FNV áfram sem stigahæsta tapliðið í Gettu betur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.01.2022
kl. 09.03
Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að lið FNV hefði fallið úr leik í Gettu betur spurningaleiknum góða en þá hafði liðið tapað viðureign sinni við Tækniskólann. Það sem Feykir ekki vissi var að eitt lið sem tapaði sinni viðureign í fyrstu umferð færi áfram í aðra umferð. Lið FNV fékk flest stig þeirra skóla sem töpuðu og því ánægjulegt að geta leiðrétt að FNV er ekki úr leik og mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í annarri umferð.
Meira