A-Húnavatnssýsla

Mikið um dýrðir á Skúnaskralli

Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall sem haldin er í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra stendur nú yfir en ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir prýða dagskrá hátíðarinnar. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
Meira

Hvað viltu að sveitarfélagið þitt heiti? Húnabyggð eða Hegranesþing?

Húnvetningar og Skagfirðingar hafa ákveðið hvaða heiti verði lögð fyrir íbúa í ráðgefandi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum. Nýjar sveitarstjórnir taka ákvörðun um heiti í upphafi nýs kjörtímabils.
Meira

Jæja ...

Nú er farinn í hönd sá tími þegar lausagöngukettir byrja að tína upp unga smáfuglanna, nýkomna úr hreiðri, eða drepa foreldrin, sem í mörgum tilvikum eru nýlega komin um langan veg yfir hafið frá vetrarstöðvunum til að auka kyn sitt.
Meira

Búist við brjáluðu stuði og geggjaðri stemmingu á menningarkvöldi NFNV

Menningarkvöld NFNV verður haldið þann 7. maí næstkomandi, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í boði verða tónlistaratriði, Bodypaint, dragkeppni og margt, margt fleira. „Brjálað stuð og geggjuð stemming!“ segir á Facebook-síðu nemendafélagsins.
Meira

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir ferðavagna, fornbíla og bifhjól

Á heimasíðu Samgöngustofu er vakin athygli á reglugerðarbreytingu þar sem skoðun ökutækja í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum hefur fengið nýjan skoðunarmánuð.
Meira

Opnun kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna og óháðra

Fimmtudaginn 28. apríl s.l. opnuðu Sjálfstæðismenn og óháðir á Blönduósi og í Húnavatnshreppi kosningaskrifstofu sína í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Mínar bestu stundir með prjónana í höndunum og Storytell í eyrunum

„Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki, á Skagfirðingabrautinni þar sem ég bý enn,“ segir Kristbjörg Kemp sem segir frá því hvað hún er með á prjónunum þessa dagana. „Ég gekk í barna- og gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og síðan í fjölbraut á Króknum. Ég lauk BA prófi í ensku frá HÍ, kláraði kennsluréttindanám frá sama skóla og lauk að lokum meistaranámi frá HÍ þar sem áhersla var lögð á áhættuhegðun ungmenna og forvarnir. Ég vinn í Árskóla og er deildarstjóri á unglingastigi. Maðurinn minn heitir Guðni Kristjánsson og hann kemur frá Siglufirði. Við eigum þrjú börn, Rakel, Kristján Rögnvald og Matthildi, þrjú tengdabörn þau Maríu Önnu, Nandiu og Bjarna Pál. Barnabörnin okkar eru Stefán Þór (10 ára), Davíð Örn (6 ára) og Guðni Freyr (1 árs). Labrador hundurinn Garpur setur svo sinn svip á heimilislífið á Skagfirðingabrautinni.“
Meira

Ásta Bryndís Sveinsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hún í dag

Í dag klukkan 14 opnar listamaðurinn Ásta Bryndís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum málverkasýningu í Gallerí HÚN í Húnabúð á Blönduósi. Ásta Bryndís verður á staðnum ásamt fjallhressum systrum sínum sem mættar eru af þessu tilefni, segir á Facebooksíðu Húnabúðarinnar. Boðið verður upp á vöfflur með rjóma af þessu tilefni.
Meira

Allt undir í Síkinu í kvöld

Það þarf eflaust ekki að minna nokkurn á það að Tindastóll og Njarðvík mætast í Síkinu í kvöld í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Feykir spáir því að það verði barist frá fyrstu til síðustu sekúndu enda er allt undir; Tindastóll leiðir einvígið 2-1 og vilja pottþétt tryggja sér farseðilinn í úrslitarimmu gegn liði Vals á heimavelli í kvöld á meðan gestirnir úr Njarðvík verða að vinna leikinn til að halda draumnum sínum á lífi og tryggja sér oddaleik í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Meira