A-Húnavatnssýsla

Ástandið í umdæminu almennt gott

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina

Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Hópur fólks stóð vaktina á Mannamótum

Það var vaskur hópur ferðaþjóna frá 18 fyrirtækjum af Norðurlandi vestra, sem stóð vaktina á Mannamótum landshlutana í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku. Mannamót er ferðakaupstefna, vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni að koma saman og kynna vörur sínar og vöruframboð fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Feykir heyrði í Freyju Rut Emilsdóttur framkvæmdastjóra 1238: The Battle Of Iceland á Sauðárkróki sem var einmitt stödd á Mannamótum.
Meira

73 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í september eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2024, með umsóknarfresti til 1. nóvember. Í frétt á vef SSNV segir að alls hafi borist 103 umsóknir þar sem óskað var eftir 221 milljón króna, en til úthlutunar úr sjóðnum fyrir 2024 voru rúmar 79 milljónir króna.
Meira

Örn og Hildur taka við rekstri Hótel Blönduóss

Hótel Blönduós var opnað að nýju eftir gagngerar breytingar síðastliðið vor. InfoCapital ehf., fjárfestingafélag í eigu Reynis Grétarssonar og viðskiptafélaga, hefur frá haustinu 2022 staðið að uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi. Nú þegar sér fyrir endann á framkvæmdunum hefur verið ákveðið að eigendur og rekstraraðilar Hótels Laugarbakka taki að sér rekstur Hótels Blönduóss og annarra eigna sem eru hluti af verkefninu.
Meira

Háskólasamstæða fýsilegasti kosturinn

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að undanfarna mánuði hafi stýrihópur, skipaður fulltrúum Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum, unnið að því að meta fýsilega kosti um aukið samstarf eða sameiningu háskólanna tveggja. Fram kemur að í því skyni hafi fjórar mögulegar útfærslur verið greindar varðandi aukið samstarf eða sameiningu: Aukið formlegt samstarf, óbreytt samstarf, sameining að fullu og ný háskólasamstæða.
Meira

Fulltrúar Byggðastofnunar kynna starfsemina

Fulltrúar Byggðastofnunar litu við í Ráðhúsinu á Hvammstanga sl. miðvikudagsmorgunn. Þar voru á ferðinni þau Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs. Í frétt á síðu Húnaþings vestra kemur fram að þau hafi kynnt umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar en stefna hennar er blómleg byggð um land allt.
Meira

Grindvíkingar í hugum okkar allra

Forsíðufrétt Feykis er kannski ekki að koma inn alveg á réttum degi, svona í ljósi heimsóknar Grindvíkinga til  okkar í Síkið í gærkvöld, þar sem þeir komu og  unnu leikinn. Fyrirsögnin er dagsönn, en kannski akkúrat í dag halda margir að hér sé um að ræða skrif um leikinn en það er ekki svo. Mikið áfall dundi yfir Grindvíkinga að morgni sunnudags þegar gos hófst að nýju og var það ein versta sviðsmynd vísindamanna sem rættist þegar sprunga opnaðist í beinni útsendingu um hádegi rétt við bæjarmörkin og hraunið fór að renna inn í bæinn. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum í þessari hræðilegu óvissu sem nú ríkir. Ljóst er að þegar þetta er skrifað rennur hraun ekki að svo stöddu inn í bæinn en framhaldið er óljóst. Vísindamenn segja að kvikugangur sé undir bænum og vísbendingar um að ný gosop geti opnast. Áfram mælist gliðnun innanbæjar í Grindavík svo ljóst er að ástandið er slæmt. Óvissa Grindavíkur og Grindvíkinga algjör. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna eldgossins við Grindavík. Afrakstur hennar verður nýttur til að styðja Grindvíkinga fjárhagslega.
Meira

Skráning fyrir vorönn í Dansskóla MenHúnVest

Nú er skráning hafin í Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra fyrir vorönn 2024. Dansskólinn var stofnaður í haust og fékk vægast sagt góðar undirtektir og á þessari önn verður ekki einungis kennt á Hammstanga heldur líka á Blönduósi. Skólinn hefur göngu sína 26. febrúar næstkomandi og verður kennt í 10 skipti, eða til og með 7. maí. 
Meira