A-Húnavatnssýsla

Óskað er eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna 2025

Á vef SSNV kemur fram að Sambandið hefur opnað fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði, s.s. umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapar eða eykur virði í starfsemi hins opinbera.
Meira

Slökkviliðsstjórar landsins sameinuðust á Akureyri

Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) var haldinn á Akureyri helgina 11. – 12. apríl síðastliðinn. Félagið vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða um land allt og er fundurinn mikilvægur vettvangur þar sem slökkviliðsstjórar landsins koma saman til að ræða málefni brunavarna, áskoranir í starfi slökkviliða og miðla reynslu sinni á því sviði. Undirritaður var samstarfssamningur um áframhaldandi þróun og rekstur Brunavarðar. Nýr samstarfshópur stofnaður um uppbyggingu æfingasvæða fyrir slökkvilið landsins og HMS kynnti tvær nýjar leiðbeiningar um heimildir slökkviliða til eftirlits og aðgangs að húsnæði og hins vegar beitingu stjórnvaldssekta
Meira

Húnvetningum spáð falli en eru hvergi bangnir

„Við erum langminnsta félagið í deildinni. Við erum með svo margar áskoranir sem við verðum að sigrast á. Hópurinn á svo stuttan tíma saman á undirbúningstímabilinu í samanburði við hin liðin. Svona er þetta bara og við tökum áskoruninni af alefli," segir Dominic Furness í spjalli við Fótbolta.net en miðillinn spáir liði Kormáks Hvatar neðsta sætinu í 2. deild á komandi keppnistímabiii sem hefst nú í vikulokin en lið Húnvetninga spilar við KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn.
Meira

SSNV krefur stjórnvöld um að hraða uppbygginu vega í landshlutanum

Á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem haldið var á Sauðárkróki 9. apríl voru ýmsar ályktanir samþykktar. Þar á meðal ein er varðar vegasamgöngur í landshlutanum en í henni er þess krafist að stjórnvöld hraði uppbyggingu vega á Norðurlandi vestra og tryggi að stofn- og tengivegir í landshlutanum verði færðir upp í forgang í samgönguáætlun ríkisins, með skýrri framkvæmdaáætlun og tryggu fjármagni.
Meira

Þungur hnífur á Sauðárkróksvelli

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki síst við í sportinu. Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í dag og allt stefndi í stórgóðan sigur Stóalstúlkna þegar allt fór í skrúfuna. Það þýðir oft lítið að nöldra undan óheppni í íþróttum en lið Tindastóls var annan leikinn í röð aðeins mínútum frá góðum úrslitum. Garðbæingar rændu stigunum í blálokin með tveimur mörkum, unnu heimastúlkur 1-2.
Meira

Tindastóll og Stjarnan mætast í dag

Besta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.
Meira

Íslensk kjötsúpa í boði

Guðjón Þór Hjálmarsson býr á Blönduósi, nánar tiltekið á Hlíðarbrautinni, verður fermdur þann 26. apríl í Blönduóskirkju af sr. Eddu Hlíf Hlífarsdóttur. Foreldrar Guðjóns eru þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard.
Meira

„Einstakt tækifæri til að efla háskólastarf á landsbyggðinni“

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Í frétt á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að samstæðan taki formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands.
Meira

Fögnum vori, sumri og sól

Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði tekur á móti Freyjukórnum í Borgarfirði á morgun laugardag 26.apríl og saman ætla kórarnir að halda saman tónleika í Miðgarði, kl.16:00
Meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Meira