Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.01.2022
kl. 08.56
Búast má við norðvestan stormi eða roki á norðan- og austanverðu landinu í kvöld og fram til hádegis á morgun, auk þess sem gert er ráð fyrir hríð norðanlands, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Í athugasemd veðurfræðings segir jafnframt að búast megi við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira