A-Húnavatnssýsla

Jólablakmót á Blönduósi milli jóla og nýárs

Á huni.is segir að í vetur hefur verið mikið um að vera í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem fjölmennur hópur fólks hittist tvisvar í viku og spili blak sér til skemmtunar. Má jafnvel tala um að hér sé um hreint „blakæði“ að ræða. Í kjölfar þessa mikla blakáhuga ákváðu þau Ólafur Sigfús Benediktsson og Jóhanna Björk Auðunsdóttir, íþróttakennarar við Húnaskóla, að blása til blakmóts sem haldið var á milli jóla og nýárs; “Jólablakmót meistaranna 2024”.
Meira

Opnunartími hjá flugeldasölum fyrir þrettándann í Skagafirði

Þeir sem misstu sig í gleðinni á gamláskvöld og skutu upp öllum birgðunum og gleymdu að taka smá til hliðar til að skjóta upp á þrettándanum þurfa ekki að örvænta. Það verður nefnilega opið hjá Skagfirðingasveit á Króknum mánudaginn 6. janúar frá kl. 14-18 og hjá Grettismönnum á Hofsósi sunnudaginn 5. janúar frá kl. 16-20. 
Meira

Hvað á að gera við flugeldaruslið?

Það var einstaklega fallegt veður á gamláskvöld, bæði til að fara að brennunum og til að skjóta upp flugelda, og var greinilegt að fáir létu klundann á sig fá. Sveitarfélagið fær í ár fyrsta hrós ársins en ástæðan er sú að það hefur komið fyrir gámum sem er ætlað undir flugeldarusli á hinum ýmsu stöðum í firðinum. Á Sauðárkróki er gámurinn staðsettur við húsakynni Skagfirðingasveitar við Borgarröst 1. Á Hofsósi er hann staðsettur rétt hjá húsakynnum Björgunarsveitarinnar að Skólagötu og í Varmahlíð er hann staðsettur við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Meira

Gleðilegt nýtt ár !

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, svo ég vitni í sálminn hans séra Valdimars Briem sem ómar í viðtækjum landsmanna þegar árið líður undir lok. 
Meira

Byrjaði í orgelnámi síðasta haust

Friðrik Þór Jónsson í Skriðu í Blönduhlíð gerir upp árið með okkur hjá Feykir. Friðrik býr með Sigríði Skarphéðinsdóttur og eiga þau dæturnar Silju Rún og Sunnu Sif.
Meira

Róbert Daníel með stórkostlegar myndir af borgarísjakanum við Blönduós

Eftir leiðindarveðrið sem búið er að herja á okkur hér á Norðurlandi vestra yfir jólahátíðina kom í ljós í gær að eitt stykki borgarísjaki læddist inn Húnafjörðinn og var staðsettur um fjóra kílómetra fyrir utan Blönduós. Vinur okkar hann Róbert Daníel Jónsson var ekki lengi að taka upp myndavélina og festa á filmu nokkrar fallegar myndir og myndband sem var birt á öllum helstu fréttamiðlum landsins í gær.
Meira

„Þetta er algerlega galið“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna.
Meira

Rabb-a-babb: Karen Helga

Karen Helga R Steinsdóttir er fædd 1995 gift Jóni Helga Sigurgeirssyni og saman eiga þau þrjá drengi þá Sigurstein Finn sex ára, Þorstein Helga fimm ára og Jóhann Liljar eins árs. Fjölskyldan býr í Víkum á Skaga. Karen er fædd og uppalin á Hrauni á Skaga, dóttir Merete Rabølle og Steins Leós Rögnvaldssonar og bjó þar að mestu þangað til fjölskylda flutti í Víkur 2017. Þar reka þau sauðfjárbú og svo hefur hún unnið á Hjallastefnuleikskólanum Bjarnabóli á Skagaströnd síðan 2020 sem hún segir algjöran draum í dós.
Meira

Karlakórinn Heimir frestar söng um sólarhring

Veðrið skall á með látum eins og varla hefur farið framhjá nokkrum sem í Skagafirði og nærsveitum eru. Karlakórinn Heimir ætlaði að hefja upp raust sína í Miðgarði í kvöld 28. desember klukkan 20:00 og uppselt var á tónleikana en nú er orðið ljóst að fresta þarf tónleikunum vegna veðurs.
Meira

Jólabarnaball í sal FNV í dag kl. 17:00

Hið árlega Jólabarnaball verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 27. des. kl. 17:00. Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir. Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð og svo mæta að sjálfsögðu jólasveinarnir með glaðning handa krökkunum ... Hóhó!
Meira