A-Húnavatnssýsla

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði fylgt þrátt fyrir aflaskerðingu

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2022/2023 þar sem hæst ber áframhaldandi samdráttur í ráðlögðum þorskafla, að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 208.846 tonn sem hefur hann ekki verið svo rýr í áratug eða frá 2012/2013 en þá var ráðlagt að veiða ekki meira en 196  þúsund tonn.
Meira

„Auðlindin okkar“ tekin til starfa

Hafin er vinna fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem matvælaráðherra skipaði til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Meira

Vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu

Spretthópur sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun.
Meira

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

LH–félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Meira

Forsendur sauðfjárbúskapar á Íslandi við það að bresta

Í nýrri samantekt Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og ráðherra byggðamála, kemur fram að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki er útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum og að óbreyttum tekjum eru forsendur sauðfjárbúskapar brostnar.
Meira

Tveir í kjöri til vígslubiskups í Hólaumdæmi

Í lok maí greindi Feykir frá því að tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk og 25 einstaklingar fengu tilnefningu og að Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar.
Meira

Kormákur/Hvöt tapa fyrir Víði

Kormákur/Hvöt tapaði 5-1 fyrir Víði á Nesfisk-vellinum í dag.
Meira

Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli

Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.
Meira

Formannaskipti í kvenfélaginu Heklu í Skagabyggð

Aðalfundur kvenfélagsins Heklu var haldinn í Skagabúð 7. júní s.l. Á fundinum fóru fram formannaskipti en þá lét Árný Margrét Hjaltadóttir á Steinnýjarstöðum af störfum sem formaður en því embætti hafði hún gegnt síðustu 37 ár.
Meira

Sveitarstjórn Húnabyggðar fundaði í fyrsta sinn

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Húnabyggðar var haldinn í Dalsmynni í gær. Á honum var skipað í nefndir og ráð og helstu embætti. Guðmundur Haukur Jakobsson var kjörinn forseti sveitarstjórnar og Grímur Rúnar Lárusson varaforseti.
Meira