130 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur yfir páskahelgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
22.04.2025
kl. 11.42
Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að talsverður erill hafi verið í embættinu yfir páskahátíðina en alls voru skráð rúm 240 mál frá miðnætti á miðvikudag, fram til miðnættis á mánudag. Mikið var um skemmtanahöld sem fóru að mestu vel fram og var fylgst gaumgæfilega með ástandi og réttindum ökumanna.
Meira