A-Húnavatnssýsla

Þórhalla ráðin skólastjóri í Húnabyggð

Þórhalla Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri grunnskóla Húnabyggðar. Þórhalla var áður skólastjóri Blönduskóla en var sagt upp, líkt og öðrum stjórnendum grunn- og leikskóla í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna.
Meira

Bjúgu og fiskibollur :: Leiðari Feykis

Svo segir í frétt á RÚV fyrir helgi að viðbúið sé að fólk fari að leita í ódýrari matvöru, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós, vegna hækkandi verðbólgu en verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt við enn frekari verðhækkunum. Þetta eru einhver svakalegustu tíðindi sem ég hef heyrt í langan tíma.
Meira

Stjórn SSNV skorar á stjórnvöld að bregðast við slæmri stöðu sauðfjárræktar í landshlutanum

Á heimasíðu SSNV er birt ítarleg bókun stjórnar samtakanna um alvarlega stöðu sauðfjárræktar í landshlutanum en nýverið kom út skýrsla um stöðu greinarinnar á Íslandi sem Byggðastofnun vann fyrir innviðaráðuneytið. Í henni er dregin upp afar dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjárræktar á Íslandi, segir í færslu SSNV.
Meira

Tólf knapar af Norðurlandi vestra með keppnisrétt íþróttahluta Landsmóts :: Uppfært

Á heimasíðu Landsambands hestamanna hefur stöðulistar verið birtir fyrir þá sem unnið hafa sér rétt til að taka þátt í íþróttahluta Landsmóts 2022 sem fram fer á Hellu dagana 3. - 10. júlí en nú mun í fyrsta skipti boðið upp á íþróttakeppnisgreinar á landsmóti, til viðbótar Tölti T1. Tíu knapa af Norðurlandi vestra má finna á listunum og er kvenfólkið mest áberandi.
Meira

Grunnskóli Bolungarvíkur bar sigur úr býtum í landskeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar 2022

Í lok maí fór fram Landskeppni MAKEathons, nýsköpunarkeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Þar kepptu skólarnir þrír, Nesskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Árskóli, til úrslita. Hver skóli sendi inn myndband þar sem þeir útskýrðu sínar lausnir á umhverfisáskorunum í sinni heimabyggð.
Meira

Þingfundir vetrarins urðu 94 og stóðu í rúma 550 tíma

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað sl. fimmtudag en þá hafði þingið verið að störfum frá 23. nóvember til 28. desember á seinasta ári og frá 17. janúar til 16. júní. Hér fyrir neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um löggjafarþingið sem sendar voru fjölmiðlum í morgun frá skrifstofu Alþingis.
Meira

Vígslubiskup á Hólum

Hólar í Hjaltadal er okkur Norðlendingum helgur staður að fornu og nýju. Kirkju og skólasagan, náttúran og veðursældin hafa markað umgjörð sem lætur þá ekki ósnortna sem annaðhvort hafa búið þar eða kynnt sér til hlítar hve djúpt rætur menningar og þekkingar liggja á Hólum. Og enn er sáð til þeirrar uppskeru.
Meira

17. júní í sameinaðri Húnabyggð

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitið. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins.
Meira

Eyfirðingar reyndust sterkari þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar heimsótti Dalvík í gær þar sem sameinaðir Húnvetningar mættu sameinuðum Árskógsstrendingum og Dalvíkingum. Heimamenn hafa farið vel af stað í 3. deildinni og tróna á toppnum eftirsótta. Þeir slógu ekkert af í gærkvöldi og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 4-2 og sendu Kormák/Hvöt niður í fallsæti.
Meira

Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna.
Meira