Kormákur Hvöt semur við Dominic og Sigurð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2024
kl. 09.02
Aðdáendasíða Kormáks Hvatar sagði frá því í vikunni að meistaraflokksráðið hafi ráðið enska þjálfarann Dominic Louis Furness til starfa fyrir leiktíðina 2025. Dominic, sem kemur frá Middlesborough í Norður-Jórvíkurskíri, þjálfaði lið Tindastóls síðastliðin tvö sumur, þar sem hann þótti brydda upp á skemmtilegum bolta. Sigraði liðið til að mynda 4. deildina í sumar með talsverðum yfirburðum. Einnig hafa þeir samið við Sigurður Pétur Stefánsson fyrir keppnistímabilið 2025 en hann spilaði með Kormáki/Hvöt á síðasta tímabili og var einn af mikilvægustu leikmönnum tímabilsins, spilaði flesta leiki allra leikmanna og steig þar í stóra skó á miðri miðjunni.
Meira