A-Húnavatnssýsla

Stefnt að opnun Norðurstrandarleiðar í júní

Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way verður opnuð í sumar en verkefnið fékk nýlega úthlutað hæsta styrk ársins úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra eða fimm milljónir króna. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins undanfarin ár en hér er um að ræða 800 km leið meðfram strandlengju Norðurlands.
Meira

Leitað eftir þátttakanda í Norðurslóðaverkefni

SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market, sem útfærst gæti á íslensku sem stafræn leið til markaðar. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika og þróa viðskiptamódel sem stuðlar að umhverfisvænum rekstri. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja.
Meira

Kynning á dreifnámi Austur-Húnavatnssýslu

Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar, munu Lee Ann Maginnis, umsjónarmaður dreifnáms í A-Hún, Margrét Helga Hallsdóttir, námsráðgjafi FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu dreifnáms í A- Hún og FNV. Fundurinn fer fram í húsnæði dreifnámsins, Húnabraut 4, Blönduósi. klukkan 17:00.
Meira

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir móttöku flóttafólks

Eftir kynningarfund samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar á fundi sínum í gær að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá Félagsmálaráðuneytinu. Sveitarstjórn lýsti jafnframt áhuga á því að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni. Í fundargerð kemur fram að áætlað er að halda íbúafund á næstunni, þar sem farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því.
Meira

Fjölnet út af einstaklingsmarkaði

Fjölnet hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjónustu til fyrirtækja og mun því hætta þjónustu á einstaklingsmarkaði. Til að tryggja að ekki verði rof á þjónustu hefur verið samið við Símann um að taka við þeirri þjónustu sem Fjölnet hefur verið að veita einstaklingum. Síminn tekur þannig yfir þjónustuna og reikningssambandið.
Meira

Stefnuljós gefin alltof seint

Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.
Meira

Opinn fundur Framsóknar í gær

Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmenn Norðvesturskjördæmis, voru gestir Framsóknarfélags Skagafjarðar í gærkvöldi en boðað hafði verið til opins stjórnmálafundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. Vel var mætt í salinn og sköpuðust fínar umræður um hin ýmsu málefni.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Norðurland vestra í gær

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er nú á ferð um landið undir yfirskriftinni Á réttri leið og sannarlega má segja flokkurinn hafi verið á réttri leið í gær þar sem fundaherferðin hófst á Norðurlandi vestra. Fyrsti fundurinn var haldinn á Laugarbakka í Húnaþingi en seinna um daginn var rennt í Skagafjörðinn og haldinn fundur í Ljósheimum. Þess á milli var komið við á bæjarskrifstofunum á Blönduósi og í Spákonuhofi á Skagaströnd og púlsinn tekinn á atvinnulífi staðanna og bæjarbragnum almennt.
Meira

Ekki tímabært að kjósa um sameiningu í haust

Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 4. febrúar sl. þar sem meðal annars var rætt um stöðu sameiningarferlisins og næstu skref. Niðurstaða fundarins var sú að ekki sé tímabært að kjósa um sameiningu í haust eins og rætt hafði verið áður en þess í stað stefnt að kosningum á síðari hluta kjörtímabilsins. þ.e. á árinu 2020 eða í síðasta lagi 2021. Verði sameining samþykkt muni ný sveitarstjórn taka við eftir almennar sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Þetta kemur fram í fundargerð sameiningarnefndar.
Meira

Könnun á stöðu fjarskiptamála í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV stendur nú fyrir könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á starfssvæði samtakanna. Nefndin var skipuð á haustþingi SSNV í október og hefur það hlutverk að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Á vef SSNV segir að til þess að hægt sé að setja saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum þurfi að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar og greining á þáttum varðandi samgöngu- og innviðamál.
Meira