A-Húnavatnssýsla

Veist þú um ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni?

Núna reynir á mátt Facebook, segir á síðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en þar er verið að setja saman litla sýningu um sögu Tunguness bæjarins og Austur-Húnavatnssýslu. „Okkur vantar ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni. Ef einhver ykkar á ljósmyndir af þeim feðgum væri frábært ef þið hefðuð samband við okkur á safninu,“ segir í færslunni.
Meira

FNV áfram á lista yfir fyrirmyndarstofnanir

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu – hefur kynnt úrslit í vali á fyrirmyndarstofnun ársins 2021. Ein stofnun á Norðurlandi vestra komst á lista yfir slíkar stofnanir í flokki ríkis- og sjálfseignarstofnana en það var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem hafnaði í fjórða sæti yfir fyrirmyndarstofnanir með 40-89 starfsmenn.
Meira

Mikið stuð í Stólnum um helgina!

Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi? Já, Tindastuð verður haldið öðru sinni á skíðasvæðinu í Tindastólnum nú á laugardaginn en viðburðurinn var fyrst haldinn síðasta vetur og heppnaðist þá vonum framar. Ekki er annað að sjá í veðurkortunum en að nóg ætti að verða af snjó á svæðinu, spáð er hita um frostmark og vindi um 2-3 metrana. Er hægt að óska sér að hafa þetta betra?
Meira

Guðmundur Haukur skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðismanna og óháðra

Nú eru rétt um átta vikur í að sveitarstjórnarkosningar fari fram en þær verða 14. maí næstkomandi. Húnahornið segir af því að fundur var haldinn 15. mars hjá sjálfstæðismönnum og óháðum á Blönduósi og Húnavatnshreppi. Uppstillinganefnd lagði fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2022 sem var samþykkt samhljóða og skipar Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar á Blönduósi og framkvæmdastjóri, efsta sæti listans.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Fiski taco og kókosbollumarengs

Matgæðingur vikunnar er Vala Frímansdóttir sem er fædd og uppalin á Króknum. Vala er gift Sigurbirni Gunnarssyni og eru þau búsett á Akureyri og eiga saman þrjú börn. Vala er geislafræðingur og vinnur á myndgreiningardeild SAk.
Meira

Arnar, Málmey og Drangey landa á Króknum

Á vef Fisk Seafood segir af því að frystitogarinn Arnar HU1 sé á leið til hafnar á Sauðárkróki en aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó. Þar af um 736 tonnum af þorski en aflaverðmæti er um 465 milljónir.
Meira

Gult ástand, lélegt skyggni og versnandi akstursskilyrði

Enn ein lægðin er mætt á svæðið með hríðarveðri um allt land í dag og fram á nótt og hefur Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir sem þegar hafa tekið gildi á flestum svæðum. Í athugasemd veðurfræðings segir að varasamt ferðaveður verði ríkjandi og hefur veginum yfir Holtavörðu nú verið lokað. Snjóþekja eða hálka er á nokkrum leiðum Norðvestanlands en greiðfært víða.
Meira

Fleiri kosningaeinvígi takk! :: Leiðari Feykis

Jæja, nú er loksins búið að velja framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópu, Eurovision, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu um miðjan maí. Eins og allir, og amma hans, vita kepptu fimm lög á úrslitakvöldi söngvakeppni Sjónvarpsins sl. laugardagskvöld en tvö stigahæstu úr fyrri kosningu komust í úrslitaeinvígið. Lagið Með hækkandi sól í flutningi systranna Sigríðar, Elísabetar og Elínar Eyþórsdætra, fékk flest atkvæði kjósenda en Reykjavíkurdætur enduðu í öðru sæti keppninnar með lagið Turn this around.
Meira

Og hvað á sveitarfélagið að heita?

Eins og alkunna er þá ákvöðu fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra að sameinast í tvö í kosningum sem fram fóru 19. febrúar sl. Nú hafa sveitarfélögin sett saman undirbúningsnefndir en eitt mál er kannski eitthvað sem íbúar hafa almennt hvað mestan áhuga á. Nefnilega; hvað á nýja sveitarfélagið að heita? Söfnun hugmynda um nafn á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps er hafin en lítil umræða hefur verið um nafn á nýtt sveitarfélag í Skagafirði og má kannski leiða líkum að því að það fái einfaldlega nafnið Skagafjörður.
Meira

Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs :: Greta Clough skrifar

Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlandseyjum samanlagt.
Meira