A-Húnavatnssýsla

Húsnæðismálin stærsti þröskuldurinn

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur óskað eftir samstarfi vð Skagaströnd við lausn á húsnæðismálum fyrir hóp flóttafólks sem væntanlegur er til Blönduóss innan tíðar en ákveðið hefur verið að 50 sýrlenskir flóttamenn komi til Blönduóss og í Húnaþing vestra um mánaðamótin apríl-maí.
Meira

Blönduósbær auglýsir eftir viðburðastjórnanda

Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir viðburðastjóra sem m.a. er ætlað að hafa það hlutverk með höndum að stjórna og sjá um Húnavöku og útgáfu kynningarefnis fyrir hátíðina. Í auglýsingu á vef sveitarfélagsins segir að leitað sé eftir áhugasömum aðila, með þekkingu og reynslu af viðburðarstjórnun, til að stjórna viðburðum í sveitarfélaginu, m.a. bæjarhátíðinni Húnavöku, sem haldin verður dagana 18.-21. júlí nk. Húnavaka er opin öllum og samanstendur m.a. af fjölskylduskemmtun, dansleikjum, söngvakeppni og kvöldvöku. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á framlengingu til lengri tíma. Umsóknarfrestur er til 5.mars 2019.
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var sett af stað með formlegum hætti á Blönduósi þann 12. febrúar sl. Að þessu sinni taka fulltrúar frá sex fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra þátt í verkefninu.
Meira

Víða skafrenningur og hálka

Víða er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Norðurlandi og segir á vef Vegagerðarinnar að þæfingur sé utan Hofsóss og milli Akureyrar og Dalvíkur. Ófært er um Almenninga á Siglufjarðarvegi og um Dalsmynni. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu en staðan verður tekin í birtingu. Veginum um Víkurskarð hefur verið lokað vegna veðurs.
Meira

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira

Góði dátinn Svejk og Ráðskonan á Grund á náttborðinu

Sigriður Tryggvadóttir, eftirlaunakona á Hvammstanga, svaraði spurningum Bók-haldsins í 37. tbl. 2017. Sigríður er uppalin á Hrappsstöðum í Víðidal en á unglingsárunum gekk hún í skóla í Njarðvíkum. Hún var bóndi á Efri-Fitjum í um 30 ár, ásamt eiginmanni sínum til 50 ára, en flutti til Hvammstanga fyrir 17 árum en þar var hún bóka- og skjalavörður Húnaþings vestra í 15 ár.
Meira

REKO – hvað er nú það?

Undanfarin misseri hefur verið talsverð umræða í þjóðfélaginu um milliliðalaus viðskipti framleiðenda og neytenda og einnig kosti þess að neytendur geti nálgast sem mest af vöru sem framleidd er í héraði og þar með dregið úr flutningum með tilheyrandi kostnaði og mengun. Margir bændur selja vöru sína „beint frá býli“ og einnig hafa bændamarkaðir notið vinsælda.
Meira

Vinsæll og einfaldur kjúklingaréttur og dýrindis eplakaka

Inga Skagfjörð og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar Feykis í 7. tbl. ársins 2017. „Við verðum að taka áskorunni frá Gígju og Helga og komum hér með nanbrauð og indverskan kjúklingarétt sem er vinsæll á okkar stóra heimili með fimm börnum, þar af fjórum á leikskólaaldri. Ekki er verra að hann ereinfaldur og fljótlegur,“ segir Inga. „Svo er eplakakan hennar Erlu systur góð við öll tilefni sem eftirréttur, einnig fljótleg og þægileg.“
Meira

Varið ykkur á símasvindlurum

Tölvuþrjótar skjóta upp kollinum af og til og hafa fjölmiðlar greint frá því að fólk hafi undanfarnar vikur fengið símtöl erlendis frá þar sem viðkomandi kynnir sig sem starfsmann Microsoft og lætur sem gera þurfi við öryggisgalla í Windows-stýrikerfinu. Varar lögregla eindregið við slíkum samtölum og hvetur fólk til að leggja á.
Meira

Sami hreindýraveiðikvóti í ár

Hreindýrakvóti ársins 2019 verður sá sami og á fyrra ári þar sem heimilt verður að veiða allt að 1451 dýr á árinu, 1043 kýr og 408 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Meira