A-Húnavatnssýsla

Sprúðlandi nýr Feykir kominn út

Delúx-útgáfan af Feyki kom út í dag en það þýðir að blaðið er 16 síður af alls konar í þetta skiptið. Opnuviðtalið er við Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóra Húnabyggðar, sem segir lesendum hressilega frá verkefnum og viðfangsefnum sveitarstjórans og ýmsu því sem brennur á íbúum sveitarfélagsins. Hann segir m.a. starf sveitarstjórans algjörlega allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. „Það er reyndar gott því að það var ástæða þess að ég ákvað að taka þetta starf og gefa mér þessa áskorun sem hefur reynst ansi hressandi,“ segir Pétur.
Meira

Réttarball Fljótamanna

Hið margrómaða Réttarball Fljótamanna verður haldið laugardagskvöldið 14. september í félagsheimilinu Ketilási. Ástarpungarnir frá Siglufirði munu halda uppi fjörinu frá klukkan 23:00 til 03:00.
Meira

Starf menningar- og tómstundafulltrúa á Skagaströnd auglýst að nýju

Húnahornið greinir frá því að sveitarfélagið Skagaströnd hafi hætt við að ráða í starf menningar- og tómstundafulltrúa á grundvelli auglýsingar sem birt var um starfið. Auglýsa á starfið að nýju með breyttum áherslum. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá því á föstudaginn. Starfið var auglýst í sumar og bárust sjö umsóknir.
Meira

Hálka og krap á þjóðvegi 1

Það hefur verið leiðinlegt veður á Norðurlandi síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Þó má þó kannski segja að veðrið hafi ekki verið verra en spár gerðu ráð fyrir en Veðurstofan hafði sett á appelsínugula viðvörun sem átti að renna út um klukkan 18 í dag. Nú rennur sú appelsínugula út kl. 9 eða bara rétt í þessu og við tekur gul og vægari viðvörun sem dettur út um kl. 15 í dag.
Meira

Hnúfubakar heimsækja Blönduós

Húnahornið greinir frá því að hnúfubakar hafi verið að spóka sig um í Húnafirði síðustu daga og líklega séu þeir á eftir æti. Hvort þeir hafa frétt af því að það sé gott að á við þjóðveginn skal ósagt látið og sennilega ósennilegt.
Meira

Ungmennaþing SSNV 2024 fer fram 11. september

Á vef SSNV segir að þann 11. september fer fram ungmennaþing SSNV í Félagsheimilinu á Blönduósi, er þetta annað árið í röð sem þingið er haldið. Ungmennaþingið er hluti af áhersluverkefninu Ungt fólk á Norðurlandi vestra og er markmið þess að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að tjá skoðanir sínar og ræða málefni sem brennur á því, valdefla og efla tengslanet þessa hóps. Jafnframt að kynna menningu landshlutans fyrir ungu fólki og fá þeirra sýn inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Ungmennaþingið á þess vegna þátt í að gefa krökkum á svæðinu rödd og tækifæri til þess að hafa áhrif í landshlutanum, en við ætlum líka að skemmta okkur.
Meira

Það harðnar á dalnum hjá Húnvetningum

Það var spilað á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í dag í 21. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu. Þá tók Kormákur/Hvöt á móti Knattspyrnufélagi Austurlands sem hefur verið í toppbaráttunni í mest allt sumar en var rétt búið að missa af lest þeirra liða sem vilja fylgja liði Selfoss upp í Lengjudeildina. Leikurinn var því kannski ekki mikilvægur fyrir gestina en hann var það sannarlega fyrir lið Húnvetninga sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var lið KFA sem hafði betur, vann leikinn 1-3.
Meira

Appelsínugul viðvörun og norðanhvellur í kortunum

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra er vakin athygli á slæmri veðurspá fram á seinni hluta þriðjudags. Búið er að gefa út af Veðurstofu að frá og með seinnipartinum á morgun, mánudegi, verði gefin út appelsínugul veðurviðvörun sem að nær langt fram á þriðjudag.
Meira

Lifi íslenskur landbúnaður

Atli Már Traustason er bóndi og frjótæknir á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Hann er stúdent frá FNV og búfræðingur frá Hvanneyri, giftur Klöru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Á Syðri Hofdölum er rekið blandað bú,80 mjólkurkýr, sem stefna senn í 100, og uppeldi sem því fylgir og einnig talsverð nautakjötsframleiðsla,alls eru um 300 nautgripir á búinu.
Meira

Tóku fyrri sláttinn með 3ja daga áhlaupi

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, býr í Hólabæ í Langadal ásamt Auði Ingimundardóttur sambýliskonu og börnunum þeirra Pétri Inga og Lilju Björgu. Rúnar er starfandi bóndi með búfræðimenntun og sveinspróf í húsasmíði. Þau búa á blönduðu búi með tæplega 40 mjólkandi kýr og 400 vetrarfóðraðar kindur. Ásamt því vinnur Auður sem ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Meira