A-Húnavatnssýsla

Eyþór Franzson og Greta Björg klúbbmeistarar hjá GÓS á Blönduósi

Meistaramót Golfklúbbsins Ós á Blönduósi hélt Meistaramót sitt á Vatnahverfisvelli dagana 5. og 6. júlí. Níu keppendur voru skráðir til leiks og var keppt í þremur flokkum og spilað var tvisvar sinnum átján holur. Veðrið var ekki upp á margar kúlur og hafði talsverð áhrif á keppendur, þá var hvasst og rigning á föstudaginn en á laugardaginn var frekar rólegt en kalt. Eyþór Franzson Wechner sigraði í meistaraflokki karla, Greta Björg Lárusdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna og Grímur Rúnar Lárusson sigraði í 1. fokki karla. 
Meira

Erfið ferð Húnvetninga austur á Reyðarfjörð

Húnvetningar spiluðu á Reyðarfirði í dag og eitthvað lagðist ferðalagið þungt í menn því heimamenn höfðu gert þrjú mörk í fyrri hálfleik í Fjarðabyggðarhöllinni og þar við sat. Lið Kormáks/Hvatar færðist þar með niður í níunda sæti 2. deildar en getur huggað sig við að liðin í deildinni eru tólf. Lokatölur 3-0 fyrir KFA.
Meira

Ostasalat og kjúklingur með pestó og paprikusnakki

Matgæðingar þessa vikuna eru Freyja Rut Emilsdóttir og Helgi Jóhannesson en þau búa á Króknum ásamt börnum sínum; Emmu Katrínu 16 ára, Júlíu Marín alveg að verða 13 ára og tvíburunum Aroni Elmari og Jóel Darra sem eru 7 ára. Sú elsta, Laufey Helga, býr í Reykjavík.
Meira

Íþróttagarpurinn Una Karen

Meira

Skagfirðingar hamingjusamastir og almennt sáttir með sitt | Rætt við Vífil Karlsson

Í frétt á vef SSV (ssv.is) segir að hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði hafi mælst mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum en um 11 þúsund manns tók þátt í henni. Vífil Karlsson, sem starfar sem fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs hjá SSV í Borgarnesi, er í forsvari fyrir íbúakönnuninni og hann svaraði nokkrum spurningum Feykis varðandi könnunina. Hann er með BS í hagfræði frá Háskólanum í Bergen og doktor í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Meira

Bónda skylt að afhenda Matvælastofnun hrút vegna hættu á riðusmiti

Á heimasíðu Mast segir að nýlega úrskurðaði matvælaráðuneytið bónda einum á Norðurlandi vestra að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. Fyrir lá að hann hafði haft samgang við riðuveika kind og gæti því hugsanlega verið smitberi. Eftir að riðutilfelli greindist í Miðfjarðarhólfi vorið 2023 fór fram smitrakning sem leiddi þetta í ljós. Eina leiðin til að finna út úr því væri krufning og athugun á heilavef hrútsins. Bóndanum er því skylt að afhenda hrútinn hvort sem honum líkar það eða ekki. 
Meira

„Lítið annað að gera en að sinna hestum og prjóna“

Anna Freyja Vilhjálmsdóttir býr á Króknum með Jökli manninum sínum og börnunum, Svanbjörtu Hrund, Sæþóri Helga og Heiðbjörtu Sif. Anna Freyja vinnur í Skagfirðingabúð og sinnir fjölskyldunni milli þess sem hún prjónar.
Meira

Flóabardagi í Vatnsdalshólum | Listsýning í Listakoti Dóru

Á morgun, laugardaginn 6. júlí kl. 13:00, opnar Dóra Sigurðardóttir áhugaverða sýningu í galleríi sínu, Listakot Dóru, á jörð sinni á Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu, aðeins tvo kílómetra suður af Hringveginum. Sýningin sækir innblástur frá nágrenninu og í Flóabardaga, einn af frægustu bardögum Sturlungaaldar og einu sjóorrustuna sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið.
Meira

Samningar framlengdir við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafi ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum.
Meira

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar

Á vef Skagafjarðar segir að Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar sem var auglýst laust til umsóknar í júní. 
Meira