A-Húnavatnssýsla

Höpp og glöpp Ólafs B. Schram - Sögustund í Kakalaskala

Á morgun, föstudaginn, 1. nóvember, kemur út bókin Höpp og glöpp eftir leiðsögumanninn Ólaf B. Schram en þar segir hann frá höppum og glöppum á ferðalögum sínum vítt og breitt um landið. Hann segir um létta bók að ræða bæði að innihaldi og umgjörð, 300 síður, myndskreytt, harðkilja og með 120 sögum. Þann 9. nóvember verður Óli á ferð um Skagafjörð og les upp úr bókinni í Kakalaskála en samkoman hefst kl 20:00.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Laugarbakka

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra efna til sameiginlegs fundar. Dagskráin að þessu sinni hefur yfirskriftina „óráðstefna“ en það ku vera þýðing á engilsaxneska hugtakinu „unconference“ eða „Barcamp“ eins og það er kallað á meginlandinu að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fjöldi tilnefninga af Norðurlandi vestra á uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin nk. laugardagskvöld 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Fjögur bú af Norðurlandi vestra hafa verið tilnefnd sem ræktunarbú ársins, eitt sem keppnishestabú ársins og sex knapar í sjö flokkum.
Meira

Áfram veginn - Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú er kjörtímabilið hálfnað og tvö ár frá því ég var kjörin fyrst á Alþingi. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að fá þetta tækifæri og hafa þessi tvö ár verið bæði skemmtileg og fjölbreytt.
Meira

Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista Creditinfo

Crecitinfo birti nýlega lista yfir tæplega 900 framúrskarandi fyrirtækja á landinu árið 2019 sem eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Þetta er í tíunda skipti sem Creditinfo vinnur greiningar á ýmsum þáttum varðandi rekstur og stöðu fyrirtækja á Íslandi og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Meira

Ari Jóhann kosinn formaður SHÍ

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, sem haldinn var 22. október var Ari Jóhann Sigurðsson, formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, kosinn formaður samtakanna. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, var kosinn í varastjórn.
Meira

Orkusjóður úthlutar styrkjum til rafhleðslustöðva

Orkusjóður úthlutaði nýlega styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel og gististaði víða um land þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefni þetta er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.
Meira

Hádegisfyrirlestur og listsýning í Kvennaskólanum

Í hádeginu í dag, mánudaginn 28. október kl. 12-13 heldur textíllistamaðurinn Petter Hellsing fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hann segir frá list sinni og dvöl sinni á Blönduósi. Fyrirlesturinn nefnist “Handens abstraction” eða Huglægni handanna.
Meira

Viltu gerast stofnfélagi í Sturlufélagi?

Í maímánuði var stofnað Sturlufélag, það er félag til að halda á lofti minningum um verk sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Enn er hægt að gerst stofnfélagi þar sem ákveðið var að svo yrðu þeir sem gerast félagar til áramóta.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, sunnudaginn 27. október, er opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins munu sýna margvíslega vinnu sína.
Meira