A-Húnavatnssýsla

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mæla fyrir því á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Markmið frumvarpsins er að efla lýðræðishlutverk fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.
Meira

Almennt tekist vel við framkvæmd sóknaráætlana

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015 að því er fram kemur í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Evris gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Þar var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara og lagðar fram tillögur til úrbóta. Frá þessu er sagt í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Meira

SSNV heldur ráðstefnu um umhverfismál

Þriðjudaginn 28. maí nk. standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir ráðstefnu um umhverfismál á Húnavöllum. Á ráðstefnunni mun Stefán Gíslason kynna fyrstu niðurstöður greiningar á kolefnisspori landshlutans en greiningin er hluti af áhersluverkefni samtakanna fyrir árnin 2018 og 2019. Auk erindis Stefáns verða flutt erindi um heimsmarkmiðin, tengingu heimsmarkmiða inn í stefnumótun sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu, matarsóun, reynslusögu fjölskyldu af flokkun og umhverfisvitund ásamt fleiru.
Meira

Las ástarsögur eftir Eðvarð Ingólfsson og Andrés Indriðson um fermingu

Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem þá var grunnskólakennari við Grunnskólann austan Vatna á Sólgörðum í Fljótum, svæðisleiðsögumaður og fyrrum blaðamaður hjá Feyki, leyfði okkur að skyggnast aðeins í bókaskápinn sinn í fermingarblaði Feykis 2018. Eins og gefur að skilja er Dalalíf Guðrúnar frá Lundi í miklu uppáhaldi hjá henni en hún setti upp á Sauðárkróki, ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, sýninguna Kona á skjön sem fjallaði um ævi og störf Guðrúnar og hefur sýningin verið sett upp á nokkrum stöðum á landinu síðan.
Meira

Samningar undirritaðir í gær vegna móttöku flóttafólks í Húnavatnssýslurnar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær tvo samninga við annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Blönduós vegna móttöku flóttafólksins sem komið er frá Sýrlandi en um er að ræða níu fjölskyldur, samtals 43 einstaklinga. Ætlunin er að um helmingur þeirra setjist að á Hvammstanga og um helmingur á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Meira

Fimmtán flóttamenn komnir til Blönduóss

Í gærkvöldi komu fimmtán sýrlenskir flóttamenn til Blönduóss þar sem stuðningsfjölskyldur þeirra biðu hópsins og buðu fólkið velkomið. Rætt er við Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum, á fréttavefnum vísir.is í dag en hún var tekin tali þar sem hún var á leið út á Keflavíkurflugvöll í gærkvöldi til að taka á móti hópnum ásamt Valdimar O. Hermannssyni, bæjarstjóri Blönduósbæjar, Þórunni Ólafsdóttur sem ráðin var sem verkefnastjóri Blönduósbæjar vegna komu flóttamannanna og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara.
Meira

Tilboð samþykkt í verknámshús við Blönduskóla

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í upphafi viku voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga verknámshúss við Blönduskóla. Lægstbjóðendur voru Húsherji, N1 píparinn og Tengill. Um lokað útboð á byggingu verknámshúss við Blönduskóla var að ræða og var á fundinum farið yfir þau tilboð sem bárust. Samþykkt var að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur í eftirtalda liði samkvæmt útboði:
Meira

Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki

Á morgun, fimmtudaginn 16. maí, verður Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki. Er þetta í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á þingum Náttúrustofu er fjallað um valin verkefni sem unnin eru á náttúrustofum vítt og breitt um landið. Samtök náttúrustofa eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur samtakanna ásamt vinnufundi starfsmanna.
Meira

Tónleikar til styrktar kórfélaga

Næstkomandi laugardag, 18. maí, klukkan 16:00 verða haldnir styrktartónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þar munu Skátakórinn og kór Hólaneskirkju leiða saman hesta sína og syngja, bæði hvor fyrir sig og sameiginlega. Tónleikarnir eru til styrktar sex barna fjölskyldu þar sem faðirinn, sem er félagi í kór Hólaneskirkju, berst við langvinnan sjúkdóm.
Meira

Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

Háskólinn á Hólum verður vettvangur 13. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið, sem hefst á morgun 16. maí. Alls verða flutt 64 erindi af ýmsum fræðasviðum samfélagsins á þeim tveimur dögum sem hún stendur yfir. Ráðstefnan er á vegum háskólanna og haldin reglulega á mismunandi stöðum á landinu og núna í Háskólanum á Hólum.
Meira