A-Húnavatnssýsla

Rækjublús - smásögur frá Blönduósi, er komin út

Smásagnabókin „Rækjublús“ eftir Ólaf Tómas Guðbjartsson er komin út. Höfundur sagnanna er Ólafur Tómas Guðbjartsson sem ólst upp á Blönduósi og inniheldur bókin tólf smásögur sem gerast þar á árunum milli 1986 og 1999.
Meira

Er Stúfur og Pönnusleikir sami jólasveinninn?

Nú var það Stúfur sem setti í skóinn í nótt og hefur efalaust kætt marga krakka. Þá ætlum við að fá Eirík Fjalar til að syngja lagið Nýtt Jólalag.
Meira

Framtíðar uppbygging Þrístapa kynnt

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var í gær þann 12. desember 2018, fóru A. Agnes Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Verus ehf, og Hringur Hafsteinsson, ráðgjafi hjá Gagarín, yfir framtíðar uppbyggingu við Þrístapa sem sveitarfélagið hefur verið að vinna að. Verkefnið er mjög metnaðarfullt enda standa vonir til að tugir þúsunda gesta muni staldra við og njóta sýningar með gagnvirkum miðlum sem eru nánast óþekktar, ekki síst á norðurhjaranum þar sem allra veðra er von.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði SSNV

Stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. tillögu frá matsnefnd smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Smávirkjanaverkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 en þá var gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sem sett eru í reglum sjóðsins að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fyrsta REKO afhending á Norðurlandi þann 20. desember

Það eru ýmsar leiðir færar fyrir framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri þó svo að um lítið magn sé að ræða. Bændamarkaðir hafa verið vinsælir og á Facebook má finna hópa undir merkinu REKO þar sem viðskipti geta farið fram. Fyrstu afhendingarnar á Norðurlandi verða þann 20. og 21. desember á Blönduósi 20. desember við Húnabúð kl: 12-13, Sauðárkróki 20. desember við verknámshús FNV kl: 16-17 og á Akureyri 21. desember hjá Jötunvélum kl: 12-13.
Meira

Giljagaur mættur

Af því að Giljagaur mætti til byggða í nótt fáum við Ruth Reginalds til að syngja hér hið stórgóða laga Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Það er sígilt og kemur manni alltaf í jólaskap. Hinrik Bjarnason gerði textann við lag T Connor.
Meira

Ferðaþjónustan á Hveravöllum til sölu

Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá og eru allar fasteignir, tækjabúnaður, innviðir og lóðarleigusamningur til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum í pakkanum. Hveravallafélagið hefur starfað áratugum saman á Hveravöllum en síðustu árin hefur félagið varið um 100 milljónum króna í endurbætur húsa og búnaðar ásamt uppbyggingu innviða á borð við vatnsveitu og fráveitu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Pálmi Ragnarsson í Garðakoti var kjörinn maður ársins fyrir árið 2017 en hann lést nokkrum mánuðum síðar úr veikindum sem hann hafði lengi barist við.
Meira

Stekkjastaur kom í nótt -

Í tilefni af komu fyrsta jólasveinsins fáum við Borgardætur til að syngja fyrir okkur um jólasveininn okkar. Það eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem skipa sönghópinn Borgardætur en jólaplatan þeirra kom út árið 2000.
Meira

Barnalífeyrir greiddur með börnum yngri en 18 ára

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri, var samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum í dag. Frumvarpið felur í sér þær breytingar að Tryggingastofnun ríkisins getur ákveðið sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.
Meira