A-Húnavatnssýsla

Myndarlegur borgarísjaki 20 sjómílur norður af Selskeri

Á vef Landhelgisgæslunnar segir frá því að varðskipið Þór hafi nú á mánudaginn siglt fram á myndarlegan borgarísjaka um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfn Þórs áætlar að ísjakinn sé um 250 metrar á lengd, 260 metrar á breidd og 15 metra hár. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.
Meira

Fjölbreytni í sveitarstjórnum

Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitarstjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu, og þau eru grundvallareining í stjórnskipan landsins. Stjórnsýsla þeirra er mikilvæg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í nærsamfélagi íbúa landsins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórnin endurspegli sem best íbúasamsetningu þess.
Meira

Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.
Meira

Pepelu passar markið hjá Kormáki Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar heldur áfram að safna liði til að styðja við markmið liðsins í sumar en framundan er spennandi sumar í nýrri deild og sem nýliðar í stóru tjörninni er ljóst að sú vegferð hefst aftast á vellinum, segir í tilkynningu frá ráðinu.
Meira

Fimm sóttu um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar sl. og var eitt þeirra sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að fimm hafi sóst eftir því að þjóna Húnvetningum.
Meira

Hinn þögli meirihluti :: Leiðari Feykis

Brátt fá íbúar Húnavatnshrepps, Blönduóss, Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar að ganga að kjörborðinu og hlutast til um framtíð síns sveitarfélags í sameiningarkosningum sem fram fara þann 19. febrúar næstkomandi. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá eru þessi fjögur sveitarfélög ekki að sameinast í eina sæng heldur freista samningarnefndir þess að koma Húnvetningum saman annars vegar og Skagfirðingum hins vegar.
Meira

Geggjaður fiskréttur og einföld skyrterta

Matgæðingar í tbl 16, 2021, voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Gunnar Kristinn Ólafsson. Þau búa á Blönduósi og eiga saman fimm börn. Gunnar starfar hjá Ísgel ehf. sem er í þeirra eigu ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Kristín er menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

800. vísnaþátturinn í Feyki :: Guðmundur Valtýsson hefur staðið vaktina í hartnær 35 ár

Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987, fyrir hartnær 35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli röggsemi allt fram á þennan dag.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína

Í dag býr Björg á Blönduósi en hefur búið í Austur-Húnvatnssýslu í 44 ár en áður bjó hún á Sveinsstöðum í Húna-vatnsshreppi þar sem sonur hennar og tengdadóttir stýra nú búi. Hún á fjögur börn en auk sonar hennar á Sveins-stöðum búa tvö börn á Blönduósi en yngsta dóttirin býr í Reykjavík. Björg á níu barnabörn og þrjú barnabarna-börn og bráðum verða þau fjögur.
Meira