A-Húnavatnssýsla

Svavar Knútur á ferðinni í júní að kynna nýja plötu

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar þessa dagana útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólk, vini og ættingja. Þar á meðal á Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi, þar sem Svavar Knútur heldur tónleika nú í júní. Svavar er nýlentur aftur á landinu eftir vel heppnaðar tónleikaferðir um bæði Evrópu og Ástralíu og finnst fátt betra en að lenda á hlaupum og hefjast handa við að gleðja landann.
Meira

Útlit fyrir eitt versta veður sem sést hefur á þessum árstíma

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra segir að vonskuveðrið sem spáð var í gær verði væntanlega enn verra en spáð var. Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína úr gulri í appelsínugula frá mánudagskvöldinu 3. júní og fram á aðfaranótt miðvikudags en þá tekur við gul veðurviðvörun fram á aðfaranótt föstudags.
Meira

Húnaskólanemar vilja Skólahreystis-völl á skólalóðina

Húnahornið segir frá því að nemendur í Húnaskóla á Blönduósi vilja fá Skólahreystis-völl á skólalóðina og hafa sent íþrótta-, tómustunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar erindi þess efnis. Vilja þeir að skólinn verði meira heilsueflandi skóli í heilsueflandi samfélagi og að markmið sé að nemendur hreyfi sig meira.
Meira

Halla Tómasdóttir stefnir hraðbyri á Bessastaði

Það er næsta víst að Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands en nú þegar talin hafa verið 86.551 atkvæði, eða um helmingur greiddra atkvæða, hefur hún umtalsvert forskot á Katrínu Jakobsdóttur. Halla er með 32,4% atkvæða en Katrin 26,3% en sú síðarnefnda hefur þegar óskað Höllu til hamingju með sigurinn í kjörinu.
Meira

Standandi veisluhöld á Hvammstanga

Það var gengið til kosninga í dag um land allt en kjósendur gátu valið á milli tólf forsetaframbjóðenda. Flestum ef ekki öllum kosningum fylgir hið margrómaða kosningakaffi og einhverjir buðu upp á slíkar veislur í dag hér á Norðurlandi vestra. Á Hvammstanga stóð Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar og þangað mættu um 120 manns og gæddu sér á kaffi og vöfflum.
Meira

Austlendingar höfðu betur gegn Húnvetningum

Það var leikið í 2. deildinni í dag en þá héldu Húnvetningar austur í Fellabæ þar sem lið Hattar/Hugins beið þeirra. Austlendingar voru sæti ofar en lið Kormáks&Hvatar fyrir leik og því hefði verið gott að krækja í sigur en það gekk ekki eftir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Aðdáendasíðunnar var því hér annar leikurinn í röð sem lið Húnvetninga uppskera ekki svo sem þeir sá og lokatölur 3-1.
Meira

Leiklistarsmiðja með Sigurði Líndal

Leikfélag Blönduóss stendur fyrir leiklistarsmiðju 6. júní nk. í Félagsheimilinu á Blönduósi. Leiðbeinandi er Sigurður Líndal Þórisson. Á þessu námskeiði verður Laban-tæknin kynnt. Þetta er tækni sem ungverski dansarinn Rudolf Laban fann upp, og var fyrst notuð við dansiökun, en síðan yfirfærð á leiklist líka. Tæknin er verkfæri til að flokka og skilgreina hreyfingar og nota þær sem leið til persónutúlkunar og góðrar textameðferðar. Skemmtileg og óvanleg nálgun!
Meira

SjávarSæla í fullum gangi á Sauðárkróki

Hátíðarhöld í tilefni af sjómannadegi hófust k. 10 í morgun á Sauðárkróki en þá var startað með dorgveiðikeppni og veitt verðlaun fyrir lengsta fiskinn. Nú í hádeginu fór fjöldi fólks skemmtisiglinga út á Skagafjörð með Málmey og þegar komið var til hafnar á ný nú rétt fyrir eitt, þá hófst fjölskylduhátíð á bryggjunni.
Meira

Vinna við að klæða Blönduósflugvöll hefst í sumar

Húnahornið segir frá því að áætlað er að framkvæmdir við flugvöllinn á Blönduósi hefjist í sumar. „Að sögn Matthíasar Imsland, stjórnarformanns innanlandsflugvalla ISAVIA, er gert ráð fyrir að klæðning verði lögð á flugbrautina og er nú verið að leita verða í klæðninguna,“ segir í frétt Húnahornsins.
Meira

Stærsta áskrorunin hefur verið að treysta örlögunum | Jón Gnarr

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Jón Gnarr gaf Feyki.
Meira