A-Húnavatnssýsla

Samstarf á bjargi byggt

Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði. Höfum við lagt margt að mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
Meira

Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

Verkefni sem Landspítali vinnur að og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu hlaut nýverið fimm milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verkefnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tæknilegra leiða til að skapa skilvirkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga Landspítala við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni.
Meira

Þjóðararfur í þjóðareign

Vilhjálmur Bjarnason færði á dögunum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gjafabréf útgáfuréttar að sex binda útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú útgáfa þeirra nú komin í þjóðareign.
Meira

Tekinn Á 166 km hraða í Blönduhlíðinni

Nokkrir fjölsóttir viðburðir voru í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna helgi, eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi. Þeim fylgir gjarnan mikil umferð og í því fallega haustveðri sem ríkt hefur að undanförnu, milt og stillt, freistast margir ökumenn til að aka of greitt. Einn þeirra var tekinn á 166 km hraða á klukkustund í Blönduhlíðinni.
Meira

Drög að sóknaráætlun Norðurlands vestra birt í samráðsgátt stjórnvalda

Undanfarið hefur verið unnið að nýjum sóknaráætlunum landshlutanna sem munu ná yfir tímabilið 2020-2024. Drög að nýjum sóknaráætlunum verða birtar í samráðsgátt stjórnvalda og er það í fyrsta sinn sem mál utan ráðuneyta eru birt þar. Nú þegar hafa sóknaráætlanir þriggja landshluta verið birtar í samráðsgáttinni, Suðurlands, Vestfjarða og nú síðast Norðurlands vestra.
Meira

Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn

Nýsköpunarlandið Ísland er samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðja við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, kynnti sl. föstudag nýja Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum.
Meira

Skrifstofur sýslumanns loka

Föstudaginn 11. október og mánudaginn 14. október verða skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki lokaðar vegna árshátíðar starfsmanna.
Meira

Toskönsk kjúklingasúpa og danskur grautur

Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson, kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla, sáu um matarþátt Feykis í 39. tbl. Feykis árið 2017. Þau voru þá nýflutt​ ​aftur​ ​norður​ ​í​ ​land​ ​eftir​ tíu​ ​ára​ ​búsetu​ ​í​ ​Kaupmannahöfn en​ ​Þorvaldur​ er uppalinn í Miðfirðinum en ​Kristín​ í​ ​Reykjavík.​ ​„Við​ ​höfum​ ​sest​ ​að​ ​í​ ​Hrútafirði​ ​með​ ​börnin​ ​fjögur sem​ ​ganga​ ​í​ ​leikskóla,​ ​grunnskóla​ ​og​ ​framhaldsskóla​ ​á​ ​Hvamsmtanga.​ ​Í Kaupmannahöfn​ ​var​ ​Þorvaldur​ ​yfirkokkur​ ​á​ ​dönskum​ ​veitingastað​ ​og​ ​leggur​ ​hér​ ​fram uppskrift​ ​af​ ​toskanskri​ ​kjúklingasúpu​ ​og​ ​uppáhalds​ ​eftirrétti​ ​Danans​ ​sem​ ​heitir Rødgrød​ ​med​ ​fløde,​ ​borið​ ​fram​ ​á​ ​danska​ ​vísu​ ​“röðgröððð​ ​meðð​ ​flöðöehh”. sem myndi þýðast​ ​yfir​ ​á​ ​íslensku​ ​“berjagrautur​ ​með​ ​rjóma”, sögðu þau Kristín og Þorvaldur.
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Lokatölur í laxveiðinni

Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám landsins og hefur lokatölum verið skilað fyrir allar húnvetnsku árnar. Þær eiga það flestar sammerkt að afli þar er umtalsvert minni en síðustu ár og oft þarf að leita langt aftur í tímann til að finna svo léleg sumur.
Meira