A-Húnavatnssýsla

Gul viðvörun og lokaðir vegir

Gul viðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og er versnandi veður og vetrarfærð í landshlutanum. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi í dag með úrkomu á Ströndum og við ströndina en hægari vindi og úrkomuminna í innsveitum. Búist er við talsverðum skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Meira

Tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera veikir. Markmið frumvarpsins er að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við.
Meira

Fólki gæti verið synjað um innritun í flug

Utanríkisráðuneytið hefur sett á vefsíðu sína mikilvægar upplýsingar til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið og eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ef tvö af eftirfarandi atriðum eiga við þig mæla íslensk stjórnvöld með því að þú íhugir heimferð til Íslands:
Meira

Mikil mildi að ekki fór verr

Lögregla telur að gassprenging hafi orðið í sumarbústað í Langadal, skammt frá Geitaskarði, síðastliðinn laugardagsmorgun. Sex ungmenni voru í sumarbústaðnum þegar sprengingin varð og þykir mikil mildi að ekki fór verr en þrjú þeirra voru flutt til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akureyri. Rætt var við eitt þeirra á vef Fréttablaðsins í dag.
Meira

Nýtt skráningarkerfi hjá Héraðsskjalasafni A-Húnavatnssýslu

Tekið hefur verið upp skráningarkerfi hjá Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu sem heitir AtoM. Nú þegar hafa verið skráðar um 80 afhendingar og tæplega 10 þúsund ljósmyndir af um það bil 40 þúsund, með upplýsingum um 5000 þúsund Húnvetninga ásamt um eittþúsund húsum og stöðum í sýslunni.
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með deginum í dag meðan samkomubann er í gildi kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta á meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu í sumarbústað

Sprenging varð í sumarbústað í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, nærri bænum Geitaskarði, um klukkan ellefu í gærmorgun. Sex manns voru í bústaðnum þegar sprengingin varð, allt ungt fólk og voru þrír fluttir á slysadeild á Akureyri. Í frétt Rúv.is segir að tveir þeirra hafi verið með sjáanlega áverka en ekki var þó talið að þeir væru í lífshættu.
Meira

Vestfirðingar í Vörusmiðju BioPol

Um síðustu helgi kom hópur Vestfirðinga frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í námsdvöl í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Heimsóknin var lokahnykkurinn á 80 klukkustunda námskeiði sem nefndist „Matarkistan Vestfirðir - beint frá býli" en þar var kennt samkvæmt námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins frá 2015 líkt og gert var á sambærilegum námskeiðum á Norðurlandi vestra tvo síðastliðna vetur.
Meira

Gul veðurviðvörun víðst á landinu

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði.
Meira

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður veirufaraldur, sem veldur veikinni COVID-19. Síðan síðastliðinn föstudag, 6. mars, hafa almannavarnir á Íslandi starfað á neyðarstigi almannavarna, sem er hæsta viðbúnaðarstig þeirra. Hluti af viðbrögðum almannavarna er samkomubann, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars og stendur í fjórar vikur. Bannið gerir samkomur með fleiri en 100 þáttakendum óheimilar. Á sama tíma eru settt þau skilyrði á samkomur með færri en 100 þátttakendum að þar sé það pláss að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. Einnig er sett bann við skólahaldi í framhalds- og háskólum, en á okkar svæði er um að ræða Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Háskólann á Hólum. Nánari útfærslur á því hvernig staðið er að þessum lokunum hjá skólunum má finna á heimasíðum þeirra.
Meira