Miklir möguleikar opnast með tilkomu færanlegrar rannsóknarstofu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.01.2022
kl. 13.30
Nú nýverið var greint frá styrkjum úr Innviðasjóði Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) fyrir árið 2022 en alls bárust sjóðnum 28 umsóknir þar sem samtals var sótt um 922 milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu uppbyggingarstyrk að þessu sinni var Hólaskóli – Háskólinn á Hólum en í hans hlut komu rétt tæplega 10 milljón króna styrkur til kaupa á færanlegri rannsóknarstofu til sjávar- og vatnarannsókna á Íslandi. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir Bjarna Kristófer Kristjánsson, forsvarsmann umsóknarinnar og prófessors á Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans, en hann segir deildina hafa verið í töluverðri sókn á síðustu árum.
Meira