A-Húnavatnssýsla

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við slæmu ferðaveðri

Á Facebook-síðu Lögreglunar á Norðurlandi vestra er fólki bent á að snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur er á flestöllum leiðum á Norðurlandi vestra og fylgir því slæmt skyggni nokkuð víða. Mikilvægt er að kanna veður og færð áður en lagt er af stað í umsæminu. Þá benta þau á að hægt er að fá upplýsingar um veður og færð á umferð.is
Meira

Góð þátttaka í fyrsta móti Skagfirsku mótaraðarinnar

Fyrsta mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið sl. laugardag í Svaðastaðahöllinni á Króknum. Keppt var í B-flokki og boðið var upp á eftirfarandi flokka: 1.flokk (gæðingaflokkur 1), 2.flokk (gæðingaflokkur 2), 3.flokk, Ungmennaflokk, Unglingaflokki og Barnaflokk. Þátttakan var mjög góð og til gamans má geta að Pollaflokkurinn var á sínum stað þar sem yngstu knaparnir fengu að spreyta sig. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins. 
Meira

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit svikin um bát sem styrkja átti sjóbjörgun í firðinum

Rétt í þessu birti stjórn Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar á Facebook-síðu sinni eftirfarandi tilkynningu; "Björgunarsveitin Skagfirðingasveit landaði ákveðnum sigri fyrir rétt um ári síðan þegar félagar fengu styrk frá FISK-Seafood fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak. Við fengum tilboð hjà Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.-
Meira

Dagur leikskólans í dag

Dagur leikskólans er í dag, 6. febrúar, og er hann haldinn hátíðlegur hjá leikskólum landsins eins og vaninn er þennan dag. Veðrið er samt sem áður ekki að leika við okkur hér á Norðurlandi vestra og hefur skólahald t.d. raskast. Á heimasíðu Skagafjarðar segir að áætlað hafi verið að krakkarnir á eldra stigi leikskólans Ársala myndu syngi lög fyrir gesti og gangandi í Skagfirðingabúð kl. 10:15 en því hefur verið frestað vegna veðurs. En ef ég þekki rétt til þá verður eflaust húllumhæ á leikskólanum í staðinn fyrir krakkana. Á yngra stigi verður skólastarfið brotið upp með ýmis konar upplifun og skynjun fyrir börnin.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir tilnefningum

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar segir að sveitarfélagið ætli að veita viðurkenninguna Eldhugi/eldhugar ársins 2023 og óska því eftir tilnefningum frá íbúum. Tilnefna má einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki og verður viðurkenningin veitt á Þorrablóti Kvenfélagsins Einingar í Fellsborg þann 17. febrúar.
Meira

Þriggja rétta hjá Pavel Ermolinski matgæðingi Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2023, voru Pavel Ermolinski og konan hans Ragna Margrét Brynjarsdóttir en á þeim tíma voru þau nýflutt á Sauðárkrók úr Reykjavík. Pavel tók þá við þjálfun á karlaliði Tindastóls í körfubolta og Ragna Margrét starfaði þá sem verkefnastjóri hjá sálfræðideild Háskóla Reykjavíkur. Þau eiga saman tvo drengi, Emil, sem er þriggja ára og Anton sem verður eins árs á þessu ári. „Ég þakka fyrir áskorunina. Ég legg allt undir þegar ég fer í eldhúsið. Skil ekkert eftir á gólfinu, fyrir utan allt ruslið,“ segir Pavel. 
Meira

Tindastóll mætir Álftanesi í VÍS-bikarnum

Dregið var í 4-liða úrslitum í VÍS-bikarnum sl. mánudag en í pottinum voru Tindastólsmenn ásamt Álftanesi, Keflavík og Stjörnunni.
Meira

Fimmtán landanir sl. viku á Norðurlandi vestra

Á tímabilinu frá 28. janúar til 3. febrúar lönduðu þrír bátar/togarar á Króknum tæpum 232 tonnum í sex löndunum. Drangey og Málmey lönduðu báðar yfir 100 tonnum hver og segir á fisk.is að þær hafi báðar verið við veiðar á Sléttugrunni og uppistaða aflans þorskur.
Meira

Kormákur/Hvöt semur við Negue Kante

á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að skrifað hefur verið undir samning við fransk-malíska varnarmanninn Negue Kante, sem væntanlegur er í Húnaþing á vormánuðum. Kante spilar stöðu miðvarðar, er örvfættur og 191 sentímetrar á hæð.
Meira

Meistaraflokkur kvenna sótti tvö stig í Skógarselið um helgina

Sl. laugardagskvöld sótti meistaraflokkur kvenna í Tindastól tvö stig í Skógarsel í Reykjavík þegar þær mættu ÍR-ingum, lokastaðan í leiknum var 56-87.
Meira