Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.03.2022
kl. 08.32
Í upphafi vikunnar kynnti, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, nýtt upprunamerki, Íslenskt staðfest, sem á við um vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkinu er ætlað að auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt.
Meira