A-Húnavatnssýsla

Slakað á reglum um sóttkví

Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns er ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát samkvæmt þeim breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát.
Meira

Hafrún Friðriksdóttir hlaut FKA viðurkenninguna

Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að þessu sinni fór hátíðin fram á öldum ljósvakans þar sem verðlaunaafhendingin var sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir helgi. Að vanda voru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd og er ein þeirra úr Svartárdalnum í Húnavatnshreppi.
Meira

Riða greindist í skimunarsýni frá Sporði í Húnaþingi vestra

Matvælastofnun greinir frá því á heimasíðu sinni að fyrir skömmu hafi borist tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt m.t.t. riðu frá bænum Sporði í Línakradal i Húnaþingi vestra. Sauðfjárbúskapur var aflagður á bænum í haust og því aðeins um þrif og sótthreinsun að ræða hvað aðgerðir viðkemur vegna riðuvarna.
Meira

Myrkrið lýst upp á Skagaströnd

Í niðamyrkri janúarkvölda stóðu listamenn á vegum Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd fyrir einstökum viðburði, Light Up! Skagaströnd, þar sem byggingar og ýmislegt fleira á Skagaströnd var baðað í ljósum og listaverkum. Kveikt var á ljósunum frá sex að kvöldi til hálf tíu sunnudag og mánudag en hnika þurfti áður auglýstum dagsetningum til vegna hvassviðris sl. laugardag.
Meira

Vestan hvassviðri eða stormur og hríð

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag, gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi og svo appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Austfirði og Suðausturland.
Meira

Kennsla hófst í dag í nýrri list- og verkgreinaálmu Blönduskóla

„Við erum alveg að springa úr spenningi. Framkvæmdum er alveg að ljúka. Þetta er alveg að hafast,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Blönduskóla á Blönduósi á laugardaginn en vonir stóðu til þess að kennsla hæfist í nýju list- og verkgreinaálmunni í dag og það gekk að sjálfsögðu eftir.
Meira

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira

G-vítamín á þorra

Á fyrsta degi þorra, sl. föstudag, fór í loftið Geðræktardagatal Geðhjálpar þar sem hægt er að fá G-vítamín á þorranum sem hjálpar til að rækta og vernda geðheilsu okkar. Allur ágóði rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis (www.gedsjodur.is) en jafnframt er dagatalið happdrættismiði og glæsilegir vinningar í boði.
Meira

Eyrún Ýr Pálsdóttir ný inn í landsliðshóp LH og Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Hann útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Þá var Eyrún Ýr Pálsdóttir, frá Flugumýri í skagafirði, valin ný inn í landliðið.
Meira

Ófærð á heiðum og óveður á Norðurlandi vestra

Enn er bálhvasst víðast hvar á Norðurlandi vestra, vindur yfirleitt þetta 15-20 m/sek og hiti um frostmark. Nú um þrjúleytið voru Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokuð vegna veður enda suðvestan 27 metrar á þeirri síðarnefndu og ekkert ferðaveður.
Meira