A-Húnavatnssýsla

Berglind ráðin verkefnastjóri hjá SSNV

Berglind Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNV og mun hún hefja störf í sumar. Berglind býr yfir víðtækri og góðri reynslu af verkefnastjórnun og hefur reynslu af að innleiða og stýra umfangsmiklum verkefnum.
Meira

Samið við sjúkraþjálfara eftir fjögurra ára samningsleysi

Það gleður eflaust margan manninn að nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Á vef stjórnarráðsins er haft eftir Willum: „Þetta eru mikil tímamót eftir rúmlega fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað á notendum þjónustunnar. Með samningnum falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega. Samningurinn stuðlar þannig að auknum jöfnuði. Jafnframt er kveðið á um margvíslegt þróunar- og gæðastarf þjónustunnar í þágu notenda.“
Meira

Mikið um að vera á Hólum um hvítasunnuna

WR Hólamót – Íþróttamót UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 17.-19. maí. Þar sem keppt var í Fimmgangi, Fjórgangi, Tölti og Skeiði.
Meira

Átt þú í sambandserfiðleikum?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn talað mikið um mikilvægi fjarskiptainnviða um allt land. Í nútímasamfélagi skipta fjarskipti miklu máli en sem dæmi um fjarskipti má nefna farsímasamband, ljósleiðarasamband og Tetra samband. Á föstudag var ég málshefjandi á sérstakri umræðu um fjarskipti í dreifbýli á Alþingi, við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fer með þann málaflokk.
Meira

Vor á ný er fínasta fínt með Slagaarasveitinni

Hið þverhúnvetnska gæðaband, Slagarasveitin, sem skipað er mönnum á besta aldri, sendi í fyrrahaust frá sér samnefnda tólf laga breiðskífu. Útgáfunni fylgdi sveitin eftir með stórtónleikum í Iðnó í Reykjavík 22. september og daginn eftir stigu þeir á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Platan er fáanleg á föstu formi en ekki á Spotify en þangað hafa þeir félagar týnt eitt og eitt lag af plötunni og nú í byrjun maí streymdu þeir laginu Vor á ný.
Meira

Velkomin heim - Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir er yngst þriggja systra, dóttir Lillu frá Stóru Seylu, sem kannski ekki allir vita að heitir Margrét Erna Halldórsdóttir, og Einars Sigurjónssonar sem flutti ungur í Skagafjörðinn úr Garðabænum. Betri helmingur Helgu er hrein- ræktað borgarbarn og heitir Daníel Fjeldsted og eru börnin tvö, Kolbrún Ósk 4 ára og Viktor Einar 2 ára. Helga og Danni eins og hún kallar hann fluttu „heim“ í Helgu tilfelli fyrir rétt tæpu ári síðan. Helga er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Minni halli á Skagaströnd en áætlanir gerðu ráð fyrir

Húnahornið segir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hafi skilað 46,8 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu í fyrra en síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins 2023 fór fram á sveitarstjórnarfundi þann 10. maí sl. Niðurstaðan var þó 8,7 milljónum króna betri en áætlun með viðaukum haft gert ráð fyrir.
Meira

Gjöf foreldrafélagsins til Leikskóla Húnabyggðar

Á dögunum afhenti Foreldrafélag Leikskóla Húnabyggðar leikskólanum að gjöf tvær barnakerrur fyrir 4-6 börn. Í tilkynningu frá Foreldrafélagi Leikskóla Húnabyggðar segir að hugmyndin sé að þær nýtist sérstaklega yngstu deild leikskólans sem nú er til húsa við Húnabraut 6 og auðveldi þannig heimsóknir þeirra upp í aðalbyggingu leikskólans. Ein 6-barna kerra hefur nú þegar verið afhent og von er á annarri 4-barna kerru í sendingu á komandi vikum.
Meira

„Get talað endalaust um kaffi“

Vala tekur á móti blaðamanni Feykis á heimili sínu, Páfastöðum 2 í Skagafirði, þar sem þær Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hafa búið sér fallegt heimili og eru langt komnar með að útbúa litla kaffibrennslu í skúrnum sem á sumum heimilum er byggður fyrir bíla. Vala hefst strax handa við að útbúa kaffi handa blaðamanni, sem er venjulegur leikmaður þegar kemur að kaffi – kaupir Grænan Braga í búðinni og hellir upp á kaffi í venjulegri kaffivél og hellir því svo á brúsa, drekkur það svo svart og sykurlaust. Það er ekki ferlið sem Vala tekur blaðamanninn með sér í. Hún byrjar á að setja kaffibaunir í kvörn, sem koma frá samnefndu fyrirtæki, Kvörn, sem Vala er hluthafi í. Hún hellir „upp á gamla mátann“ eins og blaðamaður hefur heyrt sagt um aðferðina hennar Völu. Hún malar kaffið í kvörninni og hellir svo soðnu vatni yfir það. Það er kúnst, því bleyta þarf fyrst upp í öllu kaffinu og hægt er að segja til um ferskleika kaffisins eftir loftbólumynduninni þegar vatnið fer yfir kaffið. – Það er vel hægt að fullyrða að fyrir Völu er kaffi ekki bara kaffi.
Meira

Útboð á nýrri leikskólabyggingu Húnabyggðar

Húnabyggð óskar eftir tilboðum í uppsetningu og afhendingu á ca. 650-700 m2 leikskóla úr húseiningum, timbur- eða gámaeiningum til leigu á lóð við hlið núverandi leikskóla að Hólabraut 17 með kaups­réttar­ákvæðum. Í byggingunni verða fjórar leikskóladeildir.
Meira