A-Húnavatnssýsla

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Á WikiPedia stendur að forngrískt heiti hans sé πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.
Meira

Ný röðunarvél komin í gagnið í Nýprenti

Einhverjir hafa sennilega orðið varir við að Sjónhorn og Feykir fóru að berast óheftuð til lesenda frá því síðla vetrar. Ekki kom það til af góðu og ekki heldur voru þetta sparnaðarráðstafanir – röðunarvélin gamla gaf einfaldlega upp öndina eftir 20 ár í bransanum og ný röðunarvél er ekki eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu búð. Sú nýja kom til landsins nú í byrjun mánaðarins og er komin í gagnið í Nýprenti.
Meira

Háholt hýsir sumarbúðir í sumar

Háholt í Skagafirði fyllist af lífi á ný eftir að hafa staðið tómt í nokkur misseri eftir að starfsemi sem þar var unnið með Barnastofu lagðist af. Áætlað er að í sumar verði reknar sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undirrituðu samstarfssamning í Háholti sl. miðvikudag en Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, átti ekki heimangengt og ritar nafn sitt síðar undir plaggið.
Meira

Rekstrartekjur Vilko hækka um 23% milli ára

Aðalfundur Vilko var haldinn föstudaginn 15. maí síðastliðinn. Í frétt á huni.is segir að fram komi í tilkynningu frá félaginu að rekstrartekjur hafi numið 266 milljónum króna árið 2019 og hafi hækkað um 23% milli ára. Rekstargjöld fyrir fjármagnsliði námu 259 milljónum og jukust um 14% milli ára. Minniháttar tap var á rekstri félagsins eða rúmar tvær milljónir króna. Alls greiddi Vilko 90 milljónir í laun og launatengd gjöld á árinu en að jafnaði starfa þar 12-15 starfsmenn.
Meira

Opnir fundir Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir opnum fundum á Norðurlandi vestra nk. miðvikudag, þann 3. júní. Á fundunum munu þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson fara yfir nokkur atriði fyrir komandi mánuði, að því er segir í frétt á vef Markaðsstofu, northiceland.is.
Meira

Hreinsunarátak á Blönduósi næstu daga

Blönduósbær hvetur á heimasíðu sinni íbúa og fyrirtæki til sameiginlegs átaks í hreinsun í sínu nærumhverfi. Næstu tvær vikur býðst eigendum bíla og stærrimálmhluta aðstoð við að færa þá til förgunar, eigendum að kostnaðarlausu.
Meira

Stefnt að stækkun verknámshúss FNV

Áform um fyrirhugaða stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa nú verið kynnt sveitarfélögunum á svæðinu. Samkvæmt teikningum sem lagðar hafa verið fram er um að ræða 1200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna.
Meira

Háskólinn á Hólum með sumarnám í viðburðastjórnun og ferðamálafræði

Sumarið 2020 býður Ferðamáladeild Háskólans á Hólum upp á sumarnám í völdum námsgreinum á sviði viðburðastjórnunar og ferðamálafræði. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld svo áhugasamir ættu að drífa sig í að skrá sig. Öll námskeiðin eru kennd í fjarnámi en staðbundnar lotur geta verið hluti námsins.
Meira

Rekstur skilaði afgangi hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar þann 19. maí sl. voru ársreikningar sveitarsjóðs og stofnana þess fyrir árið 2019 lagðir fram til seinni umræðu. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 22,8 milljónir króna en árið 2018 var hún einnig jákvæð, þá um 16,5 milljónir.
Meira

Sumarstarf námsmanns hjá Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur auglýsir sumarstarf fyrir einn námsmann. Starfið er stutt af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa og snýr það að átaksverkefni við Klaustursstofu við Þingeyrar. Meðal verkefna verður leiðsögn og almenn fræðsla á svæðinu.
Meira