A-Húnavatnssýsla

Flugeldasala björgunarsveitanna á Norðurlandi vestra

Björgunarsveitirnar standa að vanda fyrir flugeldasölu fyrir áramótin og er hún í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Vafalaust er mörgum í mun að styðja vel við bakið á sveitunum eftir fórnfúst starf þeirra í óveðrinu sem geisaði í fyrr í desember og er öllum í fersku minni. Það má gera með því að kaupa flugelda björgunarsveitanna en einnig er hægt að styrkja sveitirnar með beinum fjárframlögum hafi fólk ekki í hyggju að kaupa flugelda. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira

Skráning á Króksamótið í gangi

Þann 11. janúar 2020 verður blásið til körfuboltaveislu á Króknum, Króksamótsins, sem ætluð er körfuboltakrökkum í 1.–6. bekk. Það er Fisk Seafood sem er aðal stuðningsaðili mótsins og er þátttökugjaldið krónur núll – semsagt frítt. Opið er fyrir skráningu til 5. janúar og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst svo það gleymist nú ekki.
Meira

Tvö tonn af kartöflum í skóinn hjá landsins börnum

Íslensku jólasveinarnir höfðu í nógu að snúast fyrir þessi jól líkt og vanalega og væntanlega þekkist viðlíka annríki meðal stéttarinnar hvergi annars staðar í heiminum. Meðan jólasveinar annarra landa þurfa aðeins að mæta í vinnuna eina nótt á ári þurfa þeir íslensku að gefa börnum í skó þrettán nætur og flækjast svo um á jólaböllum næstu dagana allt fram til þrettándans þegar þeir loksins hafa allir tínst til síns heima. Til allrar hamingju eru íslensku sveinarnir margir og deilist því erfiðið á margra herðar.
Meira

Tæpar 300 þúsund krónur til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu

Skömmu fyrir jól var haldinn kökubasar á Blönduósi til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu en sem kunnugt er hefur mikið mætt á félagsmönnum undanfarnar vikur. Það var Snjólaug María Jónsdóttir sem stóð að basarnum ásamt sveitungum sínum og lögðu fjölmargir sitt af mörkum. Á Þorláksmessu afhenti Snjólaug María afraksturinn, 268 þúsund krónur, til Hjálmars Björns Guðmundssonar, formanns Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira

Andlega nærandi viðburðir á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Sunnudaginn 15. desember voru haldnir Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Í þetta sinn voru það hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson sem báru hitann og þungann af tónleikunum en þeim til aðstoðar voru hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Halldór Ólafsson. Efnisskráin var fjölbreytt og seinni hluti hennar með jólalegu ívafi.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu sem senn lætur sjá sig með þökk fyrir samskiptin á því sem senn kveður.
Meira

Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður sameinast í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um að sameina Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun í nýja stofnun sem mun bera nafnið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Á heimsíðu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að markmið stjórnvalda með því að sameina stofnanirnar tvær sé að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari húsnæðismarkaði fyrir almenning, byggingariðnaðinn og aðra haghafa.
Meira

Fuglavernd hvetur Landsnet og RARIK til að leggja raflínur í jörð

Í ljósi atburða í tengslum við nýlegt óveður vill Fuglavernd hvetja Landsnet og RARIK til að setja raflínur í jörðu. Ekki er einungis um mikilvæga hagsmuni manna að ræða, heldur einnig hagsmuni fuglalífs í landinu, segir í tilkynningu frá félaginu. „Þótt neikvæð áhrif raflína á fuglalíf hafi ekki verið rannsökuð með beinum hætti hér á landi, er vitað að slíkar línur hafa mikil umhverfisáhrif víða um heim vegna áflogs fugla.“
Meira

Hugarró milli jóla og nýárs

Þann 27. desember ætla vinkonur að koma saman, annars vegar í Sauðárkrókskirkju kl.16:30 og síðan í Blönduóskirkju kl. 20, og flytja tónlist og talað mál eftir konur eða sem hefur verið samin til kvenna. Vinkonurnar sem um ræðir eru á öllum aldri og eiga tengingu við Norðurland vestra og flestar búa þær í Skagafirði. „Hugljúf stund í skammdeginu og góð leið til að slaka á um jólin,“ segir í tilkynningu.
Meira

Upprifjun á tveggja vikna hjálparstarfi Björgunarfélagsins Blöndu

Björgunarsveitir á Norðurlandi höfðu í mörg horn að líta meðan veðrið vonda geystist yfir landið á dögunum, eins og komið hefur fram í fréttum. Á Facbook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi hefur verið birt upplýsandi upprifjun á því sem á daga sjálfboðaliða þess hefur drifið síðastliðinn hálfan mánuð, og ætti að minna fólk á hve gott starf er innt af hendi af þessum hjálparsveitum okkar.
Meira