A-Húnavatnssýsla

Kormákur Hvöt semur við Dominic og Sigurð

Aðdáendasíða Kormáks Hvatar sagði frá því í vikunni að meistaraflokksráðið hafi ráðið enska þjálfarann Dominic Louis Furness til starfa fyrir leiktíðina 2025. Dominic, sem kemur frá Middlesborough í Norður-Jórvíkurskíri, þjálfaði lið Tindastóls síðastliðin tvö sumur, þar sem hann þótti brydda upp á skemmtilegum bolta. Sigraði liðið til að mynda 4. deildina í sumar með talsverðum yfirburðum. Einnig hafa þeir samið við Sigurður Pétur Stefánsson fyrir keppnistímabilið 2025 en hann spilaði með Kormáki/Hvöt á síðasta tímabili og var einn af mikilvægustu leikmönnum tímabilsins, spilaði flesta leiki allra leikmanna og steig þar í stóra skó á miðri miðjunni.
Meira

SSNV óskar eftir ábendingum um menningarhús á Norðurlandi vestra

Á heimasíðu SSNV segir að Í öllum sveitarfélögum, utan höfuðborgarsvæðisins, fer nú fram vinna við að safna gögnum um húsnæði eða staði þar sem fram fer menningar- og/eða listtengd starfsemi. Er þetta hluti af aðgerðaáætlun byggðaáætlunar og er markmið þessarar vinnu m.a. að efla menningarstarfsemi í byggðum landsins, í takt við meginmarkmið byggðaáætlunar sem er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt.
Meira

Nýr fiskvegur úr Laxárvatni opnaður

Nýlega var opnaður nýr fiskvegur úr Laxárvatni niður Laxá á Ásum. Stíflan í ánni, sem var orðin slitin og skemmd, leggst af sem og laxastiginn úr vatninu en þó getur yfirfall runnið yfir stífluna ef vatnsstaða er há í Laxárvatni. RARIK sá um framkvæmdina, sem unnin var í samvinnu við Veiðifélag Laxár á Ásum og Veiðimálastofnun en hún er liður í að endurheimta hvernig vatn rann ofan úr Svínadal fyrir 70 árum síðan, eða áður en til Laxárvatnsvirkjunar kom, segir á huni.is
Meira

Verkefnið sýnir mikilvægi þess fyrir allan sjávarútvegsgeirann að nýta hliðarafurðir á sjálfbæran hátt

Fiskifréttir Viðskiptablaðsins sögðu frá því í byrjun desember að nýlega birtist grein í vísindatímaritinu Marine Drugs eftir starfsfólk BioPol og Háskólans á Akureyri um þróun aðferða til að hámarka nýtingu á kollageni úr grásleppuhvelju. Framkvæmdastjóri Biopol, segir þarna vera möguleg tækifæri til vinnslu. Fyrirtæki í Póllandi er nú með heit- og kaldreykta grásleppu héðan til skoðunar.
Meira

Þakkir á aðventu

Það var mikil og góð reynsla að fara í gegnum nýafstaðna kosningabaráttu sem oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Baráttan var snörp en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Fyrir mig persónulega var brekkan brött þar sem flokkurinn hefur ekki áður náð kjöri í kjördæminu. En ætlunarverkið tókst og ég er afar þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Það skiptir miklu máli fyrir Viðreisn að eiga nú þingmenn í öllum kjördæmum. Það mun án efa þroska flokkinn og skilninginn á stöðu hvers landshluta fyrir sig. Skilaboð kjósenda voru skýr – fólkið í landinu er að kalla eftir breytingum. Nú er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að svara því kalli með afgerandi hætti.
Meira

Vín frá Spáni á Sauðá í kvöld

Í dag gefst fólki í Skagafirði og nærsveitum tækifæri til að kynnast vínmenningu Spánar, því í kvöld verður boðið uppá vínkynningu á Sauðá kl:17:15 í dag, miðvikudaginn 18.desember. Feykir hafði samband við Sóleyju sem ætlar að leiða fólk í allann sannleik um spænsku vínin og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Skagafjörður áætlar jákvæðan rekstur og miklar framkvæmdir

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025 til 2028 var samþykkt af sveitarstjórn 27. nóvember sl., en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt getu sveitarfélagsins til framkvæmda, viðhalds og niðurgreiðslu skulda. Með fjárhagsáætluninni var einnig samþykkt áætlun um nýfjárfestingar og viðhaldsverkefni á árinu 2025, en nýfjárfestingar hafa aldrei í sögu sveitarfélagsins verið áætlaðar meiri en á komandi ári, eða í heild framkvæmdir upp á tæpan einn og hálfan milljarð.
Meira

Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi styrkir nokkur vel valin félög og verkefni í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins

Sunnudaginn sl., þann 15. desember, bauð Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi í opið hús í Höfðaborg. Tilefnið var að klúbburinn var 50 ára og var boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó fyrir gesti og gangandi. Ekki nóg með það þá ákvaðu félagar í klúbbnum að styrka nokkur vel valin félög og verkefni á Hofsósi og í Skagafirði og voru eftirfarandi verkefni valin. 
Meira

Kæru íbúar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi

Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt Samfylkingunni í nýafstöðnum kosningum. Ykkar traust er dýrmætt og knýr okkur áfram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Samfylkingin bætti verulega við sig í kosningunum og fékk einn þingmann kjörinn í kjördæminu.
Meira

Skagfirski kammerkórinn með tónleika í Blönduóskirkju

Skagfirski kammerkórinn býður til jólatónleika Blönduóskirkju þriðjudaginn 17.desember einnig klukkan 20:00.
Meira