A-Húnavatnssýsla

Textílsýningu lokið

27. júní síðastliðinn héldu 16 nemendur, við Concordia háskóla í Montreal sem hafa verið í vettvangsnámi, sýningu á því sem þeir hafa afrekað í Iceland Field School sem er þverfaglegt, einingabært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia háskólanum í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Úrslit opna Fiskmarkaðsmótsins á Skagaströnd

Tilkynning frá Golfklúbbi Skagastrandar
Meira

HSN Blönduósi glímir við Covid

Fram kemur á huni.is að aukin Covid smit séu á sjúkradeild HSN Blönduósi og að deildin verði þar af leiðandi með lokað fyrir heimsóknir næstu viku. Einnig er mælst til að halda heimsóknum í lágmarki á öðrum deildum stofnunarinnar.
Meira

Nýr hjólastóll gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur

Nú nýverið færðu Hollvinasamtök HSB Heilbrigðisstofnunninni á Blönduósi nýjan hjólastól. Stóllinn er gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur, en hún starfaði við stofnunina í hartnær 50 ár.
Meira

Auglýst eftir tillögum um byggðamerki

Húnabyggð auglýsti í Fréttablaðinu um helgina eftir tillögum um nýtt byggðamerki og skal það hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru svæðisins, sögu og ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, og er þá vísað til reglugerðar um byggðarmerki. Tillögum skal skilað í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á A4. Jafnframt skal fylgja lýsing á merkingu og meginhugmyndum.
Meira

Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik

147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira

Textílsýning í húsnæði Kvennaskólans

16 Nemendur við Concordia háskóla í Montreal sem hafa verið í vettvangsnámi í Textílmiðstöðinni undanfarin mánuð við Iceland Field School sem er þverfaglegt, einingarbært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia Háskólanum í Montreal, Kanada í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands, , eins og kom fram í fétt hér á Feyki.is fyrr í mánuðinum, munu halda sýningu í húsnæði kvennaskólans mánudaginn 27. júní frá klukkan 17 til 19.
Meira

Reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum kynnt á Samráðsgátt

Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok maí. Hópurinn var skipaður í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum.
Meira

Uppfærðar sóttvarnarreglur hjá HSN 23. júní 2022

Grímuskylda er hjá skjólstæðingum með einkenni öndunarfærasýkinga eða grun um Covid. Hvetjum eldri skjólstæðinga og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að bera grímu við komu á heilsugæslu.
Meira

Fjöll gránuðu í nótt á Norðurlandi

Ekki fylgja hlýindi björtustu dögum ársins á Norðurlandi en svo vildi til að í fjöll snjóaði í nótt, a.m.k. í Skagafirði. Áframhaldandi kuldi er í kortunum framundan og væta af og til en upp úr helgi má búast við að úr rætist með hita yfir tíu stigunum.
Meira