A-Húnavatnssýsla

Taktu þátt í könnun um LOFTBRÚ

Verkefninu LOFTBRÚ var hleypt af stokkunum síðla árs 2020 en í gegnum það öðlast íbúar dreifbýlisins á skilgreindum svæðum 40% afslátt fyrir sex flugleggi (þrjár ferðir fram og til baka) á ári. Í frétt á vef SSNV segir að þar sem ekki hafiverið reglubundið flug til Sauðárkróks í nokkurn tíma hafa íbúar Norðurlands vestra kannski ekki verið mjög meðvitaðir um að viss hluti svæðisins, póstnúmer 540 til 570, fellur undir skilgreinda fjarlægð frá höfuðborginni, sem gefur rétt til þess að nýta sér afsláttarkjör Loftbrúarinnar.
Meira

Hvatt til friðar með myndun friðartáknsins á Skagaströnd

Á morgun, fimmtudaginn 3. mars, hvetur Gleðibankinn íbúa Skagastrandar, og væntanlega alla sem áhuga hafa, til að safnast saman á íþróttavellinum kl. 12:00 til að mynda manngert friðarmerki. Þegar það hefur verið gert verður tekið myndband með dróna, laginu Imagine eftir John Lennon bætt við myndbandið og það síðan sett á Alheimsvefinn og sent til íslenskra fjölmiðla.
Meira

Litaregn á öskudegi

Það voru kannski óvenju fáar heimsóknir í Nýprent og Feyki þennan öskudaginn enda sjálfsagt óvenju margir að basla með Covid og aðra kvilla þessa fyrstu daga eftir tilslakanir. Það voru þó nokkrir kátir krakkahópar sem litu við, flestir í skrautlegri kantinum, og þáðu pínu nammi fyrir söng. Inn poppaði brúðarmær, pizzasneið, ruslapokar, jólasveinar, bófar og beinagrindur, fáeinir hundar, prinsessur, Harry Potter og nokkrar kökusneiðar með logandi kertum svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Mottumars hefst í dag

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hefst í dag 1. mars. „Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár minnum við karlmenn sérstaklega á að kynna sér hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við þau einkenni,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Meira

Öll orka Blönduvirkjunar tapast á ári hverju!

Um langt árabil hefur það verið baráttumál sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að orka sem framleidd er í Blönduvirkjun nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar heima í héraði. Alþingi veitti því sjónarmiði heimamanna viðurkenningu með samþykkt þingsályktunar um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar árið 2014.
Meira

Ófærð og óveður

Gular viðvaranir eru nú í gildi vegna hvassviðris og hríðar á Faxaflóa og á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Í athugasemd veðurfræðings á Vedur.is segir að mikil lausamjöll sé víða um land og þarf lítinn vind til að skafrenningur valdi vandræðum á vegum víða um land.
Meira

Græðir oft gotterí frá litla vini sínum

Þau Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir og Hafþór Smári Gylfason, sem búa á Steinsstöðum í Skagafirði ásamt syni sínum, Steinþóri Sölva, eiga mjög fallegan hund af tegundinni Vorsteh eða þýski bendirinn. Hann ber nafnið Zeldu BST Breki og er tegundin snögghærð, greind, vinaleg og nærgætin, mjög húsbóndaholl og mikið fyrir börn sem gerir hundinn einstaklega góðan félaga. Hann er mjög háður og tryggur húsbónda sínum en getur verið hlédrægur og feiminn við ókunnuga en er mjög auðveldur í þjálfun.
Meira

Seljum mjög mikið af grillinu, segir vertinn í Víðigerði

Feykir sagði frá því fyrir stuttu að útidyrahurðin á North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra hefði sprungið upp í óveðri 7. febrúar sl. og veitingasalurinn fyllst af snjó. Til stóð að opna veitingastaðinn síðdegis sama dag eftir nokkurra vikna lokun en að vel heppnuðum hreinsunarstörfum loknum náðist að það daginn eftir.
Meira

Ungversk gúllassúpa og ís með kantalópu og súkkulaðisósu

Matgæðingar í tbl 22, 2021, voru Júlía Pálmadóttir Sighvats og eiginmaður hennar, Óskar Friðrik Sigmarsson. Þau fengu áskorun frá Birgittu, móður Júlíu, en þau hjónakorn búa í Breiðholti í Reykjavík. Júlía er uppalin á Sauðárkróki og finnst þeim alltaf jafn gott að komast í „sveitina“ með börnin til að hitta afa og ömmu.
Meira

Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er næsti formaður KSÍ en kosið var milli hennar og Sævars Péturssonar á 76. ársþingi sambandsins sem fram fór í dag. Vanda fékk 105 atkvæði en Sævar 44. Vanda tók við formennsku hjá KSÍ á haustdögum 2021 á mjög erfiðum tímamótum hjá sambandinu eftir að fyrrum formaður og stjórn sagði af sér, eins og flestir þekkja.
Meira