A-Húnavatnssýsla

Menntaskólinn við Hamrahlíð hafði betur í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Hamrahlíð mættust í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í gærkvöldi. Á meðal keppenda Menntaskólans á Akureyri var fyrrum nemandi Höfðaskóla á Skagaströnd, Skagamærin Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn á Skaga.
Meira

Gamli bærinn á Blönduósi verður aðdráttarafl ferðamanna

Á vef SSNV segir frá því að undirritaður hefur verið viðaukasamningur vegna verkefnisins Gamli bærinn á Blönduósi – aðdráttarafl ferðamanna, sem styrkt er á grundvelli sóknaráætlunar landshlutans fyrir hönd Húnabyggðar. Samningurinn er gerður með vísan í aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036.
Meira

Leiðir til byggðafestu- síðustu námskeiðin

Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra.
Meira

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Meira

Byggðaþróun í Húnabyggð | Torfi Jóhannesson skrifar

Þruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.
Meira

Værum öruggari utan Schengen | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Meira

Ný skólanefnd við FNV

Það er líf og fjör í Fjölbraut á Króknum og aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám við skólann en í vetur. Nýverið var ný skólanefnd skipuð til fjögurra ára fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en skipunin gildir frá 24. mars 2025.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2024

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja til framúrskarandi verkefna á árinu 2024. Þrjú verkefni hlutu styrk að þessu sinn en það voru Menningarfélag Húnaþings vestra fyrir stofnun Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra, Foodsmart fyrir nýja framleiðsluaðferð á sæbjúgu og Jóhann Daði Gíslason fyrir jólatónleikana Jólin heima.
Meira

Undirritun á samningi vegna Orkuskipti í Húnaþingi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Húnaþings vestra fyrir verkefnið Orkuskipti í Húnaþingi vestra sem hlaut 7,2 milljóna kr. styrkveitingu. Það voru þær Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir framkvæmdastjóri SSNV sem undirrituðu samninginn en SSNV er umsjónaraðili fjárveitingarinnar fyrir hönd Byggðastofnunar.
Meira

Skagaströnd segir sig frá aðild að Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 12. mars síðastliðinn var tekin ákvörun um að sveitarfélagið segði sig frá aðild að sjálfseignarstofnuninni um Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að ákvörðunin hafi verið tekin í tengslum við slit á Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál sem unnið hefur verið að síðustu misseri.
Meira