Lið FNV aftur úr leik í Gettu betur – eða þannig
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.01.2022
kl. 08.34
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hélt áfram á öldum ljósvakans í gærkvöldi og þrátt fyrir tap í fyrstu umferð fékk keppnislið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra annað tækifæri í gærkvöldi þar sem liðið komst áfram sem stigahæsta tapliðið eftir fína frammistöðu gegn öflugu liði Tækniskólans. Andstæðingurinn í gær var sprækt lið Fjölbrautaskóla Vesturlands og í húfi var sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Meira