A-Húnavatnssýsla

Sóttvarnarreglum breytt í dag

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um fjölda­tak­mark­an­ir ­tekur gildi í dag og er henni ætlað að gilda næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar. Stærstu breytingarnar eru þær að sam­komutak­mörk verða rýmkuð í 20 manns, heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum verður heim­ilt að halda skipu­lagða hóp­tíma með ströng skil­yrðum en skemmtistöðum, krám og spila­söl­um verður enn gert að hafa lokað.
Meira

Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hafinn

Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hófst síðastliðinn mánudag, 11. janúar, með þátttöku tíu fyrirtækja af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Hraðallinn er unninn í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Senza og Vestfjarðarstofu og standa vinnustofur yfir þessa viku. Markmið hraðalsins er að aðstoða fyrirtæki að vinna fjárfestakynningar, skrifa styrkumsóknir, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Fyrirtækin halda svo áfram í reglulegri eftirfylgni með atvinnuráðgjafa samtakanna næstu mánuðina.
Meira

Hlutabótaleiðin framlengd

Hlutabótaleiðin, eða réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, hefur verið framlengd og gildir nú til og með 31. maí 2021. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar geta einstaklingar sem verið hafa í fullu starfi farið niður í allt að 50 prósenta starfshlutfall og átt rétt á atvinnuleysisbótum samhliða því starfshlutfalli.
Meira

Hæfnihringir fyrir konur í atvinnurekstri á landsbyggðinni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Austurbrú, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofa bjóða konum í atvinnurekstri á landsbyggðinni upp á svokallaða Hæfnihringi, fræðslu og stuðning sem stýrt er af leiðbeinendum í gegnum netforritið Zoom.
Meira

Vísindi og grautur - Félagsfjarlægð og hlunnindi ferðaþjónustu

Þriðja erindi vetrarins í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir verður haldið miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi. Þar mun Edward Hübens, prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen í Hollandi fjalla um framtíð ferðaþjónustu eftir heimsfaraldur og velta upp mögulegum sviðsmyndum af eftirköstum aðgerða til að stemma stigu við honum. Edward mun sérstaklega ræða hvernig ferðalög fólks geta skapað gagnkvæman skilning, stuðlað að friði og hnattrænu samlífi og hvernig áherslan á félagslega fjarlægð í faraldrinum getur haft áhrif á þessa kosti ferðamennsku.
Meira

Með prjónana í höndunum frá 18 ára aldri

Særún Ægisdóttir er hárgreiðslu- og hannyrðakona ásamt því að stunda búskap ásamt manni sínum á bænum Haga í Húnavatnshreppi. Hún sagði okkur lítillega frá handverkinu sínu í Hvað ertu með á prjónunum? í 26. tölublaði Feykis árið 2018. Prjónaskapur er hennar uppáhalds handverk þó hún hafi reyndar prófað margar tegundir handavinnu um dagana. Særún segir að barnateppin sem hún hefur prjónað handa systkinabörnunum séu hennar uppáhaldsverk enda virkilega falleg eins og sjá má á einni af meðfylgjandi myndum.
Meira

Rækjur í forrétt, kjúklingaréttur og Marskaka í eftirrétt

Matgæðingar 33. tölublaðs Feykis árið 2018 voru þau Anna Birgisdóttir og Elvar Hólm Hjartarson á Sauðárkróki. Anna segir að Elvar sé ekki gefinn fyrir að elda en verji frekar tíma í hestamennsku sem dæturnar stunda með honum. Sjálf segist hún hafa gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og er m.a. í matarklúbbi sem hefur fengið að prófa réttinn sem hún gefur okkur uppskriftina að og vakti hann góða lukku. „Ekki er Marskakan síðri, hún er sælgæti,“ segir Anna.
Meira

Telur rétt að taka við húsunum

Oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, Halldór G. Ólafsson, telur rétt að taka við nokkrum eignum FISK Seafood á Skagaströnd þótt þær séu ekki í sem bestu ásigkomulagi og gera úr þeim tækifæri. Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK, sagði frá fyrirhuguðum fjárfestingum og breytingum á húsakosti í opnu bréfi til samstarfsfólks á fyrstu dögum nýs árs, meðal annars þess að framundan væri að afhenda Skagastrendingum án endurgjalds stjórnsýsluhús og hús sem áður hýstu rækjuverksmiðju og síldarverksmiðju.
Meira

Smá ferðasaga mótorhjólaáhugamanns - Áskorandi Guðmundur Paul Scheel Jónsson Blönduósi

Það var fyrir tveimur árum að það skaut upp í huga mér að líklegast myndi alvöru mótorhjól henta mér betur en rafskutlan sem ég keypti ári áður. Rafskutlan er ekki gerð fyrir meiri þunga en 120 kg og mældist ég langt þar fyrir ofan og þar sem ég á ekki bíl og hef lítinn áhuga á slíku farartæki bættist þyngd innkaupa við yfirþyngdina sem hjólinu var ætlað að bera.
Meira

Dalalíf ómetanleg heimild um líf fólks á liðnum tíma

Helga Bjarnadóttir, skólastjóri á eftirlaunum, svarað spurningum Bók-haldsins í 37. tölublaði Feykis árið 2019. Helga segist ekki hafa lesið mikið sem barn, og í raun ekki fyrr en á seinni árum, en ljóðabækur sem hún eignaðist sjö ára gömul hafa fylgt henni alla tíð.
Meira