A-Húnavatnssýsla

FNV er fjölbreyttur og vinalegur skóli

Kristján Bjarni hefur verið áfangastjóri við FNV um árabil en nú lætur hann af störfum þar en fer ekki langt, bara rétt norður yfir Sauðána og tekur við starfi skólastjóra Árskóla. Þar tekur hann við af Óskari G. Björnssyni sem hefur stýrt þeim skóla síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir skömmu fyrir aldamót. En hvað ætli Kristjáni hafi þótt skemmtilegast við að starfa við FNV?
Meira

Haustið 1994 afar eftirminnilegt

Rétt eins og skólameistarinn þá lætur aðstoðarskólameistarinn, Þorkell V. Þotsteinsson, af störfum að loknu skólaárinu. Keli starfaði sem skólameistari í vetur þar sem Ingileif var í leyfi. Hann hóf störf við skólann haustið 1980 eða ári eftir að Fjölbraut á Króknum hóf kennslu og kenndi þá ensku. Það verða því viðbrigði þegar starfsmenn skólans mæta til vinnu í haust og enginn Keli til staðar.
Meira

„Ungt fólk sjálfstæðara og ákveðnara en áður“

Eins og fram hefur komið þá láta nú af störfum þrír máttarstólpar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og þar með talinn skólameistarinn sjálfur. Ingileif Oddsdóttir tók við starfi skólameistara af Jóni F. Hjartarsyni árið 2011 en þau tvö eru ein um að hafa gegnt þessari stöðu í 46 ára sögu skólans sem er auðvitað magnað í sjálfu sér. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ingileif.
Meira

Þrír hressir hundar á heimili Gunndísar | Ég og gæludýrið mitt

Í þessum gæludýraþætti ætlum við að fara yfir á Skagaströnd en þar býr Gunndís Katla Þrastardóttir og fjölskyldan hennar. Gunndís er á þrettánda ári og er dóttir Vigdísar Elvu Þorgeirsdóttur, kennara í Höfðaskóla, og Þrastar Árnasonar, sjómanns á Drangey SK-2. Hún á einnig eina systur og tvo bræður. Það má svo ekki gleyma öllum loðdýrunum á heimilinu en þau eiga þrjá hunda, Óm, Dreka og Brúnó. Feyki langaði að forvitnast aðeins um gæludýrin hennar Gunndísar og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins verður opnuð í dag

Sumarsýning/sérsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, HALLA Hún er ég – Prjónatilveran, verður opnuð í dag, laugardaginn 7. júní kl. 15:00. Steinunn Kristín Valtýsdóttir (Dídí) mun syngja við opnunina. Þessi stund mun innihalda listamannaspjall með Höllu og tíma til að skoða sýninguna. Á sýningunni gefur á að líta nýtísku prjónaflíkur í bland við ýmiss konar veggstykki, skúlptúra og nytjahluti.
Meira

Héraðs­vötn og Kjalöldu­veitu í nýtingar­flokk

Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Meira

560 mál á borð Lögreglunnar á Norðurlandi vestra í maí

Málafjöldi maímánaðar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra reyndist áþekkur fyrri mánuðum ársins en 560 mál voru skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglunnar á svæðinu í maí. Í frétta á vef lögreglunnar kemur fram að þrátt fyrir sambærilegan málafjölda hafi meira verið um þung mál í maí en undanfarna mánuði.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Vals í dag

Það verður hellingur af fótbolta spilaður um hvítasunnuhelgina og hefst veislan í kvöld þegar lið Vals mætir í heimsókn á gervigrasið á Króknum þar sem Stólastúlkur bíða þeirra. Um er að ræða leik í áttundu umferð Bestu deildarinnar og aldrei þessu vant eru liðin á svipuðum slóðum í deildinni, lið Vals í sjöunda sæti með átta stig og Tindastóll í áttunda sæti með sex stig. Leikurinn hefst kl. 18 og útlit fyrir ágætt fótboltaveður.
Meira

Spáð skaplegu veðri um hvítasunnuna en engum hlýindum

Loks virðist veðrinu vera að slota hér á Norðurlandi vestra og útlit fyrir skaplegt veður um hvítasunnuhelgina þó ekki verði reyndar hlýindunum fyrir að fara. Í morgun var kalt á Króknum og það meira að segja snjóaði pínu í morgunsárið. En nú gerir Veðurstofan ráð fyrir að það birti þegar líður á daginn en almennt er reiknað með um fimm stiga hita og fimm m/sek að norðan í dag.
Meira

BioPol hlaut styrk frá Matvælasjóði

Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd fékk nýverið tæplega þrigga milljón króna styrk frá Matvælasjóði til verkefnis sem kallast SeaTofu og snýst um að kanna fýsileika, greina og útfæra hugmynd tengdri íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 40 verkefni styrk að þessu sinni en 129 umsóknir upp á rúmlega tvo milljarða bárust til sjóðsins.
Meira