A-Húnavatnssýsla

Hvetur alla til að prófa víkingaklæðnað

Í 6. tölublaði Feykis 2018 var skyggnst í handavinnuhornið hjá Pálínu Fanneyju Skúladóttur. Pálína hefur verið búsett á Laugarbakka frá árinu 2002 en hún er fædd og uppalin austur á Héraði. Hún starfar sem grunnskólakennari í hlutastarfi þar sem hún kennir m.a. tónmennt og jóga bæði í grunnskólanum og leikskólanum á Hvammstanga og er stundakennari við Tónlistarskólann. Ennfremur er hún organisti og kórstjóri á Hvammstanga og á Melstað og Staðarbakka.
Meira

Kjúklingaréttur og syndsamlega góð skyrterta

Það er hún Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir sem ætlar að bjóða okkur upp á girnilegar kræsingar þessa vikuna. Jóhanna býr á Hvammstanga en er ættuð af Vatnsnesi og úr Víðidal. Hún vinnur á leikskólanum Ásgarði og einnig í félagsmiðstöðinni Órion. Uppáhaldsmatur Jóhönnu er jólamaturinn, svínakjöt, brúnaðar kartöflur og meðlæti en hún segist hafa mjög gaman af matseld og að prufa alls konar uppskriftir. „Mér finnst gaman að elda góðan mat og bjóða vinum og ætla að vera duglegri við það í ár í nýja húsinu mínu,“ segir Jóhanna. Þátturinn birtist í 24. tbl. Feykis í júní 2017.
Meira

Eyþór Franzon Wechner leikur í Hallgrímskirkju

Organisti Blönduósskirkju, Eyþór Franzon Wechner, verður meðal organista sem leika á orgel á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Það er Listvinafélag Hallgrímskirkju sem stendur að tónleikaröðinna en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.
Meira

Gjaldfrjáls skimun hvetur til þátttöku

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. Stærstur hluti kvennanna segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Fyrstu fim mánuði ársins hafa rúmlega tvöfalt fleiri konur mætt í fyrstu skimun en á sama tímabili síðasta árs að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands.
Meira

Heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og lausamuni

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var sl. þriðjudag, 25. júní, voru samþykktar verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum sbr. reglugerð 941/2002. Er Heilbrigðiseftirlitinu ætlað að vinna að verkefninu í samráði og samvinnu við sveitarfélög á starfssvæðinu.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Vinna við nýja sóknaráætlun formlega hafin

Fyrsti formlegi fundurinn í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar og sviðsmynda atvinnulífs Norðurlands vestra var haldinn nýlega. Á vef SSNV segir að verkefnisstjórn vinnunnar hafi fundað fyrri hluta dags en hana skipa stjórn SSNV, fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga mann í stjórn sem og starfsmenn samtakanna. Síðari hluta dags bættust aðilar úr atvinnulífinu við. Á fundnum var farið yfir fyrstu niðurstöður netkönnunar sem gerð var í tengslum við vinnuna en þær verða kynntar nánar með haustinu.
Meira

Leita að fyrirtækjum til að þróa heildstæða stafræna tækni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlandi vestra sem hafa áhuga á að þróa heildstæða stafræna tækni (e. immersive technology) í markaðslegum tilgangi fyrir fyrirtæki sín.
Meira

Fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Skagaströnd

Unga kynslóðin á Skagaströnd, og jafnvel fleiri, hafa ríka ástæðu til að kætast þessa dagana því í gærkvöldi, þann 25. júní, var opnuð fjölnota hjólabraut á skólalóð Höfðaskóla. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að brautarinnar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.
Meira