A-Húnavatnssýsla

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

Ísland í kjörstöðu til að mæta vaxandi þörf á gagnahýsingu

Ísland getur verið fremst meðal jafninga þegar kemur að hýsingu gagna í heimi þar sem öryggi, persónuvernd og sjálfbærni skipta máli í sívaxandi mæli. Styrkleikar Íslands og íslenskra gagnavera voru meðal áhersluatriða á málþingi Borealis Data Center á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudaginn 31. ágúst, í tilefni samstarfsamnings fyrirtækisins við stórfyrirtækið IBM .
Meira

Kafað í hugmyndina um heimilið

Á morgun, laugardaginn 2. september, opnar listsýningin Heima /Home í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og er þetta samsýning yfir 20 listamanna af öllu Norðvesturlandi. Það er Morgan Bresko sem stendur að baki sýningarhaldinu en hún flutti til landsins í september á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa á Torfalæk, fjölskyldubýli mannsins hennar, Elvars Inga Jóhannessonar, ásamt tveimur litlum börnum þeirra og gömlum ketti. Feykir spjallaði við Morgan um sýninguna og hana sjálfa.
Meira

EasyJet hefur flug til Akureyrar í lok október

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að breska flugfélagið easyJet hefji flug til Akureyrar í lok október og Icelandair bjóði upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt verður að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Meira

Aðeins 353 laxar komnir á land í Blöndu

Húnahornið segir frá því að laxveiði í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hafi verið dræm í sumar. Marga veiðimenn í eldri kantinum dreymir enn dýrðardaga í Blöndu á síðustu öld en í gær var aðeins búið að veiða 353 laxa í ánni og þar sem hún er komin á yfirfall þá stefnir í lélegasta í laxveiðisumar í Blöndu síðan 1994 en þá veiddust 357 laxar.
Meira

Síungur söngvari verður sjötugur og heldur tónleika

Álftagerðisbróðirinn geðþekki, Óskar Pétursson, hyggst halda upp á sjötugsafmæli sitt með því að halda stórtónleika í þremur helstu tónleikasölum landsins; Hörpu, Hofi og í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Óskar er að sjálfsögðu einn dáðasti söngvari landsins, hann á að baki langan og farsælan feril og er þekktur fyrir fagran söng og skondnar kynningar. Tónleikarnir í Miðgarði fara fram 12. október og það er að verða eitthvað lítið eftir af miðum.
Meira

Fámennt en góðmennt á Uppskeruhátið Húnabyggðar

„ Það gekk bara fínt, fámennt en góðmennt. Það sem stóð upp úr var að allir voru glaðir og ánægður þrátt fyrir smá skúrir. Veðrið í Vatnsdal mun betra en á Blönduósi eins og svo oft áður, “ segir Elfa Þöll Grétarsdóttir, ferðamálafulltrúi Húnabyggðar og skipuleggjandi Uppskeruhátíðarinnar, þegar Feykir spurði hvernig til hefði tekist.
Meira

Sýningaropnun í Hillebrandtshúsi

Listsýningin Heima/Home verður opnuð í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi, laugardaginn 2. september kl. 14:00. Um er að ræða samsýningu fjölda áhuga- og atvinnulistafólks á norðvesturlandi þar sem útgangspunkturinn er hvað HEIMA stendur fyrir. Boðið verður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023

Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Meira

Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkar ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að hún hyggðist ekki hækka gjaldskrá Matvælastofnunnar að svo stöddu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að taka ákvarðanir sem leitt gætu til hærra matvælaverðs.
Meira