A-Húnavatnssýsla

Opið hús í Nes listamiðstöð

Hópur listamanna frá Þýskalandi er nú staddur á Skagaströnd og dvelur í Salthúsinu og eru margir þeirra tíðir gestir á NES listamiðstöð. Í dag er opið hús og allir velkomnir að sjá hvað listafólkið hefur haft fyrir stafni undanfarið.
Meira

Leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður

Formenn stjórnarflokkanna hafa gefið út yfirlýsingu vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars og hefur verið á milli tannanna á fólki og margir gagnrýnt. Formennirnir eru sammála um að söluferlið hafi ekki staðið að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við með því að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Meira

Stefnt að því að breyta gömlu síldarverksmiðjunni á Skagaströnd í hótel

Húnahornið vitnaði um helgina í frétt Sjónvarpsins þar sem sagt var frá því að sveitarstjórn Skagastrandar vonist til að í nánustu framtíð muni gamla síldarverksmiðjan í bænum hýsa ferðamenn. Gangi fyrirætlanir sveitarfélagsins eftir verður verksmiðjunni breytt í 60 herbergja hótel. Haft var eftir Halldóri G. Ólafssyni, oddvita sveitarstjórnar, að skortur á gistirýmum á Norðurlandi vestar standi þróun ferðaþjónustu fyrir þrifum og að sveitarstjórn sjái tækifæri í því að byggja hótel.
Meira

Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar

Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört.
Meira

Búin að gefa dætrum mínum saumavélarnar

Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Hafnarfirði (Gaflari). Hún á þrjú börn; stelpu fædda 1994, strák fæddan 1995, stelpu sem er fædd 2004 og stjúpdóttur sem er 1983 árgangur og það eru komin þrjú barnabörn hjá henni.
Meira

Hundahótelið Hólakot

Parið Ingveldur og Jón ásamt 3 börnum sínum búa í Böðvarsstöðum í Húnaþingi vestra, rétt austan megin við Hvammstanga og eru búin að opna hundahótel og þjálfun. Á Hólakoti er lagt mikið upp úr því að hundarnir fái góða útiveru í stóru og fallegu útigerði ásamt reiðskemmu sem hægt er að nýta í slæmum veðrum. Ingveldur og Jón svara nokkrum spurningum um Hólakot og hvernig þetta gengi fyrir sig og hvetjum ykkur endilega að kíkja á facebook síðuna hjá þeim www.facebook.com/Holakot og holakot.is
Meira

Matgæðingur vikunnar - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar eru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira

Matgæðingur í viku 13 - Tælenskur chilikjúklingur og sænsk kladdkaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 13 í ár var Kristrún Ósk Sigurðardóttir en hún fékk áskorun frá Völu Frímannsdóttur. Kristrún er þjónustufulltrúi í Vörumiðlun á Sauðárkróki og er gift Arnari Skúla Atlasyni þjónustufulltrúa hjá VÍS. Kristrún og Arnar eiga þrjú börn, tvíburana Arnar Smára og Atla Skúla og Erlu Lár.
Meira

„Þetta er náttúrulega hörku lið í Keflavík, ekki má gleyma því,“ segir Svavar Atli sem býst við stríðsátökum í kvöld

Í kvöld fer fram fjórði leikur í rimmu Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfubolta en með sigri komast Stólar áfram í undanúrslit. Fari hins vegar svo að Keflvíkingar beri sigur úr býtum ráðast úrslit, um hvort liðið fer áfram, í oddaleik á páskadag í Síkinu á Sauðárkróki.
Meira

Loksins eftirhermur - Páskatúr Sóla Hólm

Þeir fara víða skemmtikraftarnir þessa dagana og svo er um Sóla Hólm sem hefur sinn (engan veginn) árvissa páskatúr á Króknum í kvöld. Sýningin Loksins eftirhermur hefur gengið fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í vetur en nú verður hann í Háa salnum á Gránu á Sauðárkróki og segir Áskell Heiðar, framkvæmdastjóri 1238, að nokkrir miðar séu enn til.
Meira