A-Húnavatnssýsla

Skóna út í glugga... | Leiðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Fjölmenni á upplestri á aðventu

Fjölmenni var við Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu síðastliðinn sunnudag 7. desember. Þar mættu þau Reynir Finndal Grétarsson sem las upp og kynnti bækur sínar Fjórar árstíðir sem er ævisaga og glæpasöguna Líf.
Meira

Svínvetningabraut aftast á merinni í tengivegaáætlun

Innviðaráðuneytið hefur svarað erindi Húnabyggðar um stærstu samgönguverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu en þau eru Vatnsdalsvegur, Skagavegur og Svínvetningabraut. Í frétt í Húnahorninu segir að samkvæmt ráðuneytinu sé Svínvetningabraut öftust í röðinni í tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á norðursvæði. Á undan í röðinni eru Svarfaðardalsvegur, Sæmundarhlíðar, Hegranesvegur og Víðidalsvegur. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Svínvetningabraut muni hefjast innan 4-5 ára.
Meira

Skagfirðingar í yngri landsliðshópunum í körfunni

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa en frá þessu segir á vef KKÍ. Koma U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Tveir leikmenn Tindastóls eru í liðunum, systkinin Hallur Atli og María Hrönn Helgabörn og er rétt að óska þeim til hamingju.
Meira

Gul veðurviðvörun og hvassviðri fram eftir degi

Það er gul veðurviðvörun í kortunum og er jafnvel nú þegar skollin á hér á Norðurlandi vestra. Lægð gengur nú yfir landið og má reikna með norðaustan og austan 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Varasamt ferðaveður segir Veðurstofan. Ekki er búist við að vindur gangi almennt niður á svæðinu fyrr en undir kvöld.
Meira

Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd tryggð!

Eftir að hafa lent í því nokkrum sinnum síðustu árin að ljósleiðaratenging hafi rofnað hafa Skagstrendiingar lagt mikla áherslu á tvítengingu ljósleiðara. Í dag var á Skagaströnd undirritað samkomulag um átaksverkefni til að tryggja að á annan tug þéttbýlisstaða og byggðakjarna verði tvítengdir, þ.e. fái tvöfalda ljósleiðaratengingu en það er Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sem hefur hrundið verkefninu af stað.
Meira

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Elstu nemendur á Barnabóli aðstoðuðu við að kveikja á jólatrénu

„Kveikt var á jólaljósum á fallega jólatrénu okkar á Hnappstaðatúni í gær,“ skrifar Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri Skagastrandar á vef sveitarfélagsins nú í morgun. Hún segir mætingu hafa verið góða og að gestir á öllum aldri hafi notið samverunnar. „Elsti bekkurinn á Barnabóli aðstoðaði sveitarstjóra við að kveikja ljósin á trénu og stóðu þau sig með prýði. Sem fyrr reyndist erfitt að bíða eftir niðurtalningunni - spennan var svo mikil!“
Meira

Voru sér til mikils sóma eins og alltaf

Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira

Starfsfólk Húnabyggðar kom saman og efldi tengslin

Starfsmenn Húnabyggðar voru saman á starfsdegi þann 28. nóvember síðastliðinn í félagsheimilinu á Blönduósi. „Hafdís og Eva frá Rata stýrðu okkur í gegnum daginn með allskonar spurningum og æfingum. Við erum hægt og rólega að verða helvíti þétt teymi! Áfram Húnabyggð!“ segir í færslunni. Feykir spurði Pétur Arason sveitarstjóra hvað starsfólk taki sér fyrir hendur á starfsdegi.
Meira