í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru ætlaðar krökkum sem eru fædd frá  2011-2013, segir á heimasíðu UMFÍ. Nú spyr ég... hafa ekki allir krakkar gott af því að prufa að fara í sumarbúðir og kynnast nýjum krökkum og hafa gaman? Þetta getur ekki klikkað! 
Meira

Nýtt listaverk á Skagaströnd

Feykir sagði frá því um miðjan febrúar að nokkur ný ruslatunnulistaverk hafi bæst í safnið á Skagaströnd en þá var búið að mála á þrjár nýja tunnur, hver öðrum glæsilegri. Listamaðurinn sem á heiðurinn af tunnumálverkunum er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir og nú er hún aftur á ferðinni því á dögunum bættist við ein ný tunna eftir Gígju.
Meira

Áform um áframhaldandi uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi

Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson sem reka ferðaþjónustufyrirtækið Brimslóð Atelier á Blönduósi, hafa sótt um hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd Húnabyggðar að endurreisa húsið sem gekk undir nafninu Rörasteypan í gamla bænum á Blönduósi. Þar hafa þau í hyggju að bjóða upp á 8 lúxus gistiherbergi en fyrir hafa þau 14 herbergi í Brimslóðar 10, húsunum og hinu gamla Hemmertshúsi.
Meira

Alls 184 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í marsmánuði

Nú er Lögreglan á Norðurlandi vestra búin að senda frá sér uppgjör frá marsmánuði og segir á heimasíðunni þeirra að málafjöldinn hafi verið áþekkur fyrri mánuðum ársins, en 566 mál eru skráð til úrvinnslu hjá embættinu. Umferðin var fyrirferðamikil og flest verkefni lögreglunnar í mánuðinum tengd umferðamálum.
Meira

Opið fyrir umsóknir í tvo sjóði hjá UMFÍ

Á vef UMFÍ segir að búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf og umhverfisverkefni. Rétt til umsóknar úr sjóðunum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Meira

Rabarbarafreyðivín þróað á Hvammstanga

Bændablaðið segir frá því að á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni, Rabarbarafreyðivínið Hret, og er áætlað er að það komi á innlendan markað árið 2026. Forsvarsmenn Hrets þær stöllur Hrund Jóhannsdóttir og Greta Clough vinna um þessar mundir að þróun á íslensku freyði- og ávaxtavíni. Markmiðið er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði.
Meira

Domi ráðinn þjálfari yngri flokka hjá Hvöt

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar hefur ráðið Juan Carlos Dominguez Requena (Domi) í starf þjálfara yngri flokka hjá deildinni frá og með 1. apríl 2025. Dom kemur til deildarinnar frá Tindastól þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár.
Meira

Barnaleikritið Ferðin á heimsenda frumsýnt í kvöld

Leikfélag Blönduóss frumsýnir í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, í Félagsheimilinu á Blönduósi, barnaleikritið Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.
Meira

Sögur og sagnir af Skaga og upp til heiða og dala

Skagabyggð fékk á árinu 2024 styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til að safna og taka upp á stafrænt form ýmsar sagnir og fróðleik sem nota mætti í sögutengda ferðaþjónustu. Starfshópur á vegum Skagabyggðar og síðan Húnabyggðar eftir sameiningu, tók upp töluvert efni í viðtölum við fólk sem hafði sögu að segja og fróðleik að miðla.
Meira